Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 41
Hjúkrunarjrœðingar, sem stunda nám við Kennaraháskóla Islands, litu inn á julltrúa- jundinn. Hér sjáum við nokkra þeirra. - Frá vinstri: Sigríður Þorsteinsdóttir, Alda Hall- dórsdóttir og lngibjörg Guðmundsdóttir. Hópurinn, sem telur 29 nemendur, mun Ijúka námi í uppeldis- og kennslufrœði nœsta vor. þau voru á miðju ári 1977 metin sem 75% vinna. Þar áður var starf þetta metið sem 50% vinna og ekki þarf að fara lengra en til 1973 til þess að komast að raun um að allt var þetta sjálfboðavinna eða því sem næst, því þá var 20 þúsund króna þóknun fyrir ársvinnu. Aðrir ristjórnaraðilar eru allsendis ó- launaðir en láta mikla vinnu í té og eru Jafnframt. eins og flestir aðrir sem taka að sér nefndarstörf í þágu HFl. þar að auki í fullu starfi. Eins og fulltrúum er ljóst og komið hef- ur fram á hverjum fulltrúafundi síðastlið- tn ár, er samþykkt fulltrúafundar fyrir því að ritari hverrar deildar innan félagsins se fréttaritari blaðsins, hver á sínu svæði. Ritararnir hafa því skyldur á sínum herð- um, ekki síður en ritstjórn hlaðsins. Hafa fréttaritararnir tekið hlutverk sitt alvar- lega? Því verðurn við því miður að svara neitandi. Frá þeim hafa engar fréttir kom- ið að undanskildum félagsfundagerðum ritara Reykjavíkurdeildar og einni frétta- tilkynningu frá Akureyrardeildinni. Þrátt fyrir þetta eru gerðar auknar kröfur til ritstjórnar hlaðsins. Akjósanlegt væri auðvitað að fá fleiri ril starfa við blaðið, en í því sambandi verður að sjálfsögðu að taka mið af fjár- hag félagsins. Við livetjum því hjúkrunar- fræðinga eindregið til að taka virkari þátt 1 mótun og eflingu hlaðsins. Sl. tvö ár hefur verið unnið að efnisskrá tímaritsins frá upphafi. Nemandi í hóka- safnsfræðum við Háskóla Islands, Hervör Hólmjárn, vinnur þetta verk og hefur haft orð á því að verkefnið sé mjög umfangs- mikið. Við í ritstjórninni aðstoðum við þetta eftir föngum og einnig hefur Mar- grét Þorsteinsdóttir veitt góða hjálp. Vonir standa til að efnisskrá þessi komi út seint á þessu ári eða í ársbyrjun 1979. Fyrir hönd ritstjórnar, Ingibjörg Árnadóttir. Hjúkrunarnemafélag íslands A aðalfundi 10. mars ’77 var kosið í nýja stjórn og nefndir innan HNFI. Stjórnin 'ar skipuð þannig: Margrét Tómasdóttir formaður, Herdís Alfreðsdóttir varaformaður, Halldóra Hreinsdóttir ritari, Gurli Doltrup vararitari, Svanhildur Jónsdóttir gjaldkeri, Anna Margrét Guðmundsdóttir vara- gjaldkeri. Fulltrúi nema í skólanejnd: Hörður Högnason. Kjaranefnd hafði starfað vel fyrir aðal- fund og hélt hún því áfram. Kjarasamn- ingur hjúkrunarnema við ríkisspítala og Reykjavíkurborg var fyrsta verkefnið. Við liöfðum rekið okkur á, að sum kjaraatriði okkar voru einungis munnleg loforð en ekki samningshundin. Fórum við þess því á leit við skólanefnd HSI, að hún segði upp samningi okkar frá 30. apríl 1973, frá og með 1. júlí Lögðum við fram kröfur sem við vildum fá í nýjan samning. Skip- aði skólanefnd nefnd til að annast þetta mál fyrir sig. Áttu nemar þar einn full- trúa. Þar sem BSRB-samningar stóðu yfir var lítill tími til að tala við okkur og dróst málið á langinn. Þegar BSRB fór í verkfall 11. október var öllum hjúkrunarfræðingum gert skylt að vinna nema hjúkrunarkennurum og skólahjúkrunarfræðingum. Þar sem hjúkr- unarkennarar störfuðu ekki hlaut starfsemi skólans að leggjast niður, hæði bóklegt og verklegt nám, þar sem þessar tvær greinar eru órjúfanleg heild. Mættu nemar ekki til verklegs náms á spítölum. Kom þá glögglega í ljós hversu starfsemi sjúkra- húsanna, Landspítalans og Kleppsspítal- ans, er hyggð upp á hjúkrunarnemum sem eru í verklegu námi. Það var ekki nema einn dag sem sjúkrahúsin gátu verið án okkar. Kjaradeilunefnd skipaði kennurunt að koma til starfa á þeirri forsendu að hjúkrunarnema vantaði á deildir sjúkra- húsanna. Notuðum við hjúkrunarnemar þetta tilefni til að kynna nám okkar út á við. Héldum við blaðamannafund 13. okt. 1977. I Finnlandi var haldið NEK-mót í sept- emher Þar sem engar upplýsingar höfðu borist um dagskrá eða annað, ákváðum við að senda ekki fulltrúa í þetta sinn. Ritnefnd sendi frá sér mjög vandað blað, Hjúkrunarnemann, um mitt sumar. 1 byrjun ársins 1978 var gefin út síma- skráin Símalína. Fræðslunefnd sá um fræðslukvöld. Þar á meðal var kynnt kristniboðsstarf í Konsó. Norskur hjúkrunarnemi dvaldist hér 1 mánuð suntarið 1977. Kom hann hingað til lands í gegnum norræn hjúkrunarnema- skipti, sem hjúkrunarnemar á Norðurlönd- unum hafa sín á milli. 10. október 1977 var haldinn framhalds- aðalfundur og breyttist þá nokkuð skipan stjórnarinnar: Margrét Tómasdóttir formaður, Erla Gunnarsdóttir varaformaður, Fríða Rut Baldursdóttir ritari, Gurli Doltrup vararitari, Halldóra Hreinsdóttir gjaldkeri, Sigríður Osk Lárusdóttir varagjald- keri. Fulltrúi nema í skólanefnd: Hörður Högnason. Ritstjóri blaðs: Guðríður Anna Eyjólfsdóttir. HJÚKRUN 35

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.