Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 20
Um tvo styrki er að ræða, sem veittir eru árlega af fyrirtækinu Minnesota Mining and Manufactur- ing Company, og nemur hvor upp- hæð $ 6.000. Athygli skal vakin á því að annan styrkinn má nota til náms í heima- landi jafnt sem erlendis og er hann ekki bundinn við nám á háskólastigi. Hvert aðildarfélag ICN á rétt á að senda eina umsókn. Upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu HFÍ. Umsókn- ir berist stjórn HFl fyrir 15. ágúst 1978. Félagsgjöld 1978 Á fulltrúafundi HFÍ í apríl sl. var samþykkt að félagsgjöld hjúkrunar- fræðinga í starfi væru 1,3% af föst- um launum og innheiml 1. hvers mánaðar af launagreiðanda. Launa- greiðendum hefur verið tilkynnt um þetta og beðnir að taka 1,3% af föstum launum í félagsgjöld frá 1. júlí nk. I mars sl. voru innheimt félags- gjöld hjá hjúkrunarfræðingum, sem þá voru í starfi kr. 6000 hjá þeim sem voru í minna en hálfu og kr. 10.000 hjá þeim sem voru í hálfu starfi eða meira. — Starfandi hjúkr- unarfræðingar, sem ekki hafa þegar greitt fyrri hluta félagsgjaldsins fyr- ir árið 1978 eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu fé- lagsins sem fyrst. Félagsgjald hjúkrunarfræðinga sem ekki eru starfandi, í framhalds- námi eða búsetlir erlendis, er kr. 5000 og eru þeir vinsamlegast beðn- ir að senda greiðslu sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar sem náð hafa 67 ára aldri og ekki eru starfandi, greiða ekki félagsgjald. Tilkynning um félagsgjald þeirra sem ekki hafa greitt, fylgir þessu blaði. Þess skal getið að hjá Reykjavík- urborg var ranglega tekið félags- gjald, 3,6%;, 1. maí sl. Þess vegna verður ekki byrjað að taka %-hluta félagsgjald af hjúkrunarfræðingum Jijá Reykjavíkurhorg fyrr en 1. sept. n.k. Stöðuveiting í marsmánuði sl. varð sú breyting á Landakotsspítala að priorinnan, syslir Marie Hildegardis, lét af störf- um sem hjúkrunarforstjóri, en við þvi starfi tók hún 1958. Guðrún Marteinsson. Við hjúkrunarforstjórastöðunni tók Guðrún Marteinsson. Guðrún dvaldi í Bandaríkjunum í 13 ár eftir að hún brautskráðist frá HSÍ 1952. Þegar hún kom heim til Islands 1966 starfaði hún um tíma á Landakots- spítala. Starfaði síðan á Landspítal- anum áður en hún fór í kennslunám við Royal College of Nursing í Lon- don 1967-68. Starfaði við kennslu- störf í HSI í þrjú ár. Réðist sem að- stoðarhjúkrunarforstjóri á Borgar- spítalanum 1970. 1972 fór hún aftur til London í framlialdsnám í spítala- stjórn. 1973 leysti hún hjúkrunarfor- stjóra Borgarspítalans af í eitt ár. 1974—75 lók hún árs framhaldsnám í hjúkrunarfræðum (Advanced Nurs- ing Studies) við háskólann í Man- chester. Starfaði síðan við kennslu- störf hæði í hjúkrunarnámsbraut há- skólans og við Nýja hjúkrunarskól- ann. I NHS var hún aðallega við kennslu í framhaldsnámi í hjúkrun- arfræði í handlækninga- og lyflækn- ingahjúkrun og hafði umsjón með námi nemenda í svæfinga- og skurð- hjúkrunarnámi. Guðrún mun fara lil Bandaríkjanna í þrjá mánuð, á sumri komanda til að kynna sér nýj- ungar á sviði spítalastjórnar og hjúkrunarskipulags á deildum, og mun systir Hildegardis gegna störf- um hjúkrunarforstjóra ásamt Erlu Oskarsdóttur, er starfar áfram sem aðstoðarhjúkrunarforstjóri. Um leið og tímaritið óskar Guð- rúnu Marteinsson heilla í hennar nýja starfi, þakkar blaðið systur Marie Hildegardis ásamt öllum henn- ar starfssystrum ómetanleg störf í þágu hjúkrunar á Islandi. Stöðuveiting Um síðustu áramót varð sú hreyting á St. Josefsspítala, Hafnarfirði, að systir Eulalia, sem verið hefur prior- inna stofnunarinnar frá árinu 1958, lét af störfum sem hjúkrunarforstj. Mun hún starfa sem aðst.hjúkrunar- forstjóri þar til síðari hluta þessa árs er hún fer í ársleyfi. Við hjúkrunar- forstjórastöðu spítalans hefur tekið Sigríður Jóhannsdóttir. Hún lauk námi við HSÍ 1954. Að loknu námi starfaði hún eitt ár við Sjúkrahús Akureyrar. Þá dvaldi hún tæp 3 ár í Bandaríkjunum við frekara nám og störf. Árið 1975 réðst hún sem kenn- ari að Nýja hjúkrunarskólanum og starfaði þar til síðustu áramóta. Vor- ið 1977 lauk hún námi í kennslu og uppeldisfræði við Kennaraháskóla íslands. Sigríður er nýkomin heim úr 2ja mánaða námsferð til Banda- ríkjanna. Þar kynnti hún sér nýjung- ar á skipulagi hjúkrunar á deildum 18 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.