Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 13
ferðar klemmunnar. Ákveðið hef- ur verið í samvinnu við fæðinga- deild og sængurkvennadeildir Landspítalans, að breyta nafla- meðferð einu sinni enn í þeim til- gangi sem fyrr að minnka hættu á staphylococcasýkingum á húð ný- bura. Verður notuð teygja á nafla- stúf í stað klemmu og zinkoxid- púður með chlorhexidini þar til stúfur dettur af. Eins og fyrr sagði eru engar tölur í heilbrigðisskýrslum frá 1980-1985 um tíðni blöðrubólu, en Kristín Jónsdóttir læknir á Sýkladeild Landspítalans lét góðfúslega í té yfirlit frá árinu 1982, sem hún tók saman um sýni frá nýbur^deildum Landspítalans og voru jákvæð fyr- ir staphylococcus aureus. Þar kem- ur í ljós að af 2457 börnum, sem fæddust á Landspítalanum 1982 fengu 43 blöðrubólu samkvæmt ræktunarniðurstöðum, en það er 1,7% og dreifist tiltölulega jafnt yfir árið. Til samanburðar er yfirlit innsendra sýna seinni hluta ársins 1985 þ.e.a.s. eftir að breyting á böðun hafði átt sér stað. Þar kom í ljós að af 1113 börnum, sem fædd- ust á Landspítalanum 1. maí 1985- 31. okt. 1985, fengu 2 blöðrubólu samkvæmt ræktunarniðurstöðum, bæði í maímánuði, en það er 0,8%. Samkvæmt álitsgerð American Public Health Association árið 1970 er líklegt að klasasýklafar- aldur sé í aðsigi á nýburdeild, er upp koma sýkingar í tveimur eða fleiri nýburum á minna en tveggja vikna tímabili eða eitt tilfelli af brjóstaígerð hjá móður. Ef ekki er um faraldur að ræða megi búast við 3-4 sýkingum af staphylococc- um í 1000 nýburum árlega. Að endingu vil ég leggja áherslu á að allar breytingar eru tilgangslitl- ar, ef þýðingarmesta sýkingar- vörnin gleymist þ.e. samviskusam- legur handþvottur starfsfólks fyrir og eftir umönnun barnanna. HEIMILDIR 1. Elizabeth Barrett-Cannon: Staphy- lococcal infections in the nursery. Epide- miology for the Infection Control Nurse 1978. 2. Atli Dagbjartsson, Gréta Aðalsteinsd., Kristín E. Jónsdóttir. Blöðrubóla ung- barna. Lœknablaðið 66. árg. 1. tbl. 3. Epidemiology and control of staphy- lococcal pyoderma among newborn in- fants-evaluation of a method for routine cord care with 4% chlorhexidine-deter- gent solution. Journal of Hospital In- fection 1984, 5, 121-136. 4. Review of the toxicity of hexachloro- phene. Arch. Environ. Health. vol. 23, Aug. 1971. 5. Finland M. Epidemic character of stap- hylococcal infections. Moclern Medicin 38, 22.jan.1973. 6. Absorbtion of chlorhexidine from intact skin of newborn infants. Arch. of Disease in Childhood 1979, 54, 379-383. 7. Navlepleje hos nyfödte - maal og midler. Klinisk Sygepleje nr. 4, 1987. Til athugunar Frá 1. júlí 1988 hækka öll laun hjúkrunarfræðinga um 2% Núgildandi kjarasamningur gildir til 31. desember 1988 Orlof - sumarfrí Samkvæmt 11. gr. kjarasamnings HFÍ frá maí 1987 er lág- marksupphæð orlofsfjár fyrir fullt orlofsár, 9% af maímán- aðarlaunum orlofstökuársins, í launaflokki 69,3. þrepi. Samkvæmt því er lágmarksupphæð orlofsfjár fyrir fullt starf kr. 5.034.00. (fyrir starfsmann sem vinnur eingöngu dagvinnu). Þeir sem vinna álags- og yfirvinnu fá orlofsfé af þeirri vinnu sem hér segir: Við minni starfsalduren 10ár 10.17% Við 10 ára starfsaldur eða 40 ára aldur 11.59% Við 18 ára starfsaldur eða 50 ára aldur 13.04% Orlofsfé þetta er lagt inn á póstgíróreikning og greitt út í maí. • Orlofspósentan kemur ekki fram á launaseðli, svo fylgjast þarf með hvort hún sé rétt. • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. • Tímabil sumarorlofs erfrá 15. maí til 1. október. • Lágmarksorlof er tveir dagar eða 16 vinnuskyldustundir fyrir hvern unninn mánuð, 24 vinnudagar eða 192 vinnu- skyldustundir eftir eins árs starf, fyrir hjúkrunarfræðing yngri en 40 ára eða með innan við 10 ára starfsaldur. • Við 10 ára starfsaldur eða 40 ára aldur lengist orlofið um 3 daga eða 24 klst. í samtals 216 vinnuskyldustundir. • Við 18 ára starfsaldur eða 50 ára aldur lengist orlofið aftur um 24 klst. í samtals 240 vinnuskyldustundir. • Vaktavinnufólk í hlutavinnu á að fá lengingu á orlofi þegar helgidagar koma inn á orlofstímann, (aðrir en laugardagar og sunnudagar). • Starfsmaður á rétt á að fá 160 vinnuskyldustundir (20 daga) af orlofi sínu á sumarorlofstímabilinu (15. maí til 30. sept.) • Orlof tekið að loknum orlofstímanum lengist um 1/4 (25%) • Sama gildir ef orlof er tekið fyrir orlofstímann að ósk atvinnu- rekenda. • Veikindi í orlofi eiga ekki að skerða leyfi, enda séu veikindin sönnuð með vottorði, eins fljótt og við verður komið. • Sé hjúkrunarfræðingur beðinn að vinna í sumarleyfi sínu ber honum yfirvinnukaup fyrir starf sitt. Bent er á að ganga úr skugga um að svo sé áður en vinna í orlofi hefst. • Við talningu orlofs telst hálfur mánuður eða meira í starfi sem heill mánuður, skemmri tíma er sleppt. HJÚKRUN '/fe-64. árgangur 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.