Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 20
göngu, jafnvel þó allt sé eðlilegt að
öðru leyti.
í mörgum tilfellum þarf að fram-
kalla fæðingu fyrir tímann, svo sem
við ýmsa sjúkdóma á meðgöngu,
t.d. pre-eclampsia, rhesusósam-
ræmi, króniskir sjúkdómar í hjarta
og lungum, sykursýki o.fl. Sé vitað
með vissu um meðgöngulengd í
þessum tilfellum, verður lítil hætta
á gangsetningu of seint eða of
snemma, en hvort tveggja er stór-
hættulegt fyrir barnið.
Akvörðun á tímalengd meðgöngu
byggir á:
1. Dagsetningu síðustu tíða.
2. Kliniskri skoðun.
3. Dagsetningu fyrstu fósturhreyf-
inga.
Klinisk skoðun er langöruggust á 1.
trimestri (1 .-12. vika).
Nauðsynlegt er að biðja konurnar
að skrifa hjá sér dagsetningu fyrstu
fósturhreyfinga, ef þær hafa ekki
fundið þær fyrir fyrstu skoðun. Al-
gengast er að frumbyrjur finni
fyrstu fósturhreyfingar við 18.-20.
viku meðgöngu, en fjölbyrjur við
16.-18. viku meðgöngu.
Meðganga er talin vera um það bil
40 vikur.
Almenn heilsufarsskoðun
Mæla hæð konunnar og þyngd
hennar. Allar konur undir 160 cm á
hæð eru sendar í grindarmælingu á
seinustu vikum meðgöngu.
Spyrjast þarf fyrir um þyngd konu
fyrir meðgöngu og upplýsa hana um
hversu mikið hún á að þyngjast, og
að óæskilegt sé að hún megri sig á
meðgöngu. Það getur skaðað bæði
hana og barnið.
Konan á aðþyngjast um 10-12 kg. á
meðgöngu. Hún á að auka fitu-
massa sinn um 4 kg., þ.e. orkuforði
fyrir fæðingu og brjóstagjöf. Hold-
ugar konur þurfa ekki að auka fitu-
forða sinn, og því þurfa þær ekki að
þyngjast um nema 6-8 kg. Offita
veldur oft erfiðleikum í fæðingu.
Nauðsynlegt er að fræða konuna
vel um þetta.
Læknir hlustar hjarta og lungu
konu. Einnig athugar hann hvort
konan hafi bjúg á fótum, höndum
eða í andliti. Bjúgur getur bent á
byrjandi pre-eclampsiu.
Blóðþrýstingur er mældur hjá kon-
unni liggjandi. Ef hann er
140/90 eða meiri, er konan látin
hvíla sig og blóðþrýstingur síðan
mældur aftur.
Hæð legbotns er mæld frá efri brún
symphysis. Mælt er ummál kviðar.
Einnig er hlustað eftir fósturhljóð-
um eftir 20. viku.
Athugað er hvort stærð legs svari til
dagsetningu síðustu tíða, hvernig
portio lítur út og hvort cervix sé
eðlilega langur og lokaður. Athug-
að er hvort náist upp í promontori-
um, þ.e. hvort grindin virðist eðli-
lega stór.
Nauðsynlegt er að vita blóðflokk
konunnar, sérstaklega rhesus-
tlokk. Ef engin blóðflokkun hefur
átt sér stað, eða er eldri en 10 ára, er
sýni tekið við fyrstu skoðun og sent
til blóðflokkunar. Einnig er rann-
sakað hæmoglobinmagn blóðs og
hæmatocrit.
A göngudeild Landspítalans eru
konur yfirleitt settar strax á járn og
vítamín, þó blóð sé eðlilegt. Þetta
eru fyrirbyggjandi aðgerðir, vegna
þess að fylgjan og fóstrið taka til sín
járn og einnig missir konan blóð í
fæðingunni.
Heildarblóðmagn vanfærrar konu
eykst vegna aukinnar súrefnisþarf-
ar, svo og stækkunar á æðabeði lík-
amans. Blóðvökvi eykst um 40-
50%, en rauð blóðkorn aðeins um
25%. Hæmoglobin lækkar því eðli-
lega á meðgöngu, þó heildarmagn
aukist í líkamanum. Hæmatocrit
lækkar um u.þ.b. 15% á meðgöngu.
MCHC breytist ekki.
Einnig er blóðið rannsakað fyrir
lues-sýkingu og mótefni fyrir rauð-
um hundum.
Sýking af rauðum hundum á fyrstu
mánuðum meðgöngu veldur fóstur-
skemmdum. Fylgjast verður með
mótefnahækkun í blóði vanfærra
kvenna, sem ekki hafa næg mótefni
fyrir ef grunur er um nýja sýkingu.
Lues veldur sýkingu á fóstrinu eða
intra-uterin dauða, en bakterían
kemst ekki yfir fylgjuna fyrr en eftir
20. viku. Hægt er að koma í veg
fyrir sýkingu á fóstri með lyfjagjöf á
meðgöngu.
Blóðsýni er tekið ef spurning er um
sýkingu af völdum herpes simplex,
cytomegalovirus, toxoplasmosis og
listeriu.
En Rhesus sjúkdómum hefur fækk-
að mjög mikið á síðari árum, eftir
að Rhesusvarnir byrjuðu hér á landi
en það var í demember 1969.
Einnig er blóð rannsakað fyrir
storkuhæfni, hjá konum með blæð-
ingar og storkutruflanir.
Fengið er þvag til almennrar þvag-
skoðunar og rannsakað fyrir eggja-
hvítuefni og sykri í þvaginu. Við
næstu komu er tekið þvag til sýkla-
rannsóknar (Uricult) og fá konurn-
ar leiðbeiningar þar að lútandi. Tal-
ið er að 6% vanfærra kvenna fái
einkennalausa sýklamigu. Sé ekk-
ert að gert, fá 25% af þessum kon-
um bráða nýrnaskálabólgu (pyel-
onephritis acuta) síðar á meðgöngu
eða í sængurlegu. Fái konan við-
unandi meðferð er talan 2,6%.
Eðlilegt er að konur komi í skoðun
á tjögurra vikna fresti fram til 26,-
28. viku, síðan aðra hverja viku
fram til 36. viku meðgöngu og síðan
vikulega þar til konan fæðir.
Avallt er þyngd konunnar mæld, til
að fylgjast með þyngdaraukningu.
Þyngdaraukning er minnst fyrstu
10-12 vikurnar, en nokkuð jöfn
upp frá því. Hún á að vera ca.
-300gr. á viku.
Ef konan þyngist um meira en 2 kg
16
HJÚKRUN