Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Síða 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Síða 26
ir starfsfólk, búningsherbergi og snyrting. Matarlyfta gengur úr kjall- ara upp á hæðir. Oráðstafað rými er í kjallara um 24 m2. A 1. hæð er móttaka og upplýsing- ar við inngöngu. Læknaherbergi með tilheyrandi biðstofum, rými fyrir endurhæfingu, dagheimili fyrir aldr- aða er fyrirhugað, með tilheyrandi búnings- og haðaðstöðu og snyrti- herbergi. Á 2. hæð er sjúkradeild með þrem stofum fyrir 3, 4 og 5 rúm. Þar er einnig setustofa, horðstofa, sjúkra- bað, skol, vaktherbergi, snyrtiher- bergi og geymslur. Á 3. hæð er sjúkradeild. Fimm tveggjamannastofur og þrjár ein- staklingsstofur. Þar er aðalvakther- bergi, býtibúr, skol, hað, setustofa og borðstofa. Tímaritið brá sér í heimsókn í Hafnarbúðir og fékk m. a. þær upp- lýsingar að þar væru rúm fyrir 25 sjúklinga og eru sjúkrastofur deild- arinnar á tveim hæðum hússins. All- ur úthúnaður var auðsjáanlega hinn besti og ekki annað séð en mjög vel hafi til tekist með fyrirkomulag og breytingar allar. Að undirbúnings- vinnu og hönnun vann Leifur Blum- enstein byggingarfræðingur, í sam- vinnu og samráði við Sigurlín Gunn- arsdóttur hjúkrunarforstjóra Borgar- spítalans. Eldvarnarútbúnaður virtist mjög fullkominn. Mjög víða um húsið var reykskynjurum komið fyrir. I sam- bandi við þá er ljósatafla á vakther- bergi hjúkrunarfræðinga og sýnir hún hvar í húsinu bilun eða eldur er. Kerfi þetta er talið mjög nákvæmt. Hjúkrunarfræðingar nefndu sem dæmi að einn daginn hefði brauð- ristin staðið á sér og brennt brauðið. Við þetta hefði eldvarnarkerfið far- ið í gang. Við útidyr hússins var nýstárlegur dyrasími í tengslum við vakther- bergi hjúkrunarfræðinga. í honum var sjónvarpslinsa er sýndi þann sem við dyrnar stóð. Óhjákvæmilegt er að hafa húsið læst, svo þetta fyrir- komulag er til mikils hægðarauka. Hádegisverður er sendur frá Borg- arspítalanum, en annar matur útbú- inn á staðnum. Dómkirkjuprestarnir heimsækja Hafnarbúðir vikulega, hvern mið- vikudag, og gefa sér góðan tíma til að ræða við sjúklingana. Sex hjúkrunarfræðingar starfa í Hafnarbúðum, þar af eru fimm í hluta úr starfi. 13 sjúkraliðar, þar af eru fjórir í hlutavinnu. Annað starfs- lið er starfsstúlkur, handavinnu- kennari, sjúkraþjálfari, sjúkraliða- nemar og umsjónarmenn. Læknir deildarinnar er dr. Friðrik Einarsson. Yfirumsjón með deildinni hefur Hanna María Gunnarsdóttir, aðstoð- arhjúkrunarforstjóri Borgarspítalans, en hún hefur einnig umsjón með legudeildum Heilsuverndarstöðvar- innar við Barónsstíg, endurhæfingar- deildunum við Grensás og slysadeild- inni. Deildarstjóri er Helga Óskarsdótt- ir hjúkrunarfræðingur. Sjúklingar og starfsfólk höfðu orð á að ánægjulegt væri að fylgjast með atvinnulífinu og þeirri miklu hreyf- ingu sem er umhverfis húsið, en kváðust ekki verða fyrir ónæði. I. Á. Arnarholt Á Geðdeild Borgarspítalans að Arnarholti var í desember sl. tekin í notkun ný bygging fyrir vistfólk. Er hún í tengslum við eldra húsið. Var stigið stórt framfaraskref er unnt var að flytja 45 af 60 vistmönnum deild- arinnar úr eldra húsinu, en þar var aðstaða öll mjög erfið, og brunahætta mikil þar sem öll skilrúm þess húss eru úr timbri. Hér er um að ræða fyrsta áfanga þessara nýju framkvæmda. Arnarholt tók til starfa sem vist- heimili fyrir andlega fatlaða 28. ág. 1945 og heyrði undir Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar. Fyrstu sjúklingar komu frá Korp- úlfsstöðum, Elliðavatni, frá Klepps- spítalanum og nokkrir munu liafa komið frá ýmsum stöðum í Reykja- vík. Allir sjúklingarnir höfðu áður dvalið á ýmsum sjúkrahúsum til lengri og skemmri tíma áður en þeir komu á Arnarholtsdeildina. Arnar- holt var sameinað Geðdeild Borgar- spítalans 1971. Nafn deildarinnar hefur síðan ver- ið Geðdeild Borgarspítalans á Arn- arholti. Þetta er opin deild og allir sjúklingar dvelja þar af frjálsum vilja. Langílestir sjúklinganna er íólk á aldrinum frá fertugu til níræðisald- urs, en einir 9 sjúklingar innan fer- tugs. Þeir eru allir andlega fatlaðir eflir langvarandi geðræna sjúkdóma, sumir með fleiri en einn sjúkdóm, einnig eru í hópnum sjúklingar með vefrænt orsakaða sjúkdóma og loks allmargir vangefnir. Á Arnarholtsdeildinni starfa 1 geðlæknir, 1 sérfræðingur í lyflækn- ingum og aðstoðarlæknar geðdeild- arinnar á Borgarspítalanum; einnig hjálpa aðrar deildir Borgarspítalans 24 HJUKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.