Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 5
Forsíðumynd: Formenn Hjúkrunarfélags íslands frá 1924. Sitjandi frávinstri: Sigríður Eiríksdóttir, María Pétursdóttir. Standandi frá vinstri: Svanlaug Árnadóttir, Anna Loftsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir. Ljósm.: Mats Wibe Lund, Ljósmyndaþjónustan S.E. Litgreining: Korpus hf. 3.-4. tölublað- desember 1979 55. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI (SLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622. RITSTJÓRN: INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, SlMI 72705. SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, SlMI 26033. ANNA S. INDRIÐADÓTTIR, SlMI 22038 AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 15316 OG 21177. BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA. PRENTUN: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. EFNISYFIRLIT Hjúkrunarfélag Íslands60ára...................1 Afmælisins minnst ............................2 Höfum við gengið til góðs.....................6 Foreldrafræðsla...............................9 Göngudeild Kvennadeildar Lsp.................12 Eftirlit á meðgöngutíma .....................14 Starfsemi Vökudeildar .......................20 Börnin og opinberarbyggingar.................23 Forgangsverkefni ............................27 Atvinnuheilbrigðismál .......................34 Brautskráning ...............................35 Ráðstefna um bráða móttöku...................36 Trúnaðarmannanámskeið .......................37 Fækkun starfsfólks...........................39 Fréttir og tilkynningar......................41 Hjúkrunarfélag íslands 60 ára Félagið hét upphaflega Fjelag íslenskra hjúkrunar- kvenna og var stofnað 1919 í nóvember. Aðalhvata- maður Christophine Bjarnhéðinsson, fyrrverandi yfirhjúkrunarkona við Holdsveikraspítalann Laugar- nesi. Tilgangur félagsins var: 1) ,,Að aðstoða ungar stúlkur til hjúkrunarnáms. 2) Að vera milliliður í útvegun hjúkrunarkvenna í stöður í landinu og efla skilning á nauðsyn þess að hafa vel menntaðar hjúkrunarkonur í starfi. 3) Að gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna í hvívetna." Fyrsti formaður félagsins var dönsk hjúkrunarkona, Harriet Kjær að nafni. Hún var formaður í eitt ár. 1920-22 var Davide Warncke, yfirhjúkrunarkona á Vífilstöðum, formaður; hún var einnig dönsk, ásamt Christophine Bjarnhéðinsson, sem gegndi for- mannsstöðu 1922-24. Fyrsta íslenska hjúkrunarkon- an, sem gegndi formannsstarfinu, var Sigríður Eiríks- dóttir. Hún var mjög vel menntuð og eftir að hún kom heim frá námi starfaði hún tvö ár við heimilishjúkrun og hin tvö árin við berklavarnarstöðina. Hún var for- maður FÍH í 36 ár, 1924-60, og formaður Líknar 1930- 1956. Hún hefur kennt og skrifað um heilbrigðismál. Sigríður var sæmd Florence Nightingale orðu Al- þjóða Rauðakrossins 1949 og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1965 fyrir hjúkrunar- og heilsu- verndarstörf í þágu landsmanna. Formenn Hjúkrunarfélags íslands (eins og félagið heitir síðan 1965) eftir 1960: Anna Loftsdóttir 1961- 64, María Pétursdóttir 1964-1974, Ingibjörg Helga- dóttir 1974-1977 og Svanlaug Árnadóttirfrá 1977. í tilefni afmælisins er gefið út hjúkrunarfræðingatal yfir þá hjúkrunarfræðinga sem fengið hafa hjúkrun- arleyfi hér á landi frá því síðasta tal kom út. Einnig var í byrjun nóvember haldin ráðstefna um hjúkrunarmál. Ennfremur var síðdegisboð 18. nóv- ember fyrir hjúkrunarfræðinga 65 ára og eldri í húsa- kynnum félagsins. Um þessa þætti er fjallað annars staðar í blaðinu. I.Á. HJÚKRUN 1

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.