Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 53

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 53
Fréttir og tilkynningar Ritkynning Eftirtalin rit hafa verið send Hjúkrunarfélagi íslands og vill ritstjórn tímaritsins vekja athygli hjúkrunarfrœðinga á þeim: „Kunskapsbehov í omvárdnadsar- bete och kunskapskrav í várdut- bildning“, doktorsritgerð eftir Britt Johansson. Gefin út í Gautaborg 1979. Út- dráttur á ensku fylgir í bókarlok. Ritgerðin fjallar um þróun hjúkr- unarmenntunar og kröfur þær sem gerðar eru til menntunar hjúkrun- arfræðinga nú á tímum. „Sygeplejens udvikling og kultur- historiske baggrund“ Kennslubók handa hjúkrunarnem- um, útgefin af Dansk Sygeplejerád 1978. Helstu þættir bókarinnar eru þessir: 1) Heilsugæsla, hjúkrun og læknis- störf frá fornöld til um 1800 2) Heilsugæsla og hjúkrun frá um 1800 tilum 1940. 3) Þróun eftir síðari heimstyrjöld- ina. 4) Félög og alþjóðasamtök. 5) Hin siðferðilega ábyrgð hjúkr- unarfræðinga. „Demokratisk skoleadministra- sjon“ eftir Helgu Dagsland. Gefin út í Osló 1979. Bókin fjallar um stjórnun sem byggist á rannsókn á þrem hjúkrunarskólum sem gerð var fyrir norsku uppeldisfræði- stofnunina. Niðurstöður þessara rannsókna gilda einnig fyrir alls konar menntastofnanir, opinbera skóla og fyrirtæki. „Sygeplejen — et erhverv med rige muligheder“ Ágætt kynningarrit fyrir þá sem hyggja á hjúkrunarnám. Gefið út af Dansk Sygeplejerád 1979. „Sundhedsplejerske-besöget í 4 árs alderen“ Rit þetta er eftir tvo danska hjúkr- unarfræðinga, Birgit Andreassen og Lise Sjörslev, og gefið út af Dansk Sygeplejerád, Kaupmanna- höfn 1979. Nýstárleg rannsókn á heilsugæslu barna á fjórða ári byggð á heimsóknum heilsuverndunar- hjúkrunarfræðinga til barnafjöl- skyldna í Korsör í Danmörku. „The Care of the Drug Dependent Woman and Her Infant“ fjallar um aðstoð við verðandi mæður og ungabörn þeirra sem háðar eru eiturlyfjum. Bókin er skrifuð af nokkrum læknum sem vinna við fylkisháskólann í Wayne Hutzel sjúkrahúsið í Detroit í Michigan- fylki. Útgefandi er Department of Public Health í Michigan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út skýrslu til kennslu í gerð fjölskylduáætlana við lækna — hjúkrunar- og ljós- ntæðraskóla í nokkrum löndum Evrópu. Hjartavernd hefur sent frá sér skýrslu um athuganir á blóðþrýst- ingi íslenskra karla á aldrinum 34- 61 árs. Einnig skýrslu um niður- stöður hóprannsókna sem gerðar hafa verið á vegum Hjartaverndar. öll þessi rit liggja frammi á skrif- stofu Hjúkrunarfélags íslands og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að notfœra sér þá góðu lestrarað- stöðu sem félagið getur nú boðið upp á. Til minningar um Ingibjörgu J. Thoroddsen, en hún var mikill velunnari hjúkrunarstéttar- innar, fœrðu systurnar Purídur og Arndís Þorvaldsdcetur HTÍ að gjöf lóðaklukku og útsaumaða klukkustrengi og púða. Á myndinni sést Puríður Porvaldsdóttir t.h. afhenda Svanlaugu Árnadóttur formanni HFI, gjafirnar. Gefendum voru fœrðar hinar bestu þakkir. HJUKRUN 41

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.