Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 16
var einkennandi fyrir fyrstu tíða- upplifun, viðhorfa kvenna til tíða á fullorðinsárum og upplifun ein- kenna í kringum tíðir (perimenst- ruum) á fullorðinsárum. Niður- stöður þeirra studdu ekki þá kenn- ingu að minning af fyrstu tíða- upplifun hefði afgerandi áhrif á einkenni tengd tíðum eða viðhorf til tíða á fullorðinsaldri. Woods et.al. (1987) gerðu aðra rannsókn til að auka skilning okkar á ein- kennum sem koma fram kringum tíðir. Niðurstöður þeirrar rann- sóknar voru m.a. að konur, sem höfðu fengið einhverja fræðslu um tíðir fyrir fyrstu tíðaupplifun, reyndust síður hafa slæm einkenni á fullorðinsárum. Ennfremur að konur sem minntust tíða neikvætt höfðu ekki eins slæm einkenni og þær sem minntust þeirra á jákvæðan hátt. Ýmsir aðrir hafa orðið til þess að rannsaka viðhorf til tíða og vænt- ingar til tíða hjá bæði drengjum og stúlkum. Niðurstöður þeirra rann- sókna hafa verið á þann veg að stúlkur og drengir hafa fyrirfram ákveðnar, nokkuð vel afmarkað- ar, hugmyndir um tíðir og tíða- upplifun. Oftar en ekki er um nei- kvæðar hugmyndir að ræða (Whizn- ant og Zeagans, 1965; Clark og Ruble, 1978). Viðhorftil kvenhlutverksins Reynt hefur verið að tengja óþæg- indi samfara tíðum við hversu vel konan sættir sig við kynhlutverk sitt. Konur með hefðbundin við- horf um hlutverk kvenna tilkynna fleiri einkenni geðsjúkdóma og sálfélagslegra kvilla, heldur en konur sem hafa ekki eins hefð- bundin viðhorf (Nathanson, 1975; Woods, 1985). Það er því ekki fjarri lagi að ætla að konur, sem hafa hefðbundin viðhorf til kven- hlutverksins, séu líklegri til að kvarta undan óþægindum á tíma- bilinu umhverfis tíðir og hafi almennt neikvæð viðhorf til tíða. Ekki hefur verið sýnt fram á ofan- greint varðandi fyrirtíðaspennu, en rannsóknir hafa staðfest að konur sem kvarta undan miklum tíðaverkjum og sem telja tíðir hafa lamandi áhrif, eru líklegri til að hafa hefðbundin viðhorf til kvenhlutverksins (Barry og McGuire, 1972; Woods, 1985). Einkenni og tíðahringur Frá því hefur verið skýrt að konur sem finna fyrir miklum einkenn- um í vikunni fyrir tíðir, séu að jafnaði ekki einkennalausar á öðr- um tímum mánaðarins (Sjá Ko- eske og Koeske, 1975). Þrátt fyrir það eru fáir sem hafa reynt að gera sér grein fyrir breytingu á styrk- leika einkenna yfir mánuðinn og meta tengsl einkennanna við at- burði sem eiga sér stað í lífi við- komandi konu. Niðurstöður rannsókna hafa verið að konur sem finna fyrir mikilli líkamlegri vanlíðan og sálrænu álagi í kringum tíðir séu líklegri til að kvarta almennt um verki, kvilla, kvíða o.fl. (Sjá Sheldrake og Cor- mack, 1976). Einnig hefur verið sýnt fram á að bæði konum og körl- um hættir til að tengja neikvætt hugarástand (t.d. þunglyndi og pirring) við vikuna fyrir tíðir. Þannig að ef kona er í slíku hugar- ástandi í vikunni fyrir tíðir þá tengir fólk það hormónum frekar en að leita orsaka skapbrestanna í umhverfisþáttum (Koeske og Ko- eske, 1975). Áhersla rannsókna á neikvæð einkenni hefur einnig verið gagnrýnd. Rome (1986) vitnar í Emily Coolpeper, en sú kona hefur stýrt sjálfshjálpar- hópum fyrir konur um áraraðir. Coolpeper hefur skýrt frá því að algengt sé að konur sendi henni teikningar, kvæði eða segi henni frá því að þær finni fyrir aukinni sköpunargleði í vikunni fyrir tíðir. Miota (1987) sem hefur veitt kon- um með fyrirtíðaspennu ráðgjöf og meðferð frá því 1981 hefur einnig greint frá því að listakonur sem og aðrar konur nefni vikuna fyrir tíðir sem skapandi tímabil. Rubinow et.al. (1986) tóku eftir því að í follicular fasa tíðahrings- ins kemur fram jákvæð breyting á skapferli kvenna, og benda þeir á að raunhæfast sé að rannsaka fyrir- tíðaeinkenni í samhengi við ein- kenni konunnar á öðrum tímum mánaðarins. Aðferðafræði rannsókna á fyrirtíðaspennu Margir (sjá Rubinow og Roy- Byrne, 1984 um frekari upplýsing- ar) hafa bent á að illa hannaðar rannsóknaraðferðir hafi orðið til að rugla talsvert mynd okkar af fyrirbærinu og leitt til þess að erfitt sé að gera sér grein fyrir orsökum fyrirtíðaspennu. Ein aðal mistök- in eru talin liggja í notkun á aftur- hverfum mælitækjum. Eessi mæli- tæki séu mörg hver ekki réttmæt því þau mæli einungis staðlaða ímynd á sálfræðilegum þáttum tíða, en ekki raunverulega upp- lifun einkennanna (Parlee, 1974). Önnur atriði sem gagnrýnd hafa verið er úrtak rannsókna, en þau hafa verið samansett af háskóla- nemum, konum sem gengist hafa undir aðgerðir á kynfærum, verið vanfærar, notað p-pilluna, eða verið í meðferð vegna ófrjósemi (Rubinow og Roy-Byrne, 1984). Nýrri rannsóknir sem stuðst hafa við þrengri þátttökuskilyrði (entry criteria) hafa þó leitt í ljós að fylgni sé á milli afturhverfra og framhverfra mælitækja (Magos, Brincat og Studd 1986). í heild virðist sem þörf sé á endur- skoðun aðferðafræði rannsókna á fyrirtíðaspennu, þá sérstaklega m.t.t. þátttökuskilyrða og rann- sóknarsniðs. Reynt var að taka mið af því við gerð þessarar rann- sóknar. 14 HJÚKRUN V&8-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.