Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 15
Mannfræði - Heilbrígðisþjónusta
Margrét Þorsteinsdóttir hjúkrunarkennari
Undanfarið hafa ýmsar
greinar um mannfræði í
hjúkrunarfræðitímaritum
vakið athygli mína. Tel ég
að hjúkrunarfræðingar ættu
gjarnan að afla sér meiri
þekkingar á þessari grein
samfélagsvísinda og þá
sérstaklega þeir er hyggja
á reisu um heiminn. Með
þessum skrifum mínum vil
ég gefa örlitla vísbendingu
um hvernig þessi fræði-
grein tengist heilbrigðis-
þjónustunni.
Maðurinn sem lífvera og félagsvera
er í brennidepli margra samfélags-
fræðigreina en frá mismunandi
sjónarhorni. Þessar fræðigreinar
leggja hver annarri eitthvað af
mörkum, þannig að ekki er hægt að
draga að öllu leyti skýr mörk á milli
þeirra. Hér er ætlunin að líta á
tengsl tveggja fræðigreina, mann-
fræðinnar og heilbrigðisfræðinnar.
Mannfræðin leitar að þekkingu um
manninn sem lífveru, liffræði- og fé-
lagslega séð. Tilhneigingar hefur
gætt að flokka hinn líffræðilega þátt
undir læknisfræði og bendir það á
skörun þessara greina. Hinn félags-
^egi Jiáttur mannfræðinnar er til
frekari afmörkunar nefndur menn-
lngar- og félagsleg mannfræði (kul-
hjúkrun
tur- og sosialantropologi), sem fjall-
ar m. a. um hina ýmsu kynþætti,
samfélög og menningarmunstur
þeirra. Þessi þáttur tengisl náið fé-
lagsfræðinni.
Heilhrigðisfræðin leitar að orsök-
um sjúkdóma og vanheilinda og leið-
um til lækninga og varnar. Þar sem
sjúkdómar hafa að öllum Iíkindum
hrjáð mannkynið frá upphafi, hefur
baráttan gegn þeim og viðhorf til
þeirra mótað ýmis atferli í menn-
ingarmunstri þjóðanna, sem bæði
er fróðlegt og gagnlegt fyrir starfs-
lið heilbrigðisjrjónustunnar að kynn-
ast.
Margar rannsóknir eru gerðar á
manninum til að kanna hina ýmsu
þætti likamsstarfseminnar og bera
saman niðurstöður milli mismunandi
hópa. Skýringa á niðurstöðum er þá
oft leitað í umhverfi hópanna, sem
m. a. liinn félagslegi Jráttur mann-
fræðinnar sér um að kanna. Vaknar
Jiá oft sú spurning hvort líkamsstarf-
semin aðhæfi sig umhverfinu.
Dæmi um Jretta er, að á hásléttun-
um Perú eru Jrað eingöngu innfædd-
ir indíánar sem geta unnið erfiðis-
vinnu í hinu Jiunna lofti. Umhverfi
mannsins hefur orðið vettvangur
margra rannsókna þegar leitað er að
orsökum sjúkdóma, hæði líkamlegra
og á síðari tímum andlegra sjúk-
dóma. Varðandi orsakir líkamlegra
sjúkdóma er áberandi hve rannsókn-
ir hafa beinst að vissum þáttum lifn-
aðarhátta fólks, svo sem neysluvenj-
um.
Aðra mikilvæga þætti sem hafa á-
hrif á heilsufar mannsins, má finna
í menningarmunstri Jjjóða. Er hér
um að ræða viðhorf til sjúkdóma,
orsakir Jjeirra og meðferð, en auk
þess viðhorf og siði tengda hinum
ýmsu lífsskeiðum allt frá fæðingu
til dauða svo og fjölskyldugerð og
tengsl. Varðandi þekkingu á þessum
þáttum hefur félagsleg mannfræði
lagt mikið af mörkum. Slíkar vett-
vangsrannsóknir hafa verið algeng-
ari meðal frumstæðra þjóða, vegna
þess að áhugi var meiri á lifnaðar-
háttum þeirra og að kanna ókunn
lönd. Oft voru dómar lagðir á menn-
ingu frumstæðra Jjjóða með hlið-
sjón af gildismati vestrænna þjóða.
Nú eru að aukast mannfræðilegar
rannsóknir á Vesturlöndum, sem
sennilega munu draga úr okkar þjóð-
hverfu viðhorfum til menningar-
munstra annarra Jjjóða.
13