Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Page 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Page 41
Samþykkt fundarins Samvinna norrænna hjúkrunar- fræðinga (SSN) hélt fulltrúafund á Hótel Munkebjerg í Vejie, og hafði sem aðalumræðuefni „forgangs- verkefni innan heilbrigðisþjónust- unnar". A Norðurlöndum hefur notkun fjár- magns á sviði heilbrigðismála á síð- ustu áratugum, farið ört vaxandi. Þessi aukna notkun fjármagns, þar með talin þörf fyrir fleira starfsfólk, hefur einkum orðið á starfsemi sjúkrahúsanna innan heilbrigðis- þjónustunnar. Vegna áhrifa efnahagskreppunnar hafa stjórnmálamenn hin síðari ár, fyrst og fremst af fjárhagsástæðum, rætt endurskipulagningu heilbrigð- ismála. Arangur þessara umræðna hefur orðið sá, að nauðsyn bæri til að auka heilsuvernd innan heil- brigðisþjónustunnar, samtímis því að draga úr hraða hækkandi kostn- aðar innan sjúkrahúsanna. SSN hefur valið þetta umræðuefni til þess að norrænir hjúkrunarfræð- ingar verði betur undir það búnir að taka virkan þátt í lausn þeirra mörgu vandamála sem bundin eru endurskipulagningu þessara mála. í flestum hinna norrænu landa virð- ist stefnan vera sú, að stjórnvöld þau, sem ákvörðunarréttinn hafa, álíta að mennta eigi enn fleiri nýja starfshópa til þess að taka við verk- efnum heilsuverndar innan heil- brigðiskerfinsins. Álit SSN er að þessi stefna sé hættu- leg og hafi óþarfa eyðslu í för með sér, þar sem heilbrigðisþjónustan ræður þegar yfir starfsfólki á því sviði sem þörf er á. Þó með þeim fyrirvara, að ábyrg stjórnvöld láti sér skiljast, að þá grunn- og fram- haldsmenntun sem fyrir hendi er, verði að taka til endurskoðunar í samræmi við kröfur samfélagsins til þjónustu á sviði heilsugæslu. Frá sjónarhóli SSN hefur það úr- slitaþýðingu, að hjúkrunarfræðing- Svanlaug Árnadóttir formaður HFÍ var á fundinum kjörin 2. varaformadur SSN. ar taki þátt í áætlanagerð og ákvörðunartöku, svo að því stefnu- marki innan heilbrigðismála verði náð — að efla heilbrigði fremur en að meðhöndla sjúkdóma. I lok fundarins leitaði blaðið álits nokkurra íslensku fulltrúanna. A þessum fundi komst þú inn í stjórn SSN, sem varamaður Svan- laugar Árnadóttur. Hvernig leggst það í þig? — Jú, það leggst vel í mig og ég er mjög ánægð með þetta tækifæri til að kynnast á þennan hátt norrænu samstarfi. Það er sannfæring mín að mjög jákvætt er fyrir Hjúkrunar- félag íslands að taka þátt í norrænu samstarfi á þessum grundvelli. Það eru mikið til sömu baráttumál og sömu vandamál sem á döfinni eru í hverju landi, og því styrkur og stoð að hittast reglulega og ræða málin. Þetta eru nú reyndar ekki fyrstu stjórnarfundirnir í SSN sem ég sit, sem varamaður Svanlaugar, því í fyrra í Rönneberge Kursgárd í Sví- þjóð, sat ég á þeim fundum með Svanlaugu í forföllum Maríu Pétursdóttur. Þó þetta væri ekki mínir fyrstu stjórnarfundir fann ég greinilega að enn er langt í land að ég sé öllum málum kunnug. SSN sem bandalag hefur samband við hin ýmsu samtök innan Norður- landanna og utan. Má þar nefna „Nordens fackliga Samorganis- ation,“ „PCN“, Permanent Stand- ingCommitteeofNursesintheEEC. EinnighefurSSN fulltrúaíICN (In- ternational Counsil of Nurses), sem nú situr í stjórn samtakanna, og tek- ur þáttí ýmsu samstarfi sem fer fram á milli hjúkrunarstarfsliðs í Evrópu, má m.a. nefna „European Nursing Group", en í því sambandi starfa m.a. fulltrúar frá: Belgíu, Dan- mörku, Vestur-Þýskalandi, Finn- landi, Grikklandi, ísrael, Ítalíu, Júgóslavíu, Hollandi, Noregi, Pól- landi, Bretlandi, Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi og Austurríki. Aðalfulltrúar í stjórn SSN skiptast síðan á um að vera fulltrúar SSN á þeim ráðstefnum sem haldnar eru innan hinna ýmsu sambanda sem að ofan eru talin. Þó að HFÍ sé aðili að ICN, þá eru tengslin við umheiminn fyrst og fremst í gegnum SSN og það sem HFÍ getur byggt mest á. Á þessum stutta ferli mínum innan SSN, þá finnst mér ég þegar hafa orðið vör við vaxandi þróun. í þá átt að gera SSN að virkari bandalagi fyrir meðlimi aðildarfélaganna. Fyrirhugað er t.d. að bjóða upp á námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga. Á stjórnarfundinum nú í september sl. var ákveðið að halda tvö nám- skeið fyrir hjúkrunarfræðinga. Fyrra námskeiðið verður haldið í Svíþjóð9.-1 l.apríl 1980ogerætlað fyrir hjúkrunarfræðinga í stjórnun- arstöðum (deildarstjóra). Seinna HJÚKRUN 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.