Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 23
Námskeið á vegum SSN Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga býður upp á tvö námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga. Fyrra námskeiðið verður haldið í Svíþjóð 9.-11. apríl 1980 og er ætlað fyrir hjúkrunarfræðinga í stjórnunarstöðum (deildarstjóra). Seinna námskeiðið verðuríDanmörku29. apríl til 1. maí 1980ogerætlaðfyrir hjúkrunarfræðinga við svæfinga- og gjörgæsludeildir. Þeir sem óska eftir þátttöku hafi samband við skrifstofu HFÍ sem allra fyrst, eða fyrir 30. janúar n.k. lagðar inn á meðgöngudeild jafn- fljótt og sjúkdómurinn uppgötvast. Hollustuhœttir Vanfærum konum eru gefnar ráð- leggingar um hollar lífsvenjur — upplýsingar um heilsuvernd á með- göngu tíma hafa verið teknar saman í bækling sem liggur frammi á göngudeildinni og allar verðandi mæður fá. Gjörgæsla ífæðingu Við fæðingahjálp skal síðan viðhafa gjörgæslu hjá öllum fæðandi konum með sérmenntuðu starfsfólki, auk þess að taka í notkun sem mest þau nýju hjálpartæki (Monatora) sem sannað hafa ágæti sitt, til að fylgjast sem best með líðan barnsins meðan á fæðingunni stendur, en með Monatorum er hægt að fylgjast náið með hjartslætti barnsins, þannig sést strax ef breyting verður á hjart- slætti barnsins, og er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir sem fyrst ef með þarf. Einnig er hægt að fylgjast með hríð- um konunnar, styrk þeirra, lengd og tíðni. Nú þykir ekki framar neinn vafi leika á því, að eftirlit með vanfær- um konum hefur áhrif á sjúkdóma meðgöngunnar og dánartölu kvenna af þeirra völdum, sem og á velferð fóstursins í móðurkviði á meðgöngu, og fæðingu heilbrigðs einstaklings. Heimildir: 1. Propedeutist obstetrik eftir Knut Bjoro og Káre Molne. 2. Obstetrics illustrated eftir Garrey/Gov- an/hodge/Callender. 3. Obstetrik/Gynækologi eftir J. Falck Larssen, O. Asbjorn og Tove Schmidt. 4. Gerð mæðraskrár eftir Sigurð S. Magn- ússon prófessor. 5. Meðgöngueitrun eftir Sigurð S. Magn- ússon prófessor. 6. Bæklingur er þýddur var úr þýskri ljós- mæðrafræði. 7. Glósur úr ýmsum fyrirlestrum. 8. Antenatal care eftir J. C. McClure Browne og Geoffrey Dixon. 9. Fósturvemd, grein eftir Jón Hannesson, lækni. 10. Fyrirmæli um OCT — próf eftir Sigurð S. Magnússon prófessor. 11. Grein um Lecithin/sphingomyeline hlutfall í legvatni eftir Gunnar Biering barnalækni. 12. Grein um mataræði vanfærra kvenna, eftir Auðólf Gunnarsson lækni, Helgu Hreinsdóttur manneldisfræðing, samin í samráði við prófessor Sigurð S. Magnús- son. HJÚKRUN 19

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.