Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 8
marki því annars er hætta á að gipsið aflagist, verði lélegt. Sýking eftir aðgerð: Vegna þrýst- ings gips á húð, getur niðurbrot á vefjum átt sér stað, sérstaklega yfir beinum. Hættan er til staðar allan tímann, sem gipsið er notað. Þó kemur sýking í sárum venju- lega fram u.þ.b. 5 dögum eftir að- gerð. Ummerki sýkingar geta þó komið fram innan 48 klst. frá að- gerð. Einkenni: 1. Verkir. Þeir geta varað í nokkra daga eða þangað til að taugaskaði er orðinn það mikill að taugarnar hætta að flytja nokkur boð um sársauka. Þannig þýðir það ekki að allt sé í stakasta lagi þrátt fyrir það að sjúklingur hættir að kvarta undan verkjum. Heldur er um hættuástand að ræða. 2. Fúl, óþægileg lykt frá gipsi eða undan brúnum þess. 3. Útferð í gegnum gips eða frá endum þess. 4. Óútskýrð, snögg hitahækkun (hitatoppar). 5. Heitir blettir á gipsi yfir sýking- arstað. Hitamörk eru ágreiningsefni. En þar sem um bakteríusýkingu er að ræða má búast við hita > 38° C. Börn sveiflast mjög í hita yfir sól- arhringinn (getur munað einni gráðu). Önnur merki sýkingar eru: Roði, staðbundinn hiti, verkir, fyrirferð- araukning og slappleiki. Hjúkrun: Mæla þarf og meta hita svo og að þreifa á gipsi. Einnig er nauðsynlegt að nota lyktarskynið m.t.t. fúllar lyktar. Hlusta þarf á kvartanir sjúklings og meta þær með sýkingu í huga. Ef hiti er mik- ill má beita umhverfiskælingu eða hitalækkandi lyfjum til þess að lækka hitann sé það talið æskilegt, en ekki fyrr en búið er að taka afstöðu til meðferðar. Nota skal bragga yfir gips fyrst um sinn eða meðan það er að harðna. B) í kjölfar svæfingar er ávallt möguleiki á bældri öndun, sem eykur líkur á lungnabólgu. Enn aukast líkurnar þegar rúmlega bætist við. Einnig ef notuð eru verkjalyf, sem draga úr öndunar- tíðni og dýpt öndunar. Hjúkrun: Fyrirbyggjandi er að hvetja sjúkling til djúpöndunar og kenna hóstatækni svo sem að láta sjúkling blása upp blöðru eða skurðstofuhanska. Ef í harðbakka slær verður að grípa til markvissr- ar sjúkraþjálfunar. Til þess að meta öndun þarf að telja og meta hana m.t.t. dýptar, tíðni, óhljóða og hósta. Vökvainntekt meiri en viðhalds- vökvun er einnig nauðsynleg til þess að þynna slím og auðvelda sjúklingi að losna við það. Hjúkrunargreining 5 - Rökstuðningur Dvöl á sjúkrahúsi veldur ákveð- inni streitu vegna breytinga á dag- legu lífi, þó svo að líkamsástand barns sé stöðugt. Mismunandi lífs- reynsla og atburðir hafa áhrif á aðlögun barns/foreldra að nýjum aðstæðum. Nauðsynlegt er að hafa í huga hin ýmsu þroskaskeið barna og unglinga samkvæmt kenning- um í félags- og sálarfræði (t.d. Erikson og Piaget) svo og fyrri virkni barns og foreldra. Skort á aðlögun sýnir barnið með t.d. „ótímabærum“ líkamlegum kvörtunum. En þannig yfirfæra þau gjarnan andlega vanlíðan sína yfir á líkamlega líðan. Aðlögunarvandi getur komið fram t.d. sem minnkaður áhugi fyrir nánasta umhverfi s.s. gagn- vart stofufélögum/starfsfólki. Þó ber að hafa í huga mismunandi tjáningarmáta einstaklingsins. Þar sem einn lætur vanlíðan í ljós á opinn hátt með gráti þegar annar gerist þögull og hverfur inn í sjálfan sig. Til að verjast þessu þarf starfs- fólkið að vera vakandi fyrir ein- kennum og notast þar við mat for- eldra/aðstandenda og/eða glögga upplýsingaskrá um skapferli/ áhugasvið barns, og fyrri getu þess (sjáeinnig hjúkrunargreiningu 1). Vanhæfni til aðlögunar foreldra/ aðstandenda að breyttu hlutverki í kjölfar innlagnar barns á sjúkra- hús getur komið fram m.a. sem vanmáttarkennd og/eða að þeir varpa allri ábyrgð yfir á herðar starfsfólks. Til úrræða er að virkja foreldra/aðstandendur í A.D.L. eftir getu þeirra. Með því móti gætu þeir fundið til meira öryggis og sjálfstæðiskenndar, og að þeir séu virkir þátttakendur í því að vinna að bata barnsins. Einnig er sjálfsagt að fræða foreldra/ aðstandendur um gang mála t.d. sjúkdóm/meðferð, og tæki/áhöld sem notuð eru svo að, sem fæst komi þeim á óvart. Hjúkrunargreining 6 - Rökstuðningur Eftir slys og í veikindum er þörf fyrir aukna inntöku og næringar- ríkari fæðu, til þess að mæta þörf- um líkamans fyrir „hráefni til við- gerðar“. Þá bregður svo við að sjúklingur verður oft lystarlaus t.d. vegna verkja, ógleði og uppkasta. Þar á ofan bætist, að við langa legu getur komið fram depurð hjá sjúklingi, sem lýsir sér í lystarleysi. Vegna sjúkdóms í stoðkerfi er aukin þörf fyrir Ca++ sem tekur þátt í uppbyggingu og viðhaldi beina. Helstu uppsprettur Ca++ er í mjólk og mjólkurafurðum, grænu grænmeti, hnetum, hveiti og hrísgrjónum. D-vítamín er nauðsynlegt til upptöku og nýt- ingu á Ca++. Inntekt hitaeininga telst ekki spegla næringargildi fæðunnar. Almennt fæði á sjúkrahúsum verður að teljast nægjanlega nær- ingarríkt til þess að viðhalda vexti 6 HJÚKRUN ‘/fa-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.