Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 13
mönnum í menntunarmálum lands- ins til mikils sóma. Annar mikilsverður áfangi í menntunarmálum hjúkrunarfræð- inga sem mjög ber að þakka og hef- ur orðið heilladrjúgur, er að síðan árið 1975 hafa hjúkrunarfræðingar átt kost á framhaldsnámi í hinum ýmsu sérgreinum hjúkrunar í Nýja hjúkrunarskólanum, sem einnig hef- ur grunnnám. Síðastliðið haust gekkst mennta- málaráðuneytið fyrir því í samráði við Hjúkrunarfélag íslands, að við Kennaraháskóla Islands hófst nám fyrir verðandi hjúkrunarkennara, sem mun hæta úr langvinnum skorti. Á undanförnum árum hefur það gerst að nýjar stéttir hafa tilkomið innan heilbrigðisþjónustunnar. Fyrir þessar stéttir hefur verið lagt upp gott nám og ber að fagna því. Fyrir starfsstéttir sem skýrt og greinilega, samkvæmt reglugerðum, eru aðstoð- arfólk hjúkrunarfræðinga, lyfja- fræðinga eða lækna, eru gerðar hærri kröfur um undirbúningsnám en miðað er við fyrir Hjúkrunar- skóla íslands. Þessi þróun getur vart talist heillavænleg né eðlileg. Álitsgerð Staðsetning og lengd hjúkrunar- jrœðináms innan menntakerfisins Frumvarp til laga um framhalds- skóla gerir ráð fyrir að hjúkrunar- fræðinám fari fram innan fjölbrauta- skólanna, og taki 4 ár (9 mánuði hvert, sem eru 36 mánuðir) og nem- endur ljúki námi með réttindi sem hjúkrunarfræðingar. Síðan bætast við 1-2 ár (9 mánuðir hvert) sem eru 9-18 mánaða nám til sérfræði- réttinda. Samfara námi á kjörsviði virðast nemendur eiga að stunda al- mennt nám í tungumálum, stærð- fræði o. s. frv. Hjúkrunarfélag Islands telur ó- raunhæft að hjúkrunarfræðinám fari fram á framhaldsskólastigi, enda væri það stórt skref aftur á bak frá því sem hér hefur verið. Allt frá 1931 hefur Hjúkrunarskóli íslands verið þriggja ára skóli (11 mánuðir hvert = 33 mánuðir). Samkvæmt reglugerð eru inngönguskilyrði í Hjúkrunarskóla Islands gagnfræða- próf, en reyndin hefur verið sú, að allt að helmingur umsækjenda eru stúdentar og aðrir hafa lokið 2-3 bekkjum í framhaldsdeildum gagn- fræðaskólans (samsvarar 3-4 bekkj- um í fjölbraut). Þetta hefur orðið til þess að Hjúkrunarskóli íslands hef- ur getað aukið gæði þess náms sem þar fer fram. Það sérfræðinám inn- an hjúkrunar, sem hér hefur farið fram, er 11-22 mánaða langt, svo einnig það yrði skref aftur á bak. Það nám sem fram fer í hjúkrun- arskólunum í dag gerir þær kröfur til nemenda að þeir hafi ákveðna grundvallarþekkingu á valdi sínu, ella yrði þeim ókleift að stunda þar nám. Hjúkrunarfræði er vísinda- grein og þess vegna óraunhæft að ætla námsmönnum að leggja stund á hjúkrunarfræði jafnhliða almennu námi sem hún byggir á. „Frumvarp til laga um framhalds- skóla“ gerir ráð fyrir að 4. árinu sé skipt í annars vegar hjúkrunarfræði og hins vegar ljósmóðurfræði. Hjúkrunarfélag íslands telur að ljós- mæðranám eigi að vera sérfræðinám að loknu hjúkrunarfræðinámi, en ekki sitt hvort námið. Þeir hjúkrunarfræðingar sem lykju ljósmæðranámi fengju þá rétt- indi sem Ijósmœður. Á það má benda að á síðustu 5 árum hafa milli 40 og 50 ljósmæður farið í hjúkrun- arfræðinám, lokið þvi og fengið sér- fræðiviðurkenningu. Hjúkrunarfélag Islands telur eðli- legt að hjúkrunarfræðinám sé á há- skólastigi (þó þannig að stjórnin sé í höndum sérmenntaðra hjúkrunar- fræðinga) vegna þess að: 1. Iljúkrunarfræðingar starfa sjálf- stætt að sinni grein, en ekki undir stjórn annarra. (Hjúkrunarlög nr. 8, 13. mars 1974, sbr. lög nr. 32, 22. maí 1975). Hjúkrunarfélag íslands telur því rökrétt að gera meiri námskröfur til hjúkrunar- fræðinga en heilbrigðisstétta, sem samkvæmt lögum og reglugerðum starfa undir annarra stjórn. 2. Menntun hjúkrunarfræðinga víða i heiminum er á háskólastigi eða stefnir þangað, enda er álit WHO að svo eigi að vera, samanber er- indi Dorothy Hall, ráðgjafa WHO um hjúkrunarfræðinám, 12. 02. 1974. 3. Það er eðlileg þróun að bæta nám. Frumvarp til laga um framhalds- skóla gerir ráð fyrir að nemendur geti orðið hjúkrunarfræðingar á 20. aldursári. Álit Hjúkrunarfélags Islands er að fólk innan 18—20 ára aldurs hafi ekki nægan þroska til þess að mæta þeirri ábyrgð sem starfið leggur þeim á herðar og veita þá þjónustu sem þarf. Alkunna er, að ekki einungis hér á landi, heldur og að flestir skólar erlendis, gera þá kröfu að nemendur sem teknir eru inn séu a. m. k. 18 ára. Starfssvið h júkrunarfrœðinga Þegar skipuleggja á nám verður slíkt að gerast með hliðsjón af því sem starfið felur í sér. Hjúkrunarfræðinám stefnir að því marki að gera nemandann hæfan til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa. Eins og hjúkrunarfræðinám er skipulagt í „frumvarpi til framhaldsskóla" virð- ist þetta sjónarmið ekki haft í huga. Sem aðili sjálfstæðrar heilbrigðis- stéttar tekur hjúkrunarfræðingurinn þátt í að efla félagslega, sálræna og líkamlega velferð einstaklingsins, hvort sem hann er í sínu eðlilega um- hverfi eða innan sérstakrar heil- brigðisstofnunar. Efling heilbrigðis felur í sér að Hjúkrun 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.