Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 35
Hrönn Jónsdóttir Kenningar Júlíu Yöldan um tengsl mataræðis og sjúkdóma Grœnmetismarkaður við heilsuskólann. Síðastliðið haustfór ég í námsferð til Svíþjóðar og Danmerkur. Eg heimsótti m.a. heilsuskóla í Dan- mörku og dvaldi þar í viku. Mig langar að segja ykkur frá þeirri heimsókn og gera í stórum dráttum grein fyrir þeim kenningum sem þar er starfað eftir. Júlía Völdan hefur starfað að nátt- úrulækningamálum í um 40 ár, en heilsuskólann stofnaði hún árið 1971. Hún er 66 ára gömul, af norsku bergi brotin, full af eld- móði, áhuga og baráttuvilja. Hún hefur gefið út tvær bækur. Önnur heitir Syre og base balancen eða Sýru og lútarjafnvægið. Sú bók kom út árið 1969. Síðari bók hennar heitir Rákost og kræft — Hrámeti og krabbamein og var gefin út árið 1986. Til þess að segja í fáum orðum á hvaða hugsjón Júlía Völdan byggir starfsemi sína ætla ég að vitna í upphafsorð hennar, í bók- inni Rákost og kræft, en þau hljóða á þessa leið: „Það er alltof mikið af sjúkdómum og alltof margar sjúkrahússinnlagnir. Það fyrra nagar lífsgleðina og hið síðara nagar fjárhaginn. Menn halda að þeir geti meðhöndlað sjúklinga svo þeir öðlist heilsu en fæstir þeirra sem sjúkir eru þurfa meðferð það sem þeir þarfnast er fræðsla og meiri fræðsla, svo að þeir geti meðhöndlað sig sjálfir og komið í veg fyrir að sjúkdómar endurtaki sig. Alþjóða Heilbrigð- isstofnunin WHO hefur að kjör- orði - Heilsa fyrir alla árið 2000. Þetta er eitthvað það jákvæðasta sem ég hef heyrt lengi“. Þessi bók bendir á hinn gullna veg að þessu háleita markmiði. Starfsemi Júlíu Völdan er fjór- þætt. Hún rekur búgarðinn Birke- gárden, þar sem framleitt er líf- rænt ræktað grænmeti. Þá rekur hún heilsuskóla sem rúmar um 100 manns. Þar eru haldin vikunám- skeið í þeim þáttum sem hún telur grundvöllinn að heilbrigði og vel- líðan. Einnig rekur hún heilsu- hælið Lerkegárden. Það stofnaði hún fyrir konur með hnúta og æxli í brjóstum. Hún gefur út heilsu- blaðið Ny tid og Vi. Eins og fyrr segir rúmar heilsu- skólinn 100 manns. Við vorum 87 í þessum hópi, Danir, Svíar, Norð- menn og Færeyingar. Við vorum tveir íslendingar, ég og ungur maður búsettur í Noregi. Hann var að leita sér lækninga vegna krabbameins í sogæðakerfi. Viku- dvölin á heilsuskólanum og Lerke- gárden kostar kr. 2000 danskar, þar sem stofnunin nýtur ekki framlags frá hinu opinbera. Júlía Völdan hefur ekki tíma til að tala við hvern og einn, þar sem fjöldinn á heilsuskólanum er um hundrað manns. Hún hefur því þann háttinn á að hún skiptir sjúklingum sínum í hópa eftir sjúkdómum og talar síðan við hvern hóp fyrir sig. Þar eð ég var komin þarna frá HJÚKRUN Vfe-64. árgangur 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.