Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 26
dreifstýringu eða miðstýringu?
Virðir hún embættismenn sína?
Gefur hún frá sér til þeirra og
treystir þeim til að taka ákvarðan-
ir? Er hjúkrunarforstjóri virtur
sem yfirmaður/leiðtogi og sér-
fræðingur? Samkvæmt heitinu
hjúkrunarforstjóri á hann rétt á að
sitja stjórnarfundi með tillögurétt
og málfrelsi. Hann hefur ekki
atkvæðisrétt og tekur því ekki
ákvarðanir en hann hefur áhrif á
ákvarðanatöku. Hann er í þeirri
sérstöðu að vera í beinu sambandi
við stjórnmálamenn. Hann er
þeirra ráðgjafi í hjúkrunarmálum
og honum ekki aðeins ber heldur
er honum skylt að beita sér í þeim
málaflokki. Það eru margir um
hituna en úrræði og auðlindir tak-
mörkuð þannig að stöðugt verður
að velja og hafna og samkeppnin
er hörð.
Hvernig fœr
hjúkrunarforstjóri áheyrn?
Hvernig getur hjúkrunarforstjóri
látið hlusta á sig og taka til greina
það sem honum liggur á hjarta?
- hann þarf að:
- setja skýr markmið
- hafa góðan rökstuðning
- greina skilmerkilega frá þeim
leiðum, sem hann hyggst fara til
að ná settu markmiði
- sýna að hann geti tekið á sig
ábyrgð
- þjálfa sig í að gefa fyrirmæli
- sýna fram á árangur í starfi.
Vanti eitthvað af þessu veikir það
stöðu hjúkrunarforstjóra. Til að
þetta takist verður hann og stéttin
öll að vera vel menntuð í bestu
merkingu þess orðs og standa í því
efni á sama grunni og þær stéttir,
sem hún starfar með.
Aud Blankholm segir frá því í
undirstöðuefninu að í Noregi hafi
komið fram tillögur um að koma á
fót stöðu, sem væri faglega og
stjórnunarlega sett yfir alla starf-
semi deildarinnar. En norska
hjúkrunarfélagið er algerlega
mótfallið þessu. En hver á þessi
stjórnandi að vera, hvaða stétt á
hann að tilheyra? Þarna verðum
við að vera á verði. En annað sem
Aud Blankholm sagði „verið er að
vinna að því að dreifstýra fjár-
málastjórninni og gera deildirnar
fjárhagslega ábyrgari í von um að
fjármálastjórnin verði betri og
réttlátari og starfsmenn verði
betur meðvitaðir um kostnað“.
Það verður áhugavert að fylgjast
með þessu m.a. með tilliti til þess
sem ég sagði áður um fjárhagslega
ábyrgð hjúkrunarfræðinga.
Hér að framan hef ég reynt að
sýna fram á hve mikla möguleika
hjúkrunarfræðingar hafa til að
taka ákvarðanir. Þeir þurfa aðeins
að nýta sér það vald sem þeir raun-
verulega hafa og það frá grasrót-
inni upp á topp.
Hvernig er málum háttað
á íslandi?
Fyrir 14 árum hóf ísland eitt
Norðurlanda hjúkrunarnám í
háskóla og var lögboðið sl. ár að
allt hjúkrunarnám skyldi fara þar
fram. Þetta varðar einnig ákvarð-
anatöku hjúkrunarfræðinga. Grein
sem er kennd í háskóla verður
sjálfkrafa viðurkennd sem fræði-
grein eða vísindagrein og því fylgir
faglegt sjálfræði. Þar með tryggir
hún sér sess við hlið annarra heil-
brigðisstétta sem sækja menntun
sína í háskóla. Þessar stéttir tala
því sama tungumál og starfa á
jafnréttisgrundvelli. Það er skil-
yrði þess að bíða ekki lægri hlut.
Á íslandi eru hjúkrunarfræðingar
sjálfstæð stétt, faglega og stjórn-
unarlega, sem stjórna og bera
ábyrgð á hjúkrun. Samkvæmt
lögum skal hjúkrunarforstjóri
starfa við öll sjúkrahús og við
heilsugæslustöðvar, telji ráðherra
þess þörf. Hjúkrunarforstjóri við
heilsugæslustöðvar hefur erindis-
bréf, þar sem segir að hann skuli
vera ábyrgur gagnvart heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu og
stjórn heilsugæslustöðvarinnar.
Honum er heimilt að sitja stjórn-
arfundi með tillögurétt og mál-
frelsi. Hann skal hafa nána sam-
vinnu við stjórn heilsugæslustöðv-
arinnar og heilsugæslulækni og
vera stjórninni til ráðgjafar um
málefni hennar. Hann skipuleggur
og hefur faglega ábyrgð á hjúkrun
heilsugæslustöðvarinnar. Erind-
isbréf hjúkrunarforstjóra á sjúkra-
húsum sem á að tryggja þeim sam-
bærilega réttarstöðu hefur því
miður ekki enn verið staðfest af
ráðherra.
Þessi lög og erindisbréf er það sem
styrkir bezt stöðu, sjálfstæði og
faglega ábyrgð hjúkrunarfræðinga
á íslandi og jafnframt stjórnunar-
stöðu á æðsta þrepi og rétt til setu
á stjórnarfundum með tillögurétt
og málfrelsi, með háskólanáminu
eru þeir viðurkenndir fagstétt.
í heilbrigðisráðuneytinu er ein
staða deildarstjóra setin hjúkrun-
arfræðingi og hjá landlæknis-
embætti einnig. í þessum stöðum
hafa hjúkrunarfræðingarnir að-
stöðu til að:
- taka beinar ákvarðanir
- taka þátt í ákvörðunum
- hafa áhrif á ákvarðanir
Hjúkrunarfræðingar eiga sæti í
nefndum sem fjalla um heilbrigð-
ismál, bæði opinberum og á
vegum félagasamtaka og er aðild
þeirra í mörgum tilvikum lög-
bundin. Með þetta í huga mega
íslenzkir hjúkrunarfræðingar þá
ekki vel við una?
Betur má ef duga skal. f*að þarf
stöðugt að vera á verði. Pað
kemur alltof oft fyrir þrátt fyrir
þetta að hjúkrunarfræðingar eru
sniðgengnir við ákvarðanatöku og
þegar leitað er ráðgjafar, ekki er
allt tryggt í lögum, reglugerðum
eða erindisbréfum. Eins og áður
er getið eru margir um hituna og
24 HJÚKRUN 1Á8- 64. árgangur