Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 35
KRAFTA - auglýsingar í útvarpsþættinum „Daglegt mál“ 5. okt. 1977 las Gísli Jóns- son, starfskraftur Menntaskólans á Akureyri afar skemmtilegt bréf, er þættinum hafði borist frá Sverri Páli, sem er okkur að öðru leyti óþekkt orka. Hér á eftir fer bréfið, með leyfi G. J. Oft hefur verið á það minnst í þátt- unum hve ríka tilhneigingu yfirvöld hafa til þess að gera ástkæra ylhýra málið að náttúrulausum og óper- sónulegum steingervingi. Einn liður í þessari leiðu þróun sem varnar venjulegu fólki skilnings á áður töm- um hugtökum er hin fádæma fá- viskulega atlaga jafnréttisstjóranna að málinu. Það er ekki eingöngu að menn og fólk hafi breyst í orku og heiti nú kraftar í auglýsingum held- ur þykjast menn vinna jafnréttinu gagn með því að breyta öllum stöðu- heitum í karlkyn einvörðungu. Mætti þó álíta það hámark misréttisins. Nú er meðal annars búið að útrýma h j úkrunarkonum, skrifstofustúlkum og leikkonum og nefnast þau „öfl“ nú hjúkrunarfræðingar, skrifstofu- menn og leikarar. Með sanni má segja að sumar þessar breytingar fara ekki illa í málinu en aðrar eru óhæfa ein. Hjúkrunarfræðingur er stirt, langt °g ljótt orð og gefur síður en svo rettari mynd af þeim starfsmanni sem svo er nefndur en gamla orðið. Hvers vegna fræðingur? Er þetta ef til vill tromp á hendi hjúkrunar- manna og/eða kvenna í væntanlegu stríði við háskólamenntað hjúkrun- arfólk? Ef breyting var nauðsynleg hefði þurft að fara að venjubundn- um nýyrðareglum og finna nýtt og þjált, stutt orð. Illa varð mér við er ég heyrði aug- lýsingu í útvarpi frá sjúkrahúsi, að mig minnir á Isafirði. Undir hana ritaði hvorki meira né minna en lijúkrunarframkvœmdastjóri. Þetta er eitt voðalegasta orð sem ég hef heyrt á íslensku. Ef til vill er þetta sá eða sú sem stjórnar því að fram- kvæmd sé hjúkrun, sé notuð stofn- anaíslenska um það sem áður hét að hjúkra. Fróðir menn segja mér að þetta 25 stafa orð þýði yfirhjúkrun- arkona á venjulegri íslensku. Mér er og sagt að orð eins og hjúkri, yfir- hjúkri og deildarhjúkri liafi verið talin óhæf. Ég skil ekki hvers vegna. Brátt verður okkur vandi mikill á höndum. Enn er notað orðið Ijós- móðir og hvað má hún heita á jafn- réttisstofnanaíslensku. Hafa ber orð- eins löng og unnt er. Væri unnt að nota orð eins og Ijóstæknir, ljós- tæknifræðingur, ljósfræðingur - eða eins og mér var bent á: barnsburSar- frœðingur eða barnsburðartœknir? Yfirljósmóðir yrði þá barnsburðar- jramkvœmdastjóri (27 stafir), sá/ sú sem stjórnar því að barnsburður sé framkvæmdur. Um daginn var í Morgunblaðinu auglýst eftir smurbrauðsdömu. Það er hvorki íslenskulegt né jafnréttis- legt, eða hvað? Hvernig væri að nota í staðinn orðið smyrjari eða smurtæknir, ef til vill smjördreifi- framkvæmdakraftur - það er nógu langt. Stungið er jafnframt upp á orðinu smurbreyðir með y, enda er breyðir hljóðverpt af brauð og smur- breyðir sá sem smyr brauð. Að slepptu þessu heimskulega titla- fári vil ég að lokum minnast ögn á presta. Mér verður stundum á að heyra útvarpsmessu á sunnudags- morgnum og málnotkun virðist að sumu leyti undarleg í bænum og blessunum. Ég felli mig ekki við orðasambandið að blessa einhverj- um eitthvað. „Drottinn blessi þér þennan dag“ er þar sagt á stundum. Má vera að þetta sé ekki í sjálfu sér rangt en það lætur illa í mínum eyr- um. Verra þykir mér þó þegar notuð er sagnarómyndin að farsæla. Hún er að vísu nefnd í Blöndalsbók, en ekki er allt fagurt sem á þeim blöð- um stendur né til fyrirmyndar. Ég stórefa að guð skilji þegar prestur segir „farsæl þú atvinnuvegi vora til lands og sjávar“. Enn síður álít ég að venjulegt fólk skilji þetta. Merk- ingin er sennilega nákvæmlega sú sama og í orðinu blessa. Jafnvel væri betra að nota sögnina að vernda. Annars tel ég að prestar leitist við að vanda mál sitt. Þeim verður að vísu á í messuni. Einu sinni var sagt i morgunmessu á sunudegi í útvarp- inu: „Hvað gerir maður þegar hann finnur að andi guðs kemur yfir sig.“ □ hjúkrun 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.