Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Side 4
Sérkjarasamningur
Akureyrarbær og Hjúkrunarfélag islands
Tímabilið 1. júlí 1977 til 30. júni 1979
1. Röðun í launajlokka.
Störfum félaga í Hjúkrunarfélagi Islands sem
vinna hjá Akureyrarbæ eða stofnunum bæjarins,
skal raðað í launaflokka sbr. gr. 1.1.1. í aðal-
kjarasamningi Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og fjármálaráðherra frá 25. október 1977,
sem hér segir:
Launajl.: Starfsheiti:
12. Hjúkrunarfræðingur.
13. Hjúkrunarfræðingur með 10 starfsstig, sbr.
2. gr.
14. Hjúkrunarfræðingur með 30 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
15. Iljúkrunarfræðingur með 45 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
Hjúkrunarkenanri.
Deildarstjóri á göngudeild.
16. Deildarstjóri.
Hjúkrunarfræðingur með 60 starfs- eða
námsstig, sbr. 2. gr.
17. Hjúkrunarkennari með hjúkrunarkennara-
próf.
Aðstoðarhj úkrunarforstj óri FSA.
19. Hjúkrunarforstjóri FSA.
2. Starfs- og námsstig.
2.1. Fyrir hvert ár í fullu starfi vinnast 2,5 stig, að
hámarki samtals 15 stig, fyrir vinnu við hjúkr-
unarstörf.
2.2. Fyrstu tvö námsár eftir hjúkrunarpróf í námi,
er nýtist í starfi og viðurkennt er af mennta-
málaráðuneytinu, gefa 15 stig hvort. Þriðja ár
við nám af þessu tagi frá hjúkrunarprófi veitir
20 stig.
3. Deildarstjórn.
3.1. Gegni hjúkrunarfræðingur, sem hefur 60 starfs-
eða námsstig, starfi deildarstjóra skal hann fá
greidda þóknun fyrir deildarstjórnina er svarar
til mismunar launa í launaflokki 16 og 17.
3.2. Deildarstjóri í 16. launaflokki skal eftir fimm
ára starf í slíkri stöðu taka laun samkvæmt
launaflokki 17.
3.3. Aðstoðardeildarstjóri við hjúkrun fái greidd
laun skv. starfs- og námsstigum sínum að við-
bættum einum launaflokki.
4. Útkallsvakt.
4.1. Greiðsla fyrir fasta útkallsvakt, sem yfirmaður
hefur ákveðið, skal nema sömu fjárhæð og
vaktaálag skv. aðalkjarasamningi.
5. Hlutastarf.
5.1. Hjúkrunarfræðingur, sem vinnur fastan hluta
úr fullu starfi, fái hlutfallslega styttingu á vinnu-
skyldu sinni, þegar helgidagar falla inn í vinnu-
viku.
6. Námsleyfi.
6.1. Hjúkrunarfræðingur, sem með sérstöku leyfi
hjúkrunarforstjóra stundar viðurkennt sérnám
í hjúkrun eða sækir framhalds- eða endurmennt-
unarnámskeið í hjúkrunarfræðum, sem nýtur
viðurkenningar heilbrigðisyfirvalda, skal halda
föstum launum með fullu vaktaálagi meðan slíkt
nám varir allt að 3 mánuði á hverjum 5 árum.
Ileimilt er að veita hjúkrunarfræðingi náms-
leyfi með þessum kjörum tíðar en að framan
greinir, en þá skemur hverju sinni, þó ekki um-
fram 1 mánuð á hverjum 20 mánuðum, enda
leiði ekki af því aukinn kostnað.
2
HJÚKRUN