Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Page 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Page 8
 DB- mynd: Hörður. HJÚKRUN Síðdegisboð Ennfremur bauð HFÍ öllum hjúkrunarfræðingum 65 ára og eldri til móttöku í húsakynnum sínum að Þing- holtsstræti 30, sunnudaginn 18. nóvembersl. Reyndist þetta vera 130 manns og var öllum sent boðskort. Milli 80 og 90 hjúkrunarfræðingar þáðu boðið. Að auki voru nokkrir aðrir gestir. Þáðu þeir kaffiveitingar og fengu forskot á „jólasmákökur" sem stjórnarkonur félagsins höfðu bakað. Mátti þarna sjá mörg kunnug- leg andlit sem hjúkrað hafa landsmönnum undanfarna áratugi. Flestir af hinum eldri hjúkrunarfræðingum hafa nú látið af störfum. Við þetta tækifæri flutti Lilja Bjarnardóttir Nissen afmælisljóð. Ánægjulegt var til þess að vita að yngsti meðlimur stjórnarinnar, Ása St. Atladóttir átti frumkvæði að þessu síðdegisboði. Stjórn félagsins og starfsfólk skrif- stofunnar hjálpaðist síðan að, við framkvæmd þess. Þess skal getið að mikið af myndum var tekið við bæði þessi tækifæri og eru þær til sýnis á ristjórnarskrifstofu blaðsins. Ingibjörg Árnadóttir. Nokkrir af afmœlisgestunum ísíðdegisboði félagsins á 60 ára afmœlinu. 4 ✓

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.