Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 22
I Nýja hjúkrunarskólanum fór í maí sl. tvívegis fram þriggja daga námskeið fyrir hjúkrunarfrœðinga, sem leið- beina á deildum sjúkrahúsa. - María Pétursdóttir skólastjóri kynnti námskeiðin en kennarar voru Marie Lysnes og Marga Thome. Námskeiðin fóru að mestu fram í fyrirlestraformi, en einnig voru almennar umrœður og hóp- vinna. Verður vœntanlega hœgt að skýra frá niðurstöðum hópvinnunnar í nœsta blaði. — Þátttaka í námskeiðunum var mjög góð og ánœgja ríkti meðal lijúkrunarfrœðinganna. Myndin er af fyrri hópnum. Fyrirlesari er Marie Lysnes, geðhjúkrunarfrœðingur frá Noregi. Ljósm. lngibjörg Arnadóttir. Fundargestir voru mjög fáir að venju, eða 36 þegar flestir voru - og er þá stjórnin talin með. Fundi var slitið kl. 23.25. Ragnliildur G. Guðmundsdóttir ritari. 2. Sesselja Karlsdóttir flytur er- indi um hjúkrun fyrirbura. 3. Kynntar verða samþykktir af fulltrúafundi HFl dagan 3. og 4. apríl sl. í stórum dráttum fjallaði erindi Harðar um hvað fyrirburi er, helstu vandamál þeirra, um lífslíkur og svo seinni vandamál þeirra sem lifa af. Einnig kom hann lítils háttar inn á orsakirnar fyrir því, að börn fæðast fyrir tímann. Sýndi hann okkur á slides-myndum ýmsar samanburðar- tölur allt frá árunum 1940-1950 og fram til dagsins í dag, og var saman- burðurinn m. a. gerður á mismun- andi meðferðum, sem börnin hafa notið, lifandi fæddum fyrirhurum, fyrirburum sem lifðu (lifa) 1 mán- uð eftir fæðingu o. s. frv., og var þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt. Mörgum spurningum var beint til llarðar eftir erindið og svaraði hann þeim fúslega. Síðan tók Sesselja til máls, en hún vinnur á vökudeild Landspítalans, sem er gjörgæsludeild fyrir nýbura, og þjónar öllu landinu. Sesselja ræddi aðallega um hjúkrun þessara litlu barna, og sýndi okkur slides- myndir af deildinni. Ræddi hún m.a. um mikilvægi þess, að gott og náið samstarf væri milli foreldra barn- anna og starfsfólks deildarinnar, til að rjúfa ekki tengsl móður og barns, þó það liggi á svona einangraðri deild. Deildin tekur 14 börn, og vantar oftast pláss fyrir fleiri. Þá gat Sesselja þess, að hjúkrunarfræðinga vantaði tilfinnanlega á deildina. Er hún hafði lokið máli sínu og svarað spurningum utan úr sal, stóð Hörður upp aftur, og kvaðst vilja taka undir orð Sesselju viðvíkjandi að deildin væri nú þegar allt of lítil, tæki vantaði til alls, og starfsfólk og þá aðallega hjúkrunarfræðingar væru mjög af skornum skammti. Sagði hann að lokum, að fín og dýr „luxus“-tæki skiptu ekki megin- máli, ef ekki væru góðir hjúkrunar- fræðingar, sem hugsuðu vel um börnin og fylgdust með tækjunum. Síðast á efnisskránni voru sam- þykktir, sem gerðar voru á fulltrúa- fundinum 3. og 4. apríl 1978. Las Asa Atladóttir þær upp. Sumarhús HFÍ, Kvenna- brekka, Mosfellssveit Vegna forfalla eru eftirtaldar vikur lausar í Kvennabrekku í sumar: 7.-14. og 21.-28. júlí, og 1.-15. sept- ember. Upplýsingar á skrifstofu HFÍ. Rit send skrifstofu HFÍ Frá World Health Organization, Geneva: The SI for the health professions. Criteria for the evaluation of learning objectives in the edu- cation of health personnel. Community Health Nursing. Understanding Research in Nurs- ing. 20 HJUKRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.