Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Page 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Page 17
barni sínu, þegar það kemur til skólaskoðunar í fyrsta sinn.“ Einnig fær barnið gult smáblað (,,visit-kort“) frá skólalækni og skólahjúkrunarkonu um að koma í skoðun vissan dag og stund með for- eldri með þvag í glasi og heilsufars- bók. Það er því staðleysa, að hér sé nokkur leynd yfir. Foreldri barnsins fasr við sex ára skoðunina ónæmis- skírteini, eigi það ekki heilsufarsbók. I þessu skírteini eru reitir fyrir ó- næmisaðgerðir og upplýsingar um hverjar barnið eigi að fá frá 3ja mánaða aldri til 14 ára. Þar vantar þó mislinga og rauða hunda ónæmis- aðgerðir. Onæmisaðgerðirnar eru al- veg frjálsar. Staðhæfing greinarhöfundar: „Foreldrarnir fá ekkert að vita“ er bæði ósönn og leiðinleg. Sími er hráðsnjallt tæki og ekki alltaf á tali, gefur oftast samband og rífur þar með sambandsleysi! Komi eitthvað í ljós við skoðun og það á við alla aldurshópa, sem skoð- aðir eru, þá er barnið sent heim með hvítan svartletraðan miða um, að það þurfi að leita sér lækninga vegna tiltekins atriðis. Þessi miði fer °ftast til heimilislæknis og eftir því er gengið, að barnið komi með hann aftur, þegar viðkomandi læknir hef- ur tekið barnið í meðferð. Skóla- heilsugæslan vill því fylgjast með, hvort barnið hafi fengið þá aðstoð, sem hægt væri e. t. v. að fá. Ég held, að skólalæknar og skóla- hjúkrunarkonur fari eins vel og nær- færnislega að þessum 6 ára börnum eins og hægt er í hópskoðun og þó er oftast bara eitt foreldri og eitt barn hverju sinni inni í skoðunar- herbergi skólans ásamt lækni og hjúkrunarkonu, svo að foreldri geti tjáð sig um vandkvæði, ef einhver eru. Það er þess vegna alveg rétt hjá greinarhöfundi, að við þessa sex-ára -skoðun mótast oft viðhorf foreldris til skóla. „Á skólinn harnið? Kemur okkur ekki lengur við, hvað gert er við og fyrir barnið?“ Þetta eru stórar spurningar. Svör- in gætu verið heimspekileg, trúarleg, félagsleg og pólitísk. Á ég annars barnið mitt? E1 ég barnið mitt upp eða eru það kannski fremur ein- hverjir aðrir (skóli, félagar og fjöl- miðlar) ? Seinni spurningu greinar- höfundar hefur þegar verið svarað hér að ofan. Um eignarréttinn má kannski almennt segja, að því meiri þjónustu, sem við krefjumst fyrir okkur sjálf og hörnin okkar af hinu opinbera, sem svo er kallað, því meira hlýtur afsal okkar að verða á sjálfsákvörðunarrétti. Það hefur löngum verið erfitt að gera hvort tveggja: að geyma kökuna og éta hana. Hjúkrunarfræðingar í skólum svara vafalítið fyrir sig um samband þeirra og skóla. Hjúkrunarfræðing- arnir hafa mikið samband við heim- ilin, það ég best veit, held hins vegar að heimilin líti á heilsugæsluna meira sem yfirvald en samvinnuaðila. Stundum fá hjúkrunarfræðingar skömm í hattinn fyrir sletturekuskap og afskiptasemi um persónulega hagi, svo ég minnist ekki á heimsóknir þeirra á heimilin. Lífið og tilveran eru stundum smáskrýtin og fullt af birtu og skuggum. Svo segir í greininni: „Væri t. d. mikil fyrirhöfn að senda tilkynningu til heimilanna um hvenær þessi at- höfn á að fara fram, ásamt upplýs- ingum um hvað gert verði.“ Þessu hef ég þegar svarað. Heilsugæsla skólanna lætur hvert barn fá a. m. k. 7 blöð og snepla yfir skólatímann (6-15 ára), flesta í sambandi við skoðun og ónæmisaðgerðir. Þetta á ekki eingöngu við skóla í Reykjavík, það veit ég gjörla bæði sem skóla- læknir þar og faðir í öðru bæjarfé- lagi. Gott samband heilsugæsluliðs og heimilis er einn af hornsteinum vel- líðunar barns í skóla. Til þess að samband haldist verða a. m. k. tveir aðilar að eiga einhver samskipti. Geir H. Þorsteinsson læknir. Þess skal getið að greininni fylgdu sjö mismunandi sýnishorn af eyðu- blöðum, orðsendingum, upplýsing- um og ónœmisskírteinum, sem skól- ar senda foreldrum. Svar til 555 í tímariti HFÍ, HJÚKRUN, fyrsta tölublaði 1978, er stutt grein með fyrirsögninni „Er möguleiki á hetra samstarfi?“ ^JÚkrun 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.