Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Síða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Síða 8
og smátt opnuÖust augu samtíðar- manna hennar fyrir þessu, sem varð til þess að bæði læknar og valda- menn þeirra tíma, hétu henni stuðn- ingi sínum. Hún starfaði svo lengi sem kraftar hennar entust og var allt sitt líf sjálfri sér samkvæm í öllu. Hún hefur lífs og liðin hlotið verð- skuldaða viðurkenningu fyrir störf sín og nafn hennar mun lifa. Ein er sú grein hjúkrunarstarfsins sem mig langar til að minnast lítil- lega á, en það er „Rauði krossinn“. Hjúkrunarlið hans vinnur um allan heim af ósérplægni og mannúð til líknar þeim sem harðast verða úti. Rauði krossinn er glöggt dæmi um fórnfýsi og góðan vilja til þess að draga úr sviða sáranna. Arið 1901 kom fyrir í svissneskum bæ sem Heiden heitir dálítið atvik, sem vakti athygli alls heimsins. Póst- urinn þaut á elliheimilið með hréf til gamals manns. Hann bjó í litlu fátæklegu herhergi, sem var líkast klefa í fangelsi. Bréfið sem póstur- inn færði honum var frá Svíþjóð og í því stóð að gamli maðurinn hefði fengið Nobelsverðlaunin. Þessi mað- ur hafði fórnað allri ævi sinni í þjónustu mannúðarinnar. Frá harn- æsku til dauðadags barðist hann ó- slitið fyrir friði og mannúð og stofn- aði „Rauða krossinn“. Þessi maður hét Henri Dunant, var svisslendingur og fæddist í Genf árið 1828. Ilann var sonur velmet- inna og efnaðra hjóna. Hann fékk gott uppeldi, en var frá harnæsku heilsulítill og sérlega feiminn og ó- framfærinn við ókunnuga. Snemma varð honum ljóst hve margir áttu bágt. Móðir hans gekk ó milli fátækl- inga og færði þeim mat og aðrar gjafir og tók hann með sér á þeim ferðum, og þegar hann stálpaðist sat hann hjá föngum og las fyrir þá. Henri Dunant var mikill vitmað- ur, hafði óvenjulega mikla verslun- arhæfileika og hafði gott lag á að út- skýra hugsjónir sínar og yfirleitt gera grein fyrir áhugamálum sínum. Hann var trúrækinn og gerðist for- maður kristilegs mannúðarfélags í fæðingarbæ sínum, en mönnum var það yfirleitt ráðgáta hvernig þessi feimni ungi maður, sem aldrei steig upp í ræðustól, gat verið formaður. Hann var einstakur maður, því hann talaði alltaf við rétta menn á réttum tíma. Ilann ferðaðist mikið um Mið- Evrópu og eignaðist alls staðar vini. Henri Dunant. Árið 1851 ferðaðist hann mikið um Túnis. Honum ofbauð hin ó- mannúðlega meðferð á þrælunum og yfirleitt þrælahaldið í heild sinni og ritaði um það allítarlega lýsingu, en í þessu landi stofnaði hann stórt iðn- aðarfélag, en allar tekjur sínar not- aði hann til mannúðarstarfsemi. Sá atburður sem mest áhrif hafði á Henri Dunant var stríðið milli Ítalíu og Austurríkis, og orrustunni í ítalska þorpinu Solferino gat hann aldrei gleymt og hún varð til þess að hann skrifaði hina heimsfrægu hók sína er ber heitið „Endurminningar frá Solferino". Árið 1859 geisaði hinn skelfilegi bardagi milli frakka og austurríkis- manna. Þá fékk Dunant fyrstu hug- myndina um stofnun Rauða krossins. Hann horfði á hinn blóðuga bar- daga og þá ákvað hann í eitt skipti fyrir öll að vinna í þjónustu mann- úðar og miskunnsemi. Hinn ungi verslunarmaður fór þegar í stað að hjálpa hinum særðu og kom upp hópi sjálfboðaliða sér til hjálpar í bæ nokkrum þar í grennd. Hinir særðu og sjúku voru fluttir í kirkjur bæjarins, en þar höfðu hjálparmenn- irnir bækistöð sína. Þarna ríkti hræðilegt ástand, þúsundir manna dóu úr blóðmissi, það vantaði lækna og hjúkrunarlið, fólk sem hafði vilja og um leið þekkingu til þess að veita skjóta og nauðsynlega hjálp. Ég leyfi mér að taka hér upp orð- rétta kafla úr bréfi er Dunant skrif- aði frá þessum tíma. Hann segir: Orrustan var ekkert hjá örvæntingu vesalings mannanna, sem lágu í hrúgu dögum saman algjörlega hjargarlausir. Ég hef séð gamla her- menn gráta eins og börn. í kórum kirkjunnar lágu margir, sem höfðu gleymst og hvorki fengið vott né þurrt í marga daga. Þannig lágu þeir dögum saman, klæðlausir, svangir og særðir. Dunant var skelfingu lostinn, hann vissi að fleirum hefði mátt hjarga með skipulögðu og menntuðu hjálp- arliði. Hann gekk á milli Napoleons, Franz Joseps og margra hershöfð- ingja og lýsti hörmungum bæði her- mannanna sem særðir voru og fang- anna sem lifðu í ólýsanlegri eymd. Napoleon gaf samþykki sitt til að læknir mætti líta til þessa fólks og hjálpa því að einhverju leyti. Henri Dunant var duglegur maður. Hann gekk ó milli auðugra manna og bað þá liðsinnis, en það voru aðeins kon- ur sem réttu honum hjálparhönd. Dunant var oft þreyttur og lasinn og fór því um tíma heim til Sviss sér til heilsubótar. Áhugamál hans í æsku voru versl- unarmálin, enda hafði hann mikla hæfileika í þá ótt, en það hefur ver- ið sagt um hann, að þegar hann hafi verið í miðjum samræðum við 6 HJUKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.