Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Síða 31
Handavinna og jöndurkennsla jer enn sem komiS er jram í gamla húsinu. Ekki var j)ó
að sjá að j>að hejði nein álirij á afköstin og sjúklingarnir sátu jullir áliuga yjir vinnu
sinni. - Ljósm. Ingibjörg Arnadóttir.
við meðferð vefrænna sjúkdóma.
Deildin hefur 4 hjúkrunarfræðinga-
stöður, 2 eru setnar, 8 sjúkraliða-
stöður, 3 eru setnar, 8 manns að-
stoðarstarfsfólk. Tveir iðjuþjálfar
starfa við deildina. Á árinu 1976
voru unnir tæpir tólf hundruð munir
alls. Loks er ráðsmaður og ráðskona
og starfslið þeirra í eldhúsi, þvotta-
húsi og utan dyra.
1 iðjuþjálfun vinna venjulega um
27 sjúklingar og 8 þar af taka verk-
efni með sér upp á herbergi sín. 22
sjúklingar taka einnig þátt í heimil-
isstörfum og 6 taka þátt í útvinnu.
Allir sjúklingar fá greitt fyrir störf-
in. Sjúklingar sem þess óska fá leyfi
til að heimsækja vini og vandamenn,
venjulega aðra hverja viku. Ferðir
eru farnar í leikhús, kvikmyndahús,
sundlaugar, listsýningar í borginni
og loks á sölusýningar þar sem sýnd-
ir eru og seldir þeir munir er sjúkl-
ingarnir hafa unnið, sem venjulega
eru haldnar tvisvar á ári. Þá eru
sumarferðir farnar til áhugaverðra
staða. Haldnar eru kvöldvökur með
kaffiveitingum og eigin bakstri
sjúklinga.
Nýja byggingin - fyrsti áfangi er
dvalarherbergi fyrir 45 sjúklinga.
Siðan kemur eldhús og borðstofa í
næsta áfanga. Á efri hæð bygging-
arinnar eru 14 eins manns herbergi,
2 fjögurra manna herbergi, 4 2ja
manna herbergi. Á neðri hæð eru 7
eins manns herbergi og 4 2ja manna
herbergi. Setustofur eru á báðum
hæðum og loks öll venjuleg starfsher-
bergi starfsfólks, snyrtiherhergi o. s.
frv.
Yfirlæknir deildarinnar, frá ára-
mótum 1971-1972, er Karl Strand,
en hann tók við af Kristjáni Þor-
varðssyni. Edith Jónsson geðhjúkr-
unarfræðingur, aðstoðarhjúkrunar-
forstjóri Borgarspítalans, sér um yf-
irstjórn hjúkrunar. Oskar Jónsson
hjúkrunarfræðingur er deildarstjóri
og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir
aðstoðardeildarstj óri.
Eins og fyrr segir hefur deildin
fjórar stöður hjúkrunarfræðinga, en
aðeins tvær eru setnar. Þessir tveir
hjúkrunarfræðingar skiptast því á
að taka bakvaktir, auk sinnar föstu
dagvinnu. Á þeim hvílir því óeðli-
lega mikið starfsálag.
Sem stendur berst stofnunin við
skort á hjúkrunarfræðingum og
sjúkraliðum. „Það sem bjargar okk-
ur er að það starfsfólk sem við höf-
um er frábærlega duglegt og sam-
hent,“ sagði Edith Jónsson í viðræð-
um við tímaritið.
Starfskraftar sjúklinganna eru
einnig skipulega nýttir á þann hátt,
að hver sem það getur hefur sitt
verkefni að vinna og gegnir því með
stakri trúmennsku og áhuga. And-
rúmsloft á staðnum var því mjög
þægilegt og það lá í loftinu að fólki
leið þarna eftir atvikum mjög vel.
I. Á.
kaktherbergi og gangur nýju byggingarinnar í Arnarhclti.
HjÚKRUN
25