Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Síða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Síða 10
Þessar upplýsingar segja okkur mikið um líf barnsins. við kynnumst þörfum þess. við hvernig lífsskilyrði það býr og hvers má krefjast af því. Þannig getum við myndað okkur skoðanir á ástandi barnsins og hvernig það er undirbúið andlega fyrir sjúkrahúsleguna. Þeir sem annast barnið mest á sjúkrahúsinu eru öruggari í um- gengni við það og þurfa ekki að spvrja hvern annan og vera í vafa. Það er hægt að ganga beint til verks og gera það fyrir barnið sem það er vant. t.d. ef það vaknar á nóttunni eða getur ekki sofnað á kvöldin. Samband milli hjúkrunarfræðings. sjúklings og aðstandenda verður mun betra. Þetta myndar gagn- kvæmt traust. Móðir leitar frekar til þeirrar manneskju sem gefur sér tíma til að setjast niður og hlusta og sem hefur áhuga á barninu. Þetta veitir að- standendum örvggi. þeir geta betur t jáð sig og eru ekki eins hræddir við að fela okkur umsjá barnsins. Hvað barninu sjálfu viðvíkur. þá er það andleg röskun að meira eða minna leyti að fara úr sínu daglega umhverfi inn á sjúkrahús. Á þetta aðallega við um börn á aldrinum 1 árs til 5 ára. þar sem ekki er hægt að útskýra þetta fyrir þeim. þau eru hrædd og þau vantar eitthvert hald- reipi. Þetta er oftast hægt að yfirvinna á auðveldan hátt. t.d. ef barnið kynn- ist betur einni sérstakri manneskju. I mörgum tilfellum myndar það frekar tilfinningatengsl og er líkara sjálfu sér ef það sér að fólkið í kringum það hagar sér líkt og fólkið heima og gerir hlutina líkt. Við byrjuðum að kynna upplýs- ingasöfnunina á deildinni í mars síðastliðnum og var þetta síðan út- skýrt fyrir starfsfólkinu öllu. lið fyrir lið. þar til allir skildu tilgang- inn. Ég held því fram að þetta hafi tekist vel hjá okkur og sérstaklega H HJÚKRUN 3 '4/ao - 56. árgungur vegna þess að allir voru með frá byrjun og skildu tilganginn. Jafnt og þétt hefur þetta orðið liður í bættri hjúkrun á deildinni og þykir sjálfsagt og ekki hægt að komast hjá því að hafa þetta í notkun. I byrjun voru ýmsir erfiðleikar sem að steðjuðu. Starfsfólkið var ekki á eitt sátt um gildi skrárinnar. en þegar á reyndi og smávegis reynsla kom á þetta. sá það hvað mikið gagn það gerði. Einnig þurfti að út- skýra hvert atriði vel til að skilja þýðingu hvers þeirra um sig. Fyrst í stað voru aðstandendur spurðir um öll atriði strax við komu og gat það tekið dágóðan tíma. síðan kom læknir sem spurði mikiö um sömu atriðin. Fannst fólki töluvert þreyt- andi að svara sömu spurningunni mörgum sinnum. Við fikruðum okkur áfram og tókum upp þann hátt að útfvlla aðeins einstaka þátt fyrst og setjast síðan niður með barninu og móðurinni. þegar þau voru búin að átta sig á deildinni og mesta spennan við innlögnina var yfirstaöin. Gott er að setjast niður á einhverjum rólegum stað. t.d. nota- legu horni í leikstofunni. þegar hvíldartíminn er og tala við barnið. fá upplýsingar og kynnast því. Oft er það hópstjóri þeirrar stofu sem barnið leggst á. sem fær þetta í hendur. Mjög nauðsynlegt er að lækpar not- færi sér upplýsingarnar úr skránni. bæði til að þurfa ekki að tvítaka spurningarnar til foreldra og líka til að samstarfið sé gott. Sumir læknar hafa séð notagildi skrárinnar og notfæra sér hana. aðrir ekki ennþá, en það kemur með tímanum. Jafnt og þétt er upplýsingasöfnunin orðin að raunveruleika hjá okkur og er þetta skref í átt að því sem koma skal. þ.e. ferlinu sjálfu. Með tímanum hefur það sannast fyrir okkur að þetta er skref að auk- inni og bættri einstaklingshjúkrun, og er ekki vafi á því að starfsfólkið fær meira út úr sinni vinnu og er öruggara í sínu fagi. að ég tali svo ekki um sjálfan sjúklinginn. hversu mikið þetta er honum í hag. Ólöf Hafliðadóttir deildarstjóri Hjúkrunarferlið í framkvæmd Fvrir ári síðan var bvrjað að halda námskeið í hjúkrunarferlinu fvrir hjúkrunarfræðinga á Landspítal- anum og varð deild 2 í Hátúni fyrir valinu til að hrinda hjúkrunarferl- inu í framkvæmd. Um síðustu áramót var farið að vinna að breytingum á hjúkrunar- þjónustunni. Þetta gekk hægt í fvrstu. en um mitt sumar 1979 voru málin komin ísæmilegt horf. Það skal tekið fram að þetta er al- gjör frumraun. Hjúkrunarferlið á eftir að þróast og verða. eftir því sem skilningur vex og fleiri verða virkir í notkun þessa starfsháttar. mikilvæg hjálp við hjúkrun. Rétt er að athuga að oft eru notuð mismun- andi hugtök yfir sama þáttinn í ferl- inu. Ég hef verið beðin að koma með dæmi af deildinni hvernig hjúkrun- arferlið er útfært. HJÚKRUNARSKRÁ fyrir: Jón Jónsson. f. 5/10 1898. fyrrverandi skrifstofustjóri. Asíœða til innlagningar: Þann 5. febrúar 1979 kemur sjúkl- ingur frá heimili sínu á sjúkrabör- um. Ástæða til innlagningar: 1) Til að hvíla eiginkonu, 2) vökvaskort- ur. Upplýsingar eru fengnar þann 7. febrúar frá eiginkonu og við athug- anir hjúkrunarfræðings.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.