Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 15
Tafla 1
Einkenni sem tengd hafa verið fyrirtíðaspennu
pirringur kvíði spenna
þunglyndi fjandskapur minnkaðsjálfsálit
óákveðni skapsveiflur erfiðleikar með einbeitingu
félagsleg einangrun sjálfsmorðshugsanir höfuðverkur
brjóstaspenna verkir í liðum ógleði
niðurgangur harðlífi svefnleysi
hraðurhjartsláttur þreyta slappleiki
áhrif á kynlíf bjúgur verkur í kviðarholi
bólur í andliti löngun í ákveðinn mat þyngdaraukning
bandi, kynferðislega vanhæfni
sem og almenna vanhæfni.
í dag þegar leitað er skýringa á
fjarveru kvenna úr vinnu er hún
oft útskýrð á þá leið að konan sé á
túr eða að byrja. Á grundvelli
þessa líffræðilega þáttar hefur
konum verið meinaður aðgangur
að hinum ýmsu störfum og eimir
víst af því enn.
Ruble og Brooks-Gunn (1979)
héldu því fram að rannsóknir sem
gerðar hafa verið á tíðum og
óþægindum tengdum þeim
byggðu á þremur staðhæfingum:
a) Sannað sé að breyting verði á
líkamlegum einkennum, til-
finningalegri upplifun og
hegðun kvenna yfir tíðahring-
inn.
b) Vitað sé að hormónar orsaki
þessar breytingar.
c) Breytingarnar séu miklar og
hafi yfirleitt slæm áhrif á virkni
konunnar.
Þær Ruble og Brooks-Gunn lásu
yfir þær rannsóknir sem gerðar
hafa verið og fundu ekki nægilegar
niðurstöður til að hægt væri að
styðja ofannefndar staðhæfingar.
Þær ályktuðu að þessar staðhæf-
ingar væru byggðar á almennum
hugmyndum sem þróast hafa inn-
an samfélaga, en ekki á vísinda-
legum niðurstöðum. Shainess
(1961) hafði áður sett fram þá til-
gátu að viðbrögð kvenna við tíð-
um væri afleiðing upplifunar kon-
unnar af fyrstu tíðum, viðhorfum
foreldra hennar og reynslu móður
hennar.
Tilgangur þessarar rannsóknar var
að svara eftirtöldum spurningum:
1. Er munur á minni af fyrstu
tíðaupplifun og fræðslu fyrir
fyrstu tíðir hjá konum sem telja
sig hafa fyrirtíðaspennu og
konum sem ekki hafa fyrirtíða-
spennu?
2. Er munur á viðhorfum til tíða
hjá konum sem telja sig hafa
fyrirtíðaspennu og konum sem
ekki hafa fyrirtíðaspennu?
3. Er munur á viðhorfi til kven-
hlutverksins hjá konum sem
telja sig hafa fyrirtíðaspennu
og konum sem ekki hafa fyrir-
tíðaspennu?
4. Hver eru einkenni kvenna sem
telja sig hafa fyrirtíðaspennu?
Orsakir fyrirtíðaspennu
A. Líffrœðilegar orsakir
Tengsl fyrirtíðaspennu við tíða-
hringinn varð til þess að fyrstu
rannsakendur fyrirbærisins ein-
beittu sér að því að sýna fram á að
ójafnvægi í framleiðslu á estrogeni
og/eða progesteroni væri orsökin
fyrir einkennunum (Greene og
Dalton, 1953). Ekki hefur verið
sýnt fram á réttmæti þessarar
kenningar í dag, og hafa niður-
stöður rannsókna á henni verið í
andstöðu hver við aðra. Orsakir
mótsagnakenndra niðurstaða hafa
verið raktar til vandamála í að-
ferðafræði rannsókna á PMS, þar
með vakið alvarlegar spurningar
um réttmæti þessara rannsókna
(sjá Rubinow og Roy-Byrne, 1984
eða Abplanalp, 1983). Aðrar
kenningar af líffræðilegum toga
spunnar byggja á ofgnótt eða
skorti ákveðinna efna. Má þar
nefna kenningar um að fram-
leiðsla á prolactini sé of mikil
(Halbreich et.al., 1976), að
skortur sé á vítamínum og stein-
efnum (Abraham og Hargrove,
1980, Abraham, 1982), breytingar
á styrkleika vasopressin og breyt-
ingar á renin-angiotensin-aldo-
steron ásnum (sjá Rausch et.al.
(1982) um frekari upplýsingar), og
of lágur blóðsykur (dePirro et.al.,
1978). Framangreindar kenningar
hafa byggt á því að einkenni of-
gnóttar eða skorts ofangreindra
efna eru þau sömu og algeng ein-
kenni fyrirtíðaspennu. Enn aðrar
kenningar af líffræðilegum toga
spunnar hafa leitast við að sýna
fram á að einkenni fyrirtíða-
spennu megi rekja til breytinga í
sjálfráða taugakerfinu (Kuczmi-
erczyk og Adams, 1986), og til
truflana í hormóna og taugaboð-
efnum sem lúta yfirstjórn endor-
phina (Reid og Yen, 1981). Engin
þessara kenninga hefur þó verið
staðfest með rannsóknum í dag.
B. Sál-félagslegar orsakir
Reynt hefur verið að rekja orsakir
fyrirtíðaspennu til félagslegra
þátta. Kenningar þar að lútandi
hafa tengt fyrirtíðaspennu við
vanhæfni konunnar til að sætta sig
við kvenleikann (Berry, og Mc-
Guire, 1972; Shainess, 1961) og
viðhorfa konunnar til tíðaupplif-
unarinnar (Brooks, Ruble og
Clark, 1977). Félagsmótun kon-
unnar hefur einnig verið talin or-
sakaþáttur fyrirtíðaspennu hjá
sumum (Paige, 1973), en rann-
sóknir annarra hafa ekki staðfest
það (Brown og Zimmer, 1986;
Woods 1985).
Viðhorftil tíða, minning umfyrstu
tíðir ogfræðsla um tíðir
Woods, Dery og Most (1982)
rannsökuðu tengslin á milli hvað
HJÚKRUN Vfe-64. árgangur 13