Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Page 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Page 11
Fyrri sjúkrahússlegur: Sjúklingur lá á Borgarspítalanum fyrir níu árum vegna prostataað- gerðar og fyrir tveim árum á Landa- koti til rannsóknar. Niöurstaða þeirrar rannsóknar var vaxandi heilabilun. Sálrænt ástand: Jón gerir sér ekki grein fyrir ástandi sínu. Hann svararer talað er til hans og segir til nafns. fæðingardags og árs. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og hefur gaman af þegar talað er um gömlu félagana og hann sér rnyndir af þeim. Sjúklingur vinnur oft á móti. þegar verið er að sinna honum. en er rólegur og glað- legur þess á milli. Félagssaga: Sjúklingur býr ásamt eiginkonu í eigin íbúð. sem er hæð í tvíbýlishúsi. við góðar aðstæður. Þau eiga þrjú börn. tvo syni og eina dóttur. Annar sonurinn býr úti á landi en hin tvö hér í bænum. Þau eru öll gift og í góðri atvinnu. Eiginkonan er við góða heilsu og heíur hún sinnt manni sínum af miklum dugnaði í veikindum hans. en er nú orðin hvíldarþurfi. Andlegt ástand: Jón er mjög trúaður að sögn eigin- konu og heldur hann oft á Nýja Testamentinu og virðist lesa. Líkandegt ástand: Skynjun: Sjón er sæmileg. Notar gleraugu. Heyrn skert. en samt er hægt að tala við sjúkling í venjulegri tónhæð. ef talað er skýrt. Mataræði og næringarástand: Sjúklingur er með gervitennur. sem eru nokkuð lausar og á því erfitt með að tyggja. Hefur hann haft hvngingarörðugleika undanfarið og hefur því ekki fengið næringu sem skvldi. Á ekki gott með að drekka þunnfljótandi. vill svelgjast á. Sjúklingur er á fljótandi fæði. Er honum illa við hafragraut en finnst súrmjólk góð og kann vel að meta pilsner. Var hann áberandi þurr við komu á deildina. bæði á húð og slímhúð. Sjúklingur er fremur grannholda. meðalmaður á hæð og vegur 68 kg. Úrgangsefni: Sjúklingur er inconti- nent á þvag og hægðir vegna dementín. hægðir hafa verið tregar og hefur hann þurft microlax af og til heima. en ekki önnur hægðalyf. Svefn: Jón hefur átt í erfiðleikum með svefn í mörg ár og hefur átt vanda til að snúa sólarhringnum við. Hann hefur því notað svefnlyf í mörg ár og undanfarið haft cap. Dalmadorm 30 mg. ogtabl. Melleril 25 mg. vesp. Hefur hann ekki notað önnur lyf að undanförnu. Hreyfigeta: Sjúklingur stígur í fæt- urna með aðstoð tveggja. Er hann nokkuð krepptur í hnjám og mjöðmum svo og í olnbogum. Hjúkrunargreining: Út frá þessum upplýsingum voru greind og sett fram eftirfarandi vandamál þann 7. febrúar 1979: 1. Kvngingarörðugleikar: Kyng- ingarörðugleikarnir stafa senni- lega af aukaverkunum lyfja. Markmiðið er að sjúklingurinn geti nærst eðlilega. án þess að honum svelgist á. Tillögur til úr- lausnar (fyrirmæli hjúkrunar- fræðings): Tveir lítrar á sólar- hring per. os.. gefið á 30 mín- útna fresti vfir daginn. Vökvinn sé þykkfljótandi. Sjúklingur sitji uppi. 2. Samvinnuörðugleikar vegna dementíu: Miðað er að því að fá fram samvinnu sjúklings við meðferðina. Hjúkrunarfyrir- mæli: Tala rólega þegar verið er að sinna honum og endurtaka stöðugt hvað hann eigi að gera næst. 3. Incontinence vegna dementíu: Stefnt skal að því að halda sjúkl- ingi þurrum með reglulegum salernisferðum, á tveggja tíma fresti að deginum og tvisvar að nóttu. 4. Skert hreyfigeta vegna rúmlegu undanfarið: Markmið er sett þess efnis að sjúklingur gangi hjálparlaust. Skammtíma mark- mið: Gönguferðir með aðstoð tveggja. Hjúkrunarfyrirmæli: a. Gönguæfingar í sambandi við salernisferðir. b. Lengri göngu- æfingar þrisvar á dag. c. í sam- ráði við lækni fer sjúklingur í réttiæfingar hjá sjúkraþjálfara. 5. Hægðatregða vegna hreyfingar- leysis og óheppilegs mataræðis sökum kyngingarörðugleika: Það eðlilega fyrir viðkomandi sjúkling er að hafa hægðir annan eða þriðja hvern dag. Til lausnar þessum vanda gefur hjúkrunar- fræðingurinn fyrirmæli um aukna hreyfingu og vökvainn- tekt sem fyrr segir og hægðalyf ef þess gerist þörf. 6. Erfiðleikar með svefn: Mark- miðið er að sjúklingur sofi sex til átta tíma að nóttu án svefnlvfja. Hjúkrunarfræðingur gefur fvrir- niæli um nána observation að nóttu og að reyna ýmsar aðferð- ir á undan lyfjagjöf. 7. Þarf fullkomna hirðingu. ENDURMAT Eftir mánaðartíma, 9. mars, er ástand sjúklingsins endurmetið. Hvernig hefur tekist til? Hvaða ár- angri höfum við náð og hverju þarf að breyta? Nú er skrifaður hjúkr- unarannáll um hvert vandamál eða þarfir sjúklings og ef ný vandamál hafa komið í Ijós er þeim bætt við. I. Kyngingarörðugleikar: Strax við komu á deildina var allri lyfjagjöf hætt og fljótlega fór að ganga betur að láta hann drekka HJÚKRUN 3 "4/ðo - 5(i. úrgangur 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.