Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 29

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 29
en það getur verið mjög erfitt að hringja eða skrifa bréf og útskýra þetta. Mér fannst því miklu betra, ef fólk hafði samband við mig og sagði mér að það vissi um aðgerð- ina og að það hugsaði til mín. Þetta gaf mér tækifæri til að tala um reynslu mína að því marki sem ég vildi sjálf. Það kom nú í huga minn öll þau skipti, sem mér hefur fundist að ég ætti að skrifa kort eða hringja í einhvern sem hefur átt í erfiðleikum - en lét aldrei verða af, af því að ég var ekki viss um hvernig því yrði tekið. Ég get ekki lýst því hve gott það var að heyra frá fólki, sem vildi láta í ljós samúð og skilning. Eftir því sem lengra líður frá aðgerðinni er erfiðara að átta sig á hverjir „vita“ og hverjir ekki. Aðgerð, sem gerð var fyrir mörg- um mánuðum er „gamlar fréttir“, en samt er þessi reynsla enn ofar- lega í mínum huga. Það kemur enn fyrir, að ég þarf að tala um þetta og þá hugsa ég um hvort aðrir séu orðnir leiðir á að hlusta. Ég geri ráð fyrir að um svipaða til- finningu sé að ræða hjá þeim sem misst hafa ættingja eða vini, þeir þurfi enn á því að halda að tala um hinn látna, sem lið í sorgarferlinu. Ein ástæðan fyrir því að þessi atburður er mér enn svo ferskur í minni er sú, að ég er enn á lyfja- meðferð. Lyfjameðferð! Hvílíkan hrylling vekur ekki þetta orð í hugum fólks. Okkur hættir við að dvelja aðeins við hinar neikvæðu hliðar lyfjameðferðarinnar; ógleði og uppköst, hármissi, lystarleysi og sýkingarhættu. Ég þekkti engar aðrar hliðar fyrr en ég var sjálf sett á lyfjameðferð. Ég var dauðhrædd í fyrsta skiptið. Ég fór heim eftir fyrstu sprautuna - og beið eftir að verða veik. Ég varð ekki veik. Mér varð ekki óglatt, ég kastaði ekki upp né fékk ég niðurgang. Ekkert af þessu hef- ur hrjáð mig meðan á 5 daga lyfja- gjöf í æð, á 6 vikna fresti, hefur staðið. Ég finn fyrir ónotum, en ég fer allra minna ferða þessa viku meðan meðferð stendur yfir. Ég uppgötvaði, að mér líður verst vikuna eftir að meðferð lýkur. Þá verð ég mjög þreytt og þarfnast hvíldar. Það er mikilvægt að sýna þeim sem í kringum mig eru hvenær mér líður ekki sem best, því að fólk heldur, að verði maður ekki veikur meðan á meðferð stendur, þá verði maður það ekki heldur síðar. Annað sem ég uppgötvaði var, að það er hægt að segja nokkuð um hvernig líðanin verður eftir hvert meðferðartímabil, a.m.k. hvað mig varðar. Það er betra að vita við hverju má búast því að mér finnst mun auðveldara að takast á við ástand sem ég á von á, heldur en að vera með ágiskanir um eitthvað sem ég veit ekki. Ef þú ert að hjúkra einhverjum sem er á lyfjameðferð, er mikil- vægt að kynna sér hvernig áhrif hún hefur á hann, frekar en að gera ráð fyrir að allir verði fyrir sams konar áhrifum. Mig langar einnig að biðja hjúkrunarfræðinga sem vinna með sjúklingum á lyfja- meðferð að líta á manneskjuna sem heild, en ekki bara spyrja rú- tínuspurninga um aukaverkanir. Þegar ég svaraði neitandi spurn- ingum um ógleði, uppköst, sár í munni o.s.frv. var ég ekki spurð frekar. Ég vildi að einhver hefði spurt mig hvernig mér liði - mér allri. Það eru ekki allir sem missa hárið við lyfjameðferð, en ég missti það -næstum allt hár álíkama mínum. Vissirðu, að maður missir hár undir höndum og skapahár einnig? Að missa hárið var erfiðasta lífs- reynslan af þessu öllu. Ég missti það allt innan 4ra vikna frá fyrstu lyfjameðferð. Krabbameinshjúkr- unarfræðingar höfðu sagt mér að aðeins lítill hluti fólks missi hárið við lyfjameðferð, en slíkar upplýs- ingar eru harla lítil huggun þeim er sjálfur á í hlut. Þar sem ég hafði gert ráð fyrir að ég gæti misst hárið, hafði ég keypt hárkollu áður en ég fór í lyfjameð- ferð. Ég varð þrumu lostin að upp- götva hversu lítið úrval er af hár- kollum og hve lélegar þær eru. Mér ógnaði hártískan sem þær voru búnar til eftir. Flestar litu út eins og kollur sem konur voru með á miðjum sjöunda áratugnum, svona Zsa Zsa Gabor-stíll. Þess- ar hárkollur pössuðu ekki sjálfs- ímynd minni né því hvernig ég hafði greitt þykkt, rauðbrúnt hár mitt síðustu tuttugu árin. Það var sérstaklega erfitt að finna lit sem passaði, einkum þar sem rauðu kollurnar litu út eins og Lucille Ball en ekki ég. Ég var því þakklát fyrir þær upplýsingar sem ég fékk einhvers staðar, að hægt væri að breyta og greiða kollur og þannig fá þær til að líkjast minni venju- legu greiðslu. Eftir að ég hafði látið gera það leið mér betur með útlit mitt, en ég vandist því aldrei að nota hana. Ég hafði vonað, að þetta yrði líkt og fá sér ný gleraugu eða nýja skó... að lokum manstu ekki að þú ert á nýjum skóm. Ég gleymdi því aldrei að ég var með hárkollu! Hárkollur eru ekki góðar í roki og þú finnur ekki vindinn feykja til hárinu. Ég hafði heyrt um konu sem hárkollan fauk af svo að ég var alltaf hrædd um að kollan fyki af mér. Hárkollur eru líka mjög óþægilegar í sumarhitanum. Ég hefði helst viljað vera kollulaus heima við, en vegna sona minna sem eru táningar og vina þeirra, vildi ég ekki gera það. Það var ekki fyrr en hárið fór að vaxa aftur og þekja beran skallann að mér fannst ég geta verið hárkollulaus heima við. Ég álít mig heppna að hárið skuli nú vera vaxið aftur, þykkt og liðað og eins á litinn og áður. Ég hef enga skýringu á þessu þar sem ég er enn á sams konar lyfjameðferð og í byrjun orsakaði hármissinn. HJÚKRUN Vfe-64. árgangur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.