Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Qupperneq 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Qupperneq 23
MINNING Stríðinu er lokið, góður vinur er horfinn. Elín Anna Sigurðardóttir, heilsu- verndarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri við ungbarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur, lést 20. þ.m. Elín var fædd 24. okt. árið 1929 að Litlu-Giljá, Sveinsstaðahreppi, A,- Hún., dóttir Sigurðar Jónssonar bónda þarog Þuríðar Sigurðardótt- ur, en þau eru bæði látin. Elín ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt stórum systkinahópi. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1953 og framhalds- námi í heilsuvernd frá Statens Helsesosterskole, Osló, árið 1956. Hún starfaði við hjúkrun um tíma bæði í Danmörku og Noregi, en frá árinu 1955 starfaði hún við barna- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur allt til dauðadags. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Olafur H. Óskarsson, skólastjóri Valhúsaskóla, Seltjarnarnesi, en þaugiftustárið 1961. Minningamar streyma fram, gáska- full skólaár, þó alvara lífsins væri ávallt á næsta leyti og blasti við okk- ur í starfi og vart hjá því komist að taka þátt í örlögum skjólstæðinga okkar. Á þeim tíma, er við vorum í hjúkr- unarnámi, bjuggu allir hjúkr- unarnemar í heimavist á Landspít- alanum og var þröngt setinn bekk- urinn og þætti sennilega ekki boð- *egt neinum í dag, en þetta varð til þess, að við nemar kynntumst mun nánar. Elín varð fljótt dáð í hópnum, hún Elín Anna Sigurðardóttir heilsuvemdarhjúkrunarfræðingur Fœdd 24. október 1929 Dáin 20. september 1980 var fríð kona, fallegu brúnu augun leiftruðu oft af glettni, en fram- koma hennar öll einkenndist af stillingu og hógværð. Hún minntist oft á glaða æskudaga á góðu menningarheimili, mann- gerð hennar bar þess merki, að hún var komin af sterkum stofnum. Ég kynntist lítillega móður hennar og verður hún mér ávallt minnis- stæð sakir glaðværðar og greindar og hvað hún átti gott með að um- gangast okkur á þeim árum, er um- burðarlyndið er ekki sterkasti þátt- ur í fari unglinga. Elín var ávallt mjög tengd systkin- um og systkinabörnum og vakti yfir velferð þeirra. Elín hafði næman skilning á tilfinningum fólks, úr- ræðagóð, traust og heilsteypt í öll- um samskiptum. Þessir eiginleikar hennar gerðu hana að góðri hjúkr- unarkonu og vöktu aðdáun og virð- ingu samferðafólks og skjólstæð- inga. Atvikin höguðu því þannig, að við urðum samstarfsmenn í mörg ár, betri vinnufélaga gæti ég ekki hugsað mér, hún var áhugasöm í starfi, fylgdist ávallt vel með öllum nýjungum, átti auðvelt með að miðla öðrum af þekkingu sinni og kunnáttu. Ég var einnig svo lánsöm að eiga hana að vini og eftir að hún giftist fengum við, ég og fjölskylda mín, annan góðan vin, þar sem Ólafur var, en hann er mikill mannkosta- maður og drengur góður. Áttum við margar ánægjustundir saman með þeim. Glæsilegt heimili þeirra, höfðinglegar móttökur og vinarþel voru þess valdandi, að maður fór ávallt ríkari af þeirra fundi. Ást og eindrægni virtust sitja í fyrirrúmi og gagnkvæm virðing. Við vinir Elínar vissum vel, hve góðum kostum hún var búin, enda sýndi hún aðdáunarvert þrek og æðruleysi í glímunni við miskunn- arlausan sjúkdóm, sem heltók hana fyrir 4 árum. Ég sendi Ólafi, tengdafólki og syst- kinum innilegar samúðarkveðjur. „Gott er jafnan góðs að minnast, góðum dreng er lán að kynn- ast.“ Fari hún í friði. Pálína Sigurjónsdóttir HJÚKRUN =■•*/»- 56. árgiingur 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.