Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 17
> A biðstofu göngudeildarinnar. Ljósm.: Jón Karlsson. Ung verðandi móðir horfir eftirvœntingarfull á Gróu Jónsdóttur Ijósmóður, framkvæma alhuganir sínar. Ljósm.: Jón Karlsson og þar sem vitað er um slíka galla í ætt. Einnig eru legvatnspróf gerð hjá Rh. neikvæðum konum eftir 30 vikna meðgöngu sem farnar eru að mynda mótefni. Á síðasta ári voru gerðar á annað hundrað leg- vatnsástungur. Mikið er af símahringingum til að leita upplýsinga og aðstoðar í ýms- um vanda kvenna á sviði gynæko- logiu. Sparar það mörgum læknis- skoðun og óþarfa ugg. Yfirljósmóðir sér um að halda fræðslu- og þjálfunarnámskeið fyrir gravid konur. Pláss er fyrir 8 konur í einu og eru tímar einu sinni í viku í 8 vikur. Með tilkomu Meðgöngudeildar- innar hefur mörgum konum verið gert kleift að ganga með sín börn þótt sjúkar væru. Konurnar eru lagðar inn og fylgst náið með þeim og síðan útskrifaðar og ganga svo oft til skoðunar í Göngudeild eftir það. Þurfa sumar þeirra að koma hálfsmánaðarlega alla meðgöng- una. Göngudeild Kvennadeildar Lands- spítalanns hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn. Það svið læknis- fræðinnar, sem varðar konur, hefur allt of lengi verið vanrækt, en nú þurfa síður að henda slys sem eru örlagarík fyrir konu og barn. □ HJÚKRUN 13

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.