Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Síða 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Síða 27
Séð yfir fundarsalinn: í rœdustól er Toini Nousiainen, formadur SSN. (Allar myndir meðþessarigrein tók Myndsnuðjan.) deildarstjóri í heilbrigðismálaráðu- neytinu, og Marianne Mustajoki, hjúkrunarkennari. Frá íslandi: Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, og María Finnsdóttir, fræðslu- stjóri Hjúkrunarfélags íslands. Frá Noregi: Egil Willumsen, heil- brigðisráðuneytinu, og Ruth-Turid Pettersen, deildarstjóri í Norsk Sykepleierforbund. Frá Svíþjóð: Börje Hörnlund, þing- maður, og Eva Hellung Strohl, rit- ari Svenska hálso- och sjukvárdens Tjánstemannaförbund. Fyrirlestramir voru allir fjölritaðir og tilbúnir til aflestrar að flutningi loknum. Fyrirlesararnir svöruðu síðan fyrirspurnum og tóku þátt í umræðum. Öll erindin ásamt skýrslum þeim sem undirbúnings- nefndirnar unnu fyrir fundinn og fjalla um hjúkrunarnámið í hverju landi fyrir sig liggja frammi á skrif- stofu HFÍ. Eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að notfæra sér þessi gögn. Niðurstöðunefnd, sem skipuð var einum aðila frá hverju landi, skilaði ekki ákveðnu sameiginlegu áliti, á þeirri forsendu að um mismunandi menntunarstig í löndunum er að ræða, en benti á niðurstöðu full- trúafundar 1979, en þar segir m.a.: ,,í flestum hinna norrænu landa virðist stethan vera sú, að stjórn- völd þau, sem ákvörðunarréttinn hafa, álíta að mennta eigi enn fleiri nýja starfshópa til þess að taka við verkefnum innan heilbrigðiskerfis- ins. Álit SSN erað þessi stefna sé hættu- leg og hafi óþarfa eyðslu í för með sér, þar sem heilbrigðisþjónustan ræður þegar yfir starfsfólki á því sviði sem þörf er á. Þó með þeim fyrirvara, að ábyrg stjórnvöld láti sér skiljast að þá grunn- og fram- haldsmenntun sem fyrir hendi er verði að taka til endurskoðunar í samræmi við kröfur samfélagsins. Frá sjónarhóli SSN hefur það úr- slitaþýðingu að hjúkrunarfræðingar taki þátt í áætlanagerð og ákvörð- unartöku, svo að því stefnumarki innan heilbrigðismála verði náð, að efla heilbrigði fremur en að með- höndla sjúkdóma." Þeir sem sáu um faglegan undir- búning umræðna á fulltrúafundi SSN settu fram fjórar spurningar, sem voru lagðar til grundvallar um- ræðna á fundinum. Fulltrúar hverrar þjóðar fyrir sig leituðust síðan við að gefa svör við þessum spurningum að umræðum loknum. Hér á eftir fara spurningarnar og svör íslensku fulltrúanna við þeim. 1. Aö undanjörnu haja þjóðjélags- legar breytingar átt sér stað á Norðurlöndum. Breytingarnar eru mjög líkar milli landanna og haja þegar hajt og munu haja áhrij á starj og stejnumótun í heilbrigðisstarji þjóðanna. • Á hvern hátt munu þessar breytingar haja áhrij á hlutverk hjúkrunarfrœðingsins? 2. Hvernig þarf að breyta mennt- uninni svo að hún geri hjúkrun- arjrœðinginn hæjari en áður til að: • Takaþátt íheilsuvernd og fyr- irbyggjandi starji? • Taka þátt ísamvinnu við aðr- ar stéttir? • Hafa betri heildarsýn yjir vandamál skjólstœðingsins? C Takust á við breytingar innan eigin starfssviðs? Peir þættir í þróuninni sem við telj- um að muni hafa mest áhrif á hlut- verk og starfssvið hjúkrunarfræð- ingsins í komandi framtíð eru eftir- farandi: HJÚKRUN 3 '4/ao - 5h. drgangur 2 1

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.