Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Qupperneq 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Qupperneq 26
SSN Menntun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum Fulltrúafundur SSN 1980 Til fundarins voru kjörnir 37 full- trúar, en í heild sátu hann 85 þátt- takendur frá öllum aðildarfélögun- um. Kjörnir fulltrúar af hálfu HFÍ voru: Svanlaug Árnadóttir, Ása St. Atladóttir, Ingibjörg S. Guð- mundsdóttir, María Finnsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir. Fyrir hönd Hjúkrunarnemafélags íslands sátu fundinn hjúkrunar- nemarnir Olafur Guðbrandsson og Brynja Reynisdóttir. Ennfremur sátu fundinn óvenju margir íslenskir áheyrnarfulltrúar og höfðu þeir tillögurétt. Svanlaug Árnadóttir bauð þátttak- endur velkomna fyrir hönd Hjúkr- unarfélags íslands og sagði þá m.a.: „Á þessum fundi munum við ræða menntun hjúkrunarfræðinga og það hvort menntunin uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í dag. Mennt- unin hefur verið í brennidepli síðan á fyrsta fundi Norrænna hjúkrunar- fræðinga 1920 og er það enn. Þegar litið er yfir 60 ára feril SSN er áberandi af hversu mikilli ábyrgð og framsýni grundvöllurinn var lagður. Frumherjarnir gerðu sér grein fyrir að undirstaða góðrar heilsugæslu og hjúkrunar er góð hjúkrunar- Fulltrúafundur Samvinnu hjúkrunarfrœðinga á Norður- löndum, fór að þessu sinni fram á Flótel Loftleiðum dagana 9.-11. september sl. Aðalumræðuefni var: Menntun hjúkrunarfrœðinga á Norðurlöndum og uppfyllir menntunin þœr kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarfrœð- inga? Fyrirlesarar voru frá öllum Norðurlöndunum. Jafnframt fórufram umræður í hópn- um. Fundinn sátu 85 þátttak- endur, en Samvinnan hefur um 170 þúsund hjúkrunar- fræðinga innan sinna vé- banda. Á fundinum kom fram að nú- verandi menntun uppfyllir ekki þœr kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarfrœðinga. menntun, og nauðsyn þess að hún þróaðist í takt við tímann. Ég tel að við getum öll verið sam- mála um að samfélagsþróunin hef- ur verið mjög hröð, ekki síst á okkar sviði. Framfarir á sviði heilbrigðis- og tæknivísinda hafa verið mjög stór- stígar og þar af leiðandi hafa kröfur til hjúkrunarfræðinga stöðugt auk- ist. Til að fylgja þróuninni og mæta auknum kröfum verða hjúkrunar- fræðingar að hafa mjög góða alhliða menntun, sem stöðugt er í endur- skoðun.“ Toini Nousiainen, formaður SSN, setti fundinn og tilnefndi Gunvor Instebö frá Noregi fundarstjóra, en Ulrica Crone frá Svíþjóð stjórnaði umræðunum um menntunarmálin. Umrœður Tveir fyrirlesarar voru frá hverju landi, annar fulltrúi heilbrigðisyfir- valda viðkomandi lands, hinn hjúkrunarfræðingur. Frá Danmörku: Inger Margrethe Madsen, deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, og Birthe Wernberg- Möller, hjúkrunarfræðingur. Frá Finnlandi: Antti Marttila, 20 HJÚKRUN 3 so - 56. árgungur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.