Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 17
Kaffibolli - og lokaðar dyr Er það bak við lokaðar dyr, sem hjúkrunarliðið heldur sig með kaffibollana? Það fannst a. m. k. dönskum hjúkrunarfræðingi er hann dvaldist á geðdeild. í tímariti danska hjúkrunarfélagsins „Sygeplejersken“ nr. 14/75 lýsir geðhjúkrunarfræðingur á áhrifamikinn hátt, hvernig honum leið sem innlagður geðsjúklingur. Hann skrifar m. a.: ,,Ég hafði þörf fyrir að vera háður einhverjum, en fékk ekki leyfi til þess.“ Marie Lysnes, rektor Statens sþesialskole í geðhjúkrun í Noregi, sem nú er stödd hér á landi á vegum Nýja hjúkrunarskólans, bað um að greinin yrði birt í ,,Sygeþlejen“. Var það gert í nr. 19/75. Hún fylgdi þar greininni úr hlaði með hugleiðingum um hvort við ættum að leiða þetta hjá okkur á þeim forsendum að greinarhöf- undur væri veikur. Eða hvort ekki fælust í þessu sannleikskorn, sem verð væru íhugunar. íslenska þýðingu önnuðust hjúkrunarfræðingarnir Anna Ásmunds- dóttir og Hólmfríður Geirdal. „Góðan daginn og velkominn. Ég heiti frú Jensen og er hjúkrunar- deildarstjóri. Við erum dálítið kvíð- in við að fá þig hingað — það er ekki víst að við getum hjálpað þér - ég hef aldrei hjúkrað geðhjúkrunar- fræðingi fyrr.“ Ég svara þvi til rólega að ég sé friðsamur og hafi ekki í hyggju að taka stjórnina á deildinni í mínar hendur. Deildarstjórinn dregur sig í hlé með eftirfarandi athugasemd: !,Já, og svo geturðu farið út eins oft og þú vilt. Þú ert ekki í neinum sjálfsmorðshugleiðingum eða því um líkt - læknirinn kemur í fyrsta lagi á mánudag — kannske ferðu í grúpu* ~ ég veit ekkert um það.“ * Orðið gruppe er hér þýtt grúpa. Nú er fimmtudagur. Ég byrja að taka upp úr töskunum meðan dapr- ar hugsanir íþyngja huga mínum. Nú, svo þau geta ekki hjálpað mér - þá er það kannske best að fyrirfara sér. Það er best að athuga möguleik- ana, þegar ég fer út að ganga. Rætt um töflur Hvers vegna þurfti endilega að flytja mig frá móttökudeildinni. Þar var svo gott að vera. Starfsliðið var alltaf hjá okkur - maður var aldrei einn með kvíða sinn og þunglyndi. Hvernig verður það hér? Ég fer fram í setustofuna. Þar sitja nokkrar konur og prjóna. Loft- ið er mettað af tóbaksreyk. Ég kynni mig og sest. Konurnar eru að ræða um töflur. „Já, ég verð víst að bíða með að fá slesolid þar til ég næ í heimilislækninn, hér eru þeir alger- lega á móti töflum.“ „Ja, ég hef bæði stesolid og codi- magnyl í borðskúffunni minni - ég mátti heldur ekki fá neitt við verkj- um.“ „Nei, þetta er hræðilegt og ég fæ heldur ekki magarannsókn - þeir segja að þetta séu taugarnar, en nú hef ég verið hér í þrjá mánuði og ekkert lagast enda jiótt þau segi það í grúpunni.“ „Nei, það er ekkert gert hérna, ef maður spyr hjúkrunarfræðing ein- hvers segir hann bara - spurðu grúp- una - starfsliðið talar aldrei við mann.“ „Ja, það hlýtur að eiga náðuga daga - það situr bara inni á vakt- inni og drekkur kaffi öllum stund- um, kemur aðeins fram á grúpu- fundi.“ „Já, þeim finnst grúpufundir svo góðir - en þau skemmta sér áreiðan- lega vel saman.“ Hlutverkaskipti Ég stend á fætur, vil burt - eitt- hvað út. A leið minni út leita ég að einhverjum af starfsliðinu til að láta vita, en enginn sést. Vaktdyrnar eru lokaðar og ég heyri þau hlæja og pískra fyrir inn- an. Já, svona voru fyrstu áhrifin á 15 hjúkrun

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.