Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 38
hluti af því sem við köllum geim-
geislun.
Mikilvægt er, að geimgeislunin
hlýtur að vera mismunandi í dægr-
unum tveimur, þar sem hún virkar
öfugt að morgni og kvöldi á plönt-
ur, dýr og menn.
Júlía kallar morgungeislunina út-
víkkandi og kvöldgeislunina þrengj-
andi.
Útvíkkandi dagsgeislun byrjar hjá
Dönum kl. 1.30 að nóttu og varir
til kl. 11.30. Þá kemur skiptitím-
inn, sem varir í um það bil tvo
tíma. Viðkvæmir eða veikir ættu
þá að taka sér miðdagshvíld, alla
vega að vera ekki í erfiðisvinnu.
Kl. 13.30 byrjar þrengjandi dags-
geislun sem varir til um það bil kl.
23.30. Þá kemur aftur skiptitími í
um það bil tvo tíma og hún er á
breiddargráðu Danmerkur um
það bil kl. 6.30 til 8.30. Það er
besti tíminn til að fara í morgun-
göngur.
Mest þrengjandi tíminn er frá um
það bil kl. 18.30 til 20.30. Það er sá
tími sem hún telur bestan til að
ganga til hvíldar, og þá ekki hvað
síst fólk sem er að vinna með sjálft
sig vegna veikinda.
Eins og mánaðarhrynjandi skiptist
í tvo hluta, annan útvíkkandi og
hinn þrengjandi, þá gildir það á
sama hátt fyrir árið. Fyrri hlutinn
er frá vetrarsólhvörfum til sumar-
sólhvarfa og hinn hlutinn frá
sumarsólhvörfum til vetrarsól-
hvarfa.
Þá skiptist tíminn á miðju sumri og
miðjum vetri. Alveg eins og mán-
aðarhrynjandinn hefur tvo hálf-
mána hefur árshrynjandinn tvö
jafndægur.
Við vorjafndægur opnast jörðin
fyrir gróðri og vexti og á haustj afn-
dægrum undirbýr jörðin sig fyrir
dvala vetrarins og það er alltaf
mikið um sjúkdóma og dauðsföll í
kringum bæði þessi jafndægur og
einnig í kringum sólhvörfin, en í
minna mæli.
Með því að benda fólki á þetta er
Júlía Völdan að benda fólki á að
það geti undirbúið sig undir
þennan tíma, til dæmis með því að
vera í jafnvægi hvað snertir lút og
sýru, plús og mínus jafnvægi, að
ógleymdum svefninum, sem einnig
er mikilvægur.
Það er að segja, að sjá til þess að
vera ekki vansvefta. Fólk getur til
dæmis notað almanak og skráð inn
á það veikindaköst og fylgst þannig
með.
Julía Völdan telur að krabbamein
eigi rætur sínar að rekja til þrenns
konar ójafnvægis í líkamanum,
það er að segja sýru-lútar ójafn-
vægis, plús-mínus ójafnvægis og
svefn ójafnvægis.
Það síðast nefnda svefninn, hefur
ekki aðeins með sjálfan svefninn
að gera heldur það, að krabba-
meinssjúklingar hafa gengið á
sjóðinn, lífskraftinn og hið and-
lega þrek í langan tíma með of
mikilli streituvekjandi vinnu,
óreglulegum svefntíma og því sem
fylgir í kjölfar þess, notkun örv-
andi efna, eins og kaffi og tóbaks.
Hvað sýru-lútar ójafnvæginu við-
víkur þá hafa krabbameinssjúkl-
ingar neitt of mikillar sýru eða
sýrumyndandi fæðu og þar með
myndað hið súra umhverfisástand
sem hún telur stuðla að vexti og
framgangi krabbameins. Plús-
mínus ójafnvægi í blóðinu er þriðji
af áðurnefndum ójafnvægisþátt-
um hjá krabbameinssjúklingum.
Myndun hnúta í brjóstum í
tengslum við geimgeisla. Júlía
Völdan hefur gert mikilvæga
athugun sem hún vill athuga og
rannsaka betur, en vantar nú sem
stendur meiri efnivið. Þessi
athugun gengur út á það að flestir
hnútar í brjóstum myndist í
kringum jafndægur og sólhvörf.
Skýring hennar er á þessa leið.
Eins og vitað er þá er mjög sterk
geimgeislun þremur dögum fyrir
mánaskipti og í fjórtán daga í
kringum jafndægur.
Þessi langvarandi sterka geislun
hefur þau áhrif, að ef líkami ein-
staklingsins er í miklu ójafnvægi
(plús-mínus, sýru-lútar, svefn), þá
getur hún valdið hnúta- og æxlis-
myndun.
Þessir hnútar gætu, flest allir,
horfið aftur af sjálfu sér á tiltölu-
lega stuttum tíma ef þeir fengju
tækifæri til þess, það er að segja ef
ekki væri hreyft við þeim.
En því miður gerist það alltof
sjaldan, segir Júlía Völdan, því
það er rokið til að taka sýni og gera
skurðaðgerð með miklum hraða.
Hvorki hnútunum né konunum er
gefið hið minnsta tækifæri.
Júlía talar um tvær örlagaríkar
villur. Hin hefðbundna læknis-
meðferð hefur ekki með lækningu
krabbameins að gera. Hún miðast
að því að meðhöndla einkenni en
er í sjálfu sér engin lækning.
Þarna er á ferðinni misskilningur
sem á rætur sínar að rekja til
tveggja grundvallaratriða sem
eru:
Nr. 1
Kórvilla læknastéttarinnar sem
hún telur vera að þeir hafi s.l.
hundrað ár framkvæmt og með-
höndlað krabbamein út frá þeirri
röngu kennisetningu að alla hnúta
32 HJÚKRUN Vfe-64. árgangur