Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 19
Barn dáið á fyrstu viku Athuga þarf hver var dánarorsök barnsins. Til dæmis, sýkingar á meðgöngu, sköpunargallar, litn- ingagallar, fyrirburðarfæðingar — hyalin membrane syndrome, mis- ræmi milli fósturs og grindar — heilablæðingar, og margt fleira. Kona með sykursýki Þær þurfa sérstakt eftirlit á með- göngu. Meiri hætta er á fyrirburðar- fæðingum hjá þessum konum, einn- ig of stórum börnum — heilablæð- ingum í fæðingu, vansköpuðum börnum og andvana fæddum börn- um. Einnig er aukin hætta á fylgju- þurrð og dauða barna rétt eftir fæð- ingu. Pre-eclampsia og eclampsia Aukin hætta er á fylgjuþurrð við pre-eclampsiu og eclampsiu, en eclampsia er mjög sjaldgæft nú. Einnig er aukin hætta á fyrirburðar- fæðingum. Aukin tíðni er á pre-eclampsiu, ef hún hefur komið upp áður. Pvagfœra- og nýrnasjúkdómar á meðgöngu Aukin hætta er á fylgjuþurrð, fyr- irburðarfæðingum og foetus mor- tuus, en aukin tíðni er þegar þessar sýkingar hafa komið upp áður. Hœkkaður blóðþrýstingur Sömu áhrif og við þvagfæra- og nýrnasjúkdóma á meðgöngu. Afbrigðilegar stöður Var ákveðin orsök fyrir afbrigði- legri stöðu, svo sem Absolute grindarþrengsli, myoma í legi, tum- orar í pelvisa, fyrirsæt fylgja, van- skapað leg, oligohydramnion, hydramnion, sköpunargallar hjá barni, tumorar á barni eða eitthvað annað. Sectio caesarea Athuga þarf hvers vegna var gerður keisaraskurður. Orsökin getur bent á að gera þurfi aftur keisaraskurð, það er konan geti ekki fætt eðlilega. Hætta er á legbresti, sérstaklega ef gerður hefur verið klassískur keis- araskurður á henni, en það er algjör undantekning ef það er gert nú til dags. Erfiðar fœðingar Mjög erfiðar og langdregnar fæð- ingar, sem endað hafa með sog- klukku eða töng, geta bent á mis- ræmi milli fósturs og grindar eða of litla grind. Einnig getur einhver önnur fyrirstaða hafa valdið þessu, sjá afbrigðilegar stöður. Fyrirsœt fylgja Meiri tíðni er á fyrirsætri fylgju hjá konum, sem fengið hafa fyrirsæta fylgju áður. Getur leitt af sér af- brigðilega stöðu. Nauðsynlegt er að greina það áður en konan er komin í fæðingu t.d. með sonar, eða röntgenmynd. Áðurfcett tvíbura Talið vera að einhverju leyti ætt- gengt. Leg- og kviðveggur togna mikið á tvíburameðgöngu. Það getur síðar orsakað afbrigðilegar stöður og einnig dystocia uteri. Föst fylgja áður Léleg starfsemi legs er oftast orsök fastrar fylgju, eða inertia uteri. At- huga þarf þetta í fæðingu. Rhesus-ósamrœmi Ef ósamræmi er í rhesus-blóðflokk- um foreldra, þ.e. að móður sé Rh-f- og faðir Rh+, þarf að fylgjast vel með mótefnamyndun í blóði móður á meðgöngu. Fyrirburðarfæðingar Athuga þarf vel, hvort einhver or- sök var fyrir fæðingu fyrir tímann, svo sem sykursýki hjá móður, pre- eclampsia, cervix insufficiens o.fl. Gangsetning fæðingar Hver var ábending fyrir gansetn- ingu. Var það postmaturitas, sjúk- dómar hjá móður, hættuástand hjá fóstri eða eitthvað annað. Fylgjuþurrð Var orsök fylgjuþurrðar hyperten- sio, pre-eclampsia, nýrnasjúkdóm- ar, æðasjúkdómar eða sykursýki hjá móður? Eða fannst einhver önnur orsök fyrir fylgjuþurrð? Cervix insufficiens Fylgjast þarf vel með þeim konum á meðgögnu, því þeim er mjög hætt að missa fóstur, er fer að líða á með- gönguna. Það getur þurft að setja upp cerclage saum í cervix. Abortus provocatus Fóstureyðing áður, getur orsakað cervix insufficiens síðar meir, vegna útvíkkunar leghálsins. Tíöasaga tekur yfir upphafsdag síð- ustu tíða, tíðamynstur, hvort þær voru eðlilegar eða óeðlilegar og hvort þær hafi áður verið regluleg- ar. Einnig hvort konan hafi tekið pilluna nýlega, það getur seinkað egglosi. Athuga þarf hvort konan er með lykkjuna uppi. Nauðsynlegt er að konur skrái hjá sér dagsetningu tíða, vegna tíma- setningu meðgöngu. Það er mjög áríðandi að ákvarða lengd meðgöngu eins nákvæmlega og unnt er við fyrstu komu, til þess að hægt sé að reikna út hvenær kon- an væntir sín af nákvæmni. Eftir 42. viku eykst burðarmálsdauði og á því að gera ráðstafanir til gangsetn- ingar fæðingar við 42. viku með- HJÚKRUN 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.