Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 22
7. Til kyngreiningar við sjúkdóma í
ætt bundna við x-litning.
8. Litningagalli í ætt hjá öðru
hvoru foreldra.
9. Ákvörðun á þroska fósturs, þ.e.
aðallega þroska lungnanna.
Mælt L/S hlutfall.
10. Bilirubinmæling, vegna rhe-
sus-immuniseringar.
Lecitinemælingar í legvatni (L/S
mælingar).
Membrana hyalinisata í lungum ný-
bura er ein alvarlegasta afleiðingin
af fæðingu fyrir tímann. Þessu sjúk-
dómsástandi fylgja öndunarörðug-
leikar (respiratory distress syndr-
ome — R.S.D.), sem oft valda
dauða barnanna.
„Surfactant“ vöntun í lungum
þeirra veldur því, að ofangreind
himna myndast innan á alveoli.
Phospholipid (einkum lecitine) í
legvatni eiga upptök sín í „surfact-
ant“ fósturlungnanna og magn
þeirra stendur í beinu sambandi við
„surfactant" myndun lungnanna.
Endurteknar legvatnsrannsóknir
hafa sýnt að lecitine- magnið eykst
ört á 34.-36. viku meðgöngu. Mæl-
ingar á phospholipidum, geta því
gefið haldgóðar upplýsingar um
þroska og starfshæfni fósturlungn-
anna. Þýðing legvatnsmælinga, er
því augljós, þegar ákveðin er fram-
köllun fæðingar fyrir tímann.
Lecitine/sphingomyeline hlutfallið
í legvatni er nokkuð jafnt framan af
meðgöngunni, en breytist ört, þeg-
ar lungun taka að mynda „surfact-
ant“ í nægilegu magni, þannig að
lesitine eykst en sphingomyeline
minnkar.
Öndunarörðugleikar sjást sjaldan
eftir fæðingu þegar L/S hlutfallið er
orðið 2/1.
Hjá fullburða börnum er hlutfallið
3/1.
Alfafetoprotein er mælt í legvatni
hjá þeim konum sem áður hafa fætt
barn með spína bifida og anecep-
halus, eða hafa sögu um það í ætt.
Alfafetoprotein er eggjahvítuefni
sem finnst hjá fóstrinu, en hverfur
úr blóði barnsins fljótlega um eða
eftir fæðingu.
Við legvatnsrannsókn finnst Alfa-
fetoprotrinið einnig í legvatni, en
lækkar normalt er líður á með-
göngutímann.
Ef fóstur er með opinn spína bifida
eða anecephalus þar sem mænu-
vökvi rennur út í legvatnið verður
hækkun á Alfafetoproteini. Alfa-
fetoprotein yfir 31. microgr/ml.
eftir 17-18 vikur sýnir óeðlilega
hækkun og gæti því bent á spína
bifida eða anecephalus. Ath. ef leg-
vatnssýnið verður blóðugt af fóst-
urblóði getur það gefið ranga út-
komu.
Magn hormóna, sem framleidd eru
í fylgju er mælt til að meta starfsemi
fylgju.
OCT— próf— Oxytocin Challenge
Test er gert þannig að legsamdrættir
eru framkallaðir hjá konunni með
Syntocinondreypi. Konan er tengd
monitor á meðan og þannig fylgst
með, hvort breytingar verði á hjart-
slætti fóstursins með auknum sam-
drætti í leginu.
Sýnt hefur verið fram á að óhætt er
að gera OCT eftir 28. viku með-
göngu, en þó er ekki talið ráðlegt að
gera það fyrr en eftir 32. viku. Gera
skal OCT vikulega hjá öllum kon-
um í áhættusamri (high-risk) með-
göngu eftir 34. viku.
Frábendingar:
1. Hafi áður verið gerður klassísk-
ur keisaraskurður.
2. Fyrirsæt fylgja.
3. Sé hætta á prematurfæðingu,
t.d. hjá konum með cervix in-
sufficiens, gemelli eða farið leg-
vatn fyrir tímann.
Túlkun prófa
Sé prófið neikvætt, sýnir það að
blóðflæði til fylgjunnar er nægilegt,
þ.e.a.s. fóstrið líður ekki súrefnis-
skort þrátt fyrir samdrætti í leginu.
Fóstrinu er því óhætt í a.m.k. viku
og er þá talið nóg að endurtaka
prófið vikulega.
Sé prófið jákvætt bendir það til þess
að blóðflæði og súrefnisflutningur
um fylgju sé ekki nægilegur. Leggja
þá flestir sérfræðingar til að fram-
kvæmdur sé keisaraskurður.
Fari saman lágt oestriol-gildi og já-
kvætt OCT, skal alltaf framkvæma
acut keisaraskurð, jafnvel þótt L/S
hlutfallið í legvatni sé minna en 2/1.
Áhættuhópar á meðgöngutíma
Þessum konum þarf að fylgjast sér-
staklega vel með yfir meðgöngu-
tímann.
1. Konur, sem ganga með fleiri en
eitt barn. Þessar konur eru
lagðar inn á meðgöngudeild til
eftirlits upp úr 30. viku.
2. Konur með sykursýki. Þær eru
lagðar inn til eftirlits á með-
göngudeild upp úr 30. viku.
E.t.v. fyrr ef erfitt er að stapili-
sera sjúkdóminn.
3. Konur með háþrýsting.
4. Konur með nýrnasjúkdóma.
Eru lagðar inn á síðasta hluta
meðgöngu til eftirlits.
5. Konur með hjarta- og æða-
sjúkdóma. Eru lagðar inn til
eftirlits á síðasta hluta með-
göngu.
6. Konur með lungnasjúkdóma.
7. Konur með servix-insufficiens.
8. Konur með langvarandi ófrjó-
semisvandamál.
9. Konur, með aðra sjúkdóma.
10. Rhesus-neikvæðar konur.
Einnig þarf að fylgjast vel með kon-
um sem fá pre-eclampsiu á með-
göngu og eru þær lagðar inn á með-
göngudeild er þær eru komnar með
tvö einkenni meðgöngueitrunar.
Einnig eru konur með hyperemesis
18
HJÚKRUN