Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Page 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Page 12
og borða. Var hann settur á maukfæði. Nýtt markmið: Sjúklingur borði sjálfur. Hjúkr- unarfyrirmæli: Tilreiða matinn vel fvrir sjúkling og hvetja hann til að borða sjálfan. undir eftirliti þó. 2. Samvinna: Gengur hún mjög misjafnlega. Oftast er hann meðfærilegur en þess á milli sýnir hann mikinn mótþróa. Fvrirmæli óbreytt. 3. Þvaglát: Tekist hefur að halda sjúklingi þurrum með regluleg- um salernisferðum. Kom í Ijós að hann þurfti tiltölulega sjaldan að kasta af sér þvagi, eða ca. fjórum sinnum á dagogtvisvará nóttu, þ.e. frá kl. 20.00 til 08.00. Hjúkrunarfyrirmæli: Fækka sal- ernisferðum niður í fjórar á dag og tvisvar á nóttu. 4. Hreyfigeta: Strax við komu á deildina var farið að láta hann ganga og sitja í stól í smátíma daglega. Hefur fengið réttiæf- ingar. Gekk fyrst með aðstoð tveggja. en eftir 3 vikur með að- stoð eins. Hjúkrunarfyrirmæli: ti) Fjölga lengri gönguæfingum í x5 á dag. b) Sjúklingur æfi sig í að ganga stiga. 5. Hægðatregða: Sjúklingur er fljótlega settur á Svr. Dnplialc 15 ml. x2. Hefur nú hægðir nokkuð reglulega 2-3 í viku. Þarf stöku sinnum microlax. 6. Svefn: Hefur sofið vel án lvfja. Hefur því ekki verið vandamál hér. 7. Hirðing: Þar sem mikil framför hefur átt sér stað. er stefnt að því að hann þvoi sér sjálfur um and- lit og hendur. ENDURMAT 11. APRÍL 1979: 1. Kyngingarörðugleikar: Borðar maukfæði hjálparlaust. 2. Samvinna: Ástand óbreytt. 10 HJÚKRUN 3-'V» - 5f>. árgangur 4. Hreyfing: Hreyfing í hnjám er orðin nokkuð eðlileg og gengur nú hjálparlaust. 7. Hirðing: Ekki hefur tekist að láta hann þvo sér sjálfan. LOKAORÐ Engin ný vandamál hafa komið upp eftir innlögn og sjúklingur er í stöð- ugri framför þegar þetta er skrifað. Svava Þóra Þórðardóttir hjúkrunarfr. B S. Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur n Könnun á notkun hjúkrunarferlisins INNGANGUR í maí 1979 var farið af stað hér á Borgarspítalanum með tilraun á að innleiða framkvæmd hjúkrunar með hliðsjón af þáttum hjúkrunar- ferlisins. Áður hafði farið fram fræðsla fyrir hjúkrunarfræðinga um þetta og eyðublöð verið hönnuð. Tilraun þessi hófst á þremur deild- um samtímis. Til að kanna árangur þessarar tilraunar var gerð rann- sókn sú er hér birtist. Hvert þrep hjúkrunarferlisins þarfnast mikillar þekkingar og leikni. Það sýnir þekkingu eða vöntun hennar. vegna þess að það þarfnast niðurstaðna eftir greiningu upplýsinga. þ.e. meta þarf hvaða stefnu áætlun á að taka hverju sinni. Skrásetning felur í sér hættu og ger- ir einstaklinginn ábyrgan. Við höf- um velt því fyrir okkur, hvort hjúkrunarfræðingar vanmeti sig svo að þeir vilji ekki bendla nafn sitt við það sem þeir gera. Ef hjúkrunar- fræðinga vantar þekkingu og lcikni. hljóta þeir litla uppörvun fvrir til- raunir sínar. Þetta veldur því að þeir gefast upp. Til afsökunar er tímaskortur nefnd- ur. Þeir vilja frekar vinna en hugsa. Deilt er á hjúkrunarferlið fyrir að það bjóði m.a. upp á aukna pappírs- vinnu. en við vonum að sú skoðun eigi eftir að breytast eftir umræð- urnar í dag. Annað atriði. sem veld- ur erfiðleikum í notkun hjúkrunar- ferlisins. er að hjúkrunarfræðingar eru enn að berjast við þá hefð að hjúkrunarfræðingar séu aðstoðar- menn lækna. Þeir hjúkrunarfræðingar. sem ekki eru vissir um hlutverk sitt og vald. eiga í erfiðleikum með notkun hjúkrunarferlisins vegna þeirrar ákvarðanatöku sem í því felst. Hópvinna er leið til að bæta úr byrjunarörðugleikunum. Þar eru ræddir þættir ferlisins. undir stjórn e.s. sem meiri þekkingu hefur. til að koma í veg fvrir að hjúkrunarfræð- ingur standi einn að baki ákvörð- unartöku. Einnig eru góðar upp- sláttarbækur á deildum nauðsvn- legur stuðningur. Morkmið í upphafi könnunarinnar voru sctt 3 markmið: 1. Kanna hvað hjúkrunarfræð- ingum finnst skipta máli í upp- lýsingasöfnun og úrvinnslu. 2. Finna hvaða þætti þyrfti helst að bæta með aukinni fræðslu. 3. Finna vankanta á þeim eyðu- blöðum sem nú eru í notkun. Aðferð Urtak var tekið úr hópi inniliggj- andi sjúklinga á einni deild og mið- ast við upphaf notkunar ferlisins, þ.e. 15. maí 1979, og til þess dags sem athugunin var gerð. þ.e. 26. október 1979. Alls höfðu innskrif-

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.