Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 55
unn Jónsdóttir og Jóhanna Hólm-
steinsdóttir fluttu af þeim stofnun-
um á árinu. Tóku þá Valborg Arna-
dóttir og Ragnhildur B. Jóhanns-
dóttir þeirra sæti í trúnaðarráði.
Eftir er að tilnefna fulltrúa frá skól-
unum í trúnaðarráð.
Að loknu erindi sínu um uppbygg-
ingu trúnaðarmannakerfisins og
tölvuvæðingu innan heilbrigðis-
þjónustunnar kynnti Pálína Sigur-
jónsdóttir Pál Braga Kristjónsson
frá I.B.M. sem ræddi og skýrði at-
riði varðandi gagnasöfnun í tölvu-
væðingu.
Að því loknu var unnið í hópum að
verkefnum varðandi fyrirlestrar-
efni fundarins og skilað niðurstöð-
um. Nánar verður gerð grein fyrir
niðurstöðum í næsta blaði Hjúkr-
unar.
Fundarstjóri var Þórdís Sigurðar-
dóttir og fundarritari Ragnhildur B.
Jóhannsdóttir.
Á fundi trúnaðarráðs 29. nóvember
1979 var Þórdís Sigurðardóttir kos-
inn formaður, varaformaður Ást-
ríður Tynes og ritari Ragnhildur B.
Jóhannsdóttir.
Frá skólunum hefur María Ragn-
arsdóttir, kennari við Sjúkraliða-
skóla íslands, verið tilnefnd í trún-
aðarráð.
Pá urðu þær breytingar á fundinum
að Theodóra Thorlacíus fulltr. Víf-
ilsstaðaspítala gekk úr ráðinu að
eigin ósk og tók Steinunn Einars-
dóttir hennar sæti í trúnaðarráði.
Frá skrifstofu HFÍ
Hjúkrunarfræðingar munið að til-
kynna breytt heimilsföng og breyt-
ingu á vinnustað.
Unnið hefur verið að því í haust að
koma félagaskrá HFÍ í tölvu, og er
því mjög mikilvægt að breytingar á
heimilsfangi og vinnustað verði til-
kynntar til skrifstofu HFÍ jafnóð-
um, svo félagskráin verði sem rétt-
ust.
Medfylgjimdi myndir voru teknar á Hvitabandinu.
Efri mynd f.v.: Ingibjörg Árnadóttir, túlkurinn Lee og Ása St. Atladóttir.
Neðri myndin sýnir nokkurn lilula Vietnamanna.
Ljósm.: Jón Ólafsson.
Flóttafólki veitt hæli á íslandi
Samþykkt var af Alþingi íslendinga
að taka á móti Vietnömsku flótta-
fólki, og Rauða Krossi íslands falið
að annast framkvæmdir.
Kom hópurinn til landsins 20. sept-
ember sl. Um var að ræða 34 menn,
þar af 13 ung börn, ásamt ungling-
um.
Var fólkið fyrst flutt á Hvítabandið
þar sem það dvaldist nokkra daga
og var að vonum mjög þrekað eftir
dvölina í flóttamannabúðunum
ásamt löngu og erfiðu ferðalagi.
Ása St. Atladóttir varaformaður
HFI og Ingibjörg Árnadóttir rit-
stjóri, fóru í hcimsókn til fólksins
fyrir hönd félagsins og buðu það
velkomið til landsins.
Vonandi á fólkið eftir að venjast og
fella sig við okkar hætti og veðurfar.
Það skyldi þó engan undra þó það
tæki tíma.
María Heiðdal hjúkrunarfræðing-
ur, ásamt fleirum, hefur séð um
heilsugæslu og hjúkrun fólksins.
Hefur hún haft ærið verk að vinna.
HJÚKRUN
43