Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 43
Hvað er þér efst í huga að loknum fulltrúafundi SSN? — Það sem mér er efst í huga eftir þennan fulltrúafund SSN er, í fyrsta lagi frábærar móttökur danska hjúkrunarfélagsins, í öðru lagi það mannlega og hlýja anddrúmsloft sem þar ríkti og í þriðja lagi afar áhugavert og mikilvægt umræðu- efni. Ég sannfærist alltaf betur um það mikilvæga hlutverk sem sam- starf hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum hefur. Ég vil í stuttu máli greina frá helstu niðurstöðum sem minn umræðuhópur komst að varð- andi þær spurningar sem fyrir okk- ur voru lagðar. Spurningamar voru þessar: 1. Er hægt að auka heilsugæslu utan sjúkrahúsa og um leið skera niður sjúkrahúskostnaðinn. 2. Hvaða svið heilsugæslunnar utan sjúkrahúsa ber að leggja áherslu á og hvernig á að haga þátttöku hjúkrunarfræðinga í mótun og upp- byggingu þeirra. Varðandi fyrri spurninguna komst umræðuhópurinn að þessum niður- stöðum. 1 a) Að leggja bæri áherslu á að efla heilbrigði í staðinn fyrir að með- höndla sjúkdóma, með því móti mun í framtíðinni þurfa minna fjár- magn í rekstur sjúkrahúsa. b) Með bættri heilbrigðisfræðslu getum við bætt heilsu þjóðarinnar. c) Með bættu skipulagi er hægt að stytta innlagnir og jafnframt tryggja að sjúklingurinn fái rétta meðferð. Hægt er að nýta betur núverandi stofnanir, með skynsamlegri skipu- lagningu og samnýtingu. d) Með hagræðingu er hægt að komast hjá tvíverknaði í rannsókn- um á sjúklingum, sem leggjast inn á spítala, t.d. með því að hafa sam- vinnu milli heilsugæslustöðvanna og sjúkrahúsanna. Varðandi seinni spurninguna kom- umst við að þessum niðurstöðum: a) Hjúkrunarfræðingar sem ein- staklingar og þeirra stéttarfélög ættu að hafa áhrif á þróun heil- brigðisþjónustunnar. Það krefst þess að hjúkrunarfræðingar komi á framfæri þekkingu sinni og reynslu á þann hátt að það nái til stjórn- valda. b) Hópurinn lagði áherslu á að þekkingu hjúkrunarfræðinga beri að nota í öllu skipulagsstarfi, hvort sem um er að ræða íbúðarsvæði, umferðamál, leiksvæði, tómstunda- mál. skipulagningu vinnustað o.fl. gera hjúkrunarfræðinginn hæfan til að stunda hjúkrun, kennslu og stjórnun, hvort sem er á sviði heilsugæslu eða á sjúkrastofnunum. Telur þú ávinning fyrir HFÍað vera í samtökum eins og SSN? Margir sjá eflaust í kostnaðinn við fundi eins og þennan, en ég tel slíkt samstarf mikilvægt. Þar fáum við tækifæri til að skiptast á skoðunum og fræðast hvert af öðru um gang mála í einstökum löndum. Samtök sem þessi eiga einnig að geta veitt styrk við að koma fram málum stéttarinnar, en mér finnst einmitt SSN megi láta meira til sín taka, að kynna þurfi samtökin bet- ur, ávinna þeim meiri viðurkenn- ingu, svo það verði mikils virði að hafa samþykkt eða stuðning frá SSN upp á vasann. Hvert var helsta umrœðuaefni íþín- um hópi? Umræðuhópurinn sem ég tók þátt í fjallaði um hvort næg áhersla væri lögð á þátt heilsugæslu í námi hjúkrunarfræðinga og hvaða kröfur skuli gera til grunn-, framhalds- og eftirmenntunar þeirra með tilliti til vaxandi starfsemi á sviði heilsu- gæslu. Það kom áberandi fram hve þessi þáttur skipar lítið rúm í grunnnámi allra Norðurlandanna, en það hins vegar miðað við hjúkrun innan sjúkrahúsa. Aðalinntakið úr niðurstöðu hóps- ins var, að grunnnámið ætti að veita nemendum víðtæka þekkingu á heilbrigði á öllum aldursskeiðum og skyldi miðað við hjúkrun óháð starfsvettvangi. Grunn- og framhaldsnám eiga að Hvert var meginatriði í niðurstöðum starfshópsins sem þú sast í? — Að leggja ber áherslu á að það sé í höndum hjúkrunarfræðinga að skipuleggja tengsl milli heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu, til heilla fyrir sjúklinginn/skjólstæðinginn. Hópurinn var sammál um að notk- un hjúkrunarferlis væri vænlegasta leiðin til þess að koma slíku sam- bandi á, þannig að hjúkrunarvið- fangsefnin sem skjólstæðingurinn hefði í heilsugæslunni, fylgdu hon- um inn á sjúkrahúsið og þau sem hann hefur á sjúkrahúsinu og ekki eru leyst þar, fylgi honum aftur út í heilsugæsluna til áframhaldandi hjúkrunar. Ennfremur var hópur- inn sammáia um að hjúkrunarfræð- ingar hvers lands yrðu að finna hag- kvæmustu tjáskiptaleiðina. HJÚKRUN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.