Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 36
Fremsta röð frá vinstri: Sigrún Magnúsdóttir, Vilborg Einarsdóttir, Guðrún Olajsdóttir, Kristborg Björgvinsdóttir, Margrét Valdimars- dóttir, Unnur Baldvinsdóttir. Miðröð frá vinstri: Sigríður Harðardáttir, Rósa Bragadóttir, Anna Björnsdóttir, Guðrún Ingadóttir, Guð- björg Davíðsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Viktoría Ásmundsson, Þóra Filippusdóttir. Efsta röð frá vinstri: Kristín Þórðardóttir, Unn- ur Einarsdóttir, Bóthildur Steinþórsdóttir, Anna Hermannsdóttir, Auðbjörg Hannesdóttir, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir. - Ljósmynd Mats. Brautskráning frá NHS Þann 17. desember sl. voru braut- skráðir 20 hjúkrunarfræðingar frá Nýja hjúkrunarskólanum. Þetta var í annað skiptið sem hóp- ur ljósmæðra lauk tveggja ára hjúkr- unarnámi frá skólanum, en meðal þeirra voru einnig tveir þroskaþjálf- ar. María Pétursdóttir skólastj. flutti ávarp og lýsti starfi skólans. í loka- orðum sínum til hinna nýju hjúkr- unarfræðinga lagði hún áherslu á að þrátt fyrir alla þjálfun til starfa á sjúkrahúsum, væri almenn heilsu- vernd sá þáttur sem einnig bæri að efla. Ingibjörg Magnúsdóttir deildarstj. tók til máls og lýsti aðdraganda að stofnun skólans. Jafnframt skýrði hún þá ákvörðun heilbrigðisráðu- neytisins um sérfræðingsviðurkenn- ingu hjúkrunarfræðinga með ljós- mæðranám. Sigríður Jóhannsdóttir hjúkrunar- kennari kvaddi nemendur og þakk- aði þeim samveruna. Guðrún Eggertsdóttir kvaddi skól- ann fyrir hönd hópsins. Einn af nemendum skólans, Georg- ina Stefánsdóttir, lést í bílslysi í október sl. Var hennar minnst í á- vörpum nemenda, kennara og skóla- stjóra. Margt gesta var við skólaslitin. Að athöfn lokinni þáðu viðstaddir veitingar, sem nemendur og skóli áttu heiður af. A. S. I. 30 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.