Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 39
beri að skera burtu. Meðan að hið
rétta er að fæsta hnúta þarf að
skera í burtu.
Nr. 2
Röng ráðstöfun fjár í baráttunni
gegn krabbameini. Öllu því fé sem
varið hefur verið til rannsókna
hefur verið varið til hefðbundinna
krabbameinsrannsókna meðan
aðrar rannsóknir eins og rann-
sóknir á gildi náttúrulækninga
hafa legið utangarðs og ekki
fengið eyri.
Sem betur fer segir Júlía, sjá nú
fleiri og fleiri að það er með hina
hefðbundnu krabbameinsmeð-
ferð eins og nýju fötin keisarans í
ævintýri H.C. Andersen.
Þess vegna verður læknastéttin og
samtök um baráttu gegn krabba-
meini að staldra við og breyta
meðan að tími er til.
Það skal tekið fram hér að Júlía
hefur sent bréf á bréf ofan til heil-
brigðisyfirvalda í Danmörku, þar
sem hún biður um að fá til sín
úrtak af konum með hnúta eða
æxli í brjóstum, sem tilraunahóp,
á meðan að þær bíða eftir upp-
skurði eða annarri meðferð. Sem
sagt ómeðhöndlaðan hóp, en alltaf
verið synjað.
Þeir sjúklingar sem koma til
hennar eru oftast nær og næstum
alltaf sjúklingar sem búnir eru að
fara í gegnum lyfjameðferð og
jafnvel tvær eða þrjár skurðað-
gerðir.
Þrátt fyrir þetta eru það margir
sjúklingar sem hafa fengið bata
með því að lifa lengra eða styttra
tímabil eftir kenningum Júlíu
Völdan.
Allt leitar jafnvægis, allt milli him-
ins og jarðar, hvers vegna ekki
einnig hinir ýmsu þættir líkamans.
Hvort sem þessar kenningar Júlíu
Völdan eiga eftir að standast tím-
ans tönn eða ekki, þá fer ekki á
milli mála að sú starfsemi sem
þarna fer fram byggir á hugsjón,
og ágæti þessarar starfsemi verður
ekki véfengd. Þar fyrir utan finnst
sjálfsagt seint einhver einn sann-
leikur.
Til gamans vil ég láta þess getið að
Júlía og maður hennar, sem var
miklu eldri en hún, voru vinafólk
Jónasar heitins Kristjánssonar
læknis. Einu sinni sem oftar á
ferðum hans til útlanda kom hann
í heimsókn til þeirra hjóna. Júlía
tók þá viðtal við Jónas og birti í
blaði þeirra Ny tid og vi.
Um þetta leyti var Jónas einmitt
að stofna fyrsta hluta heilsuhælis-
ins í Hveragerði og segir frá því í
þessu viðtali.
Þessir samherjar virðast eiga það
sameiginlegt að hafa helgað líf sitt
náttúrulækningastefnunni og allri
þeirri baráttu sem kringum hana
er háð.
í einni frásögn Jónasar af náms-
ferð til Ameríku árið 1935 líkir
hann náttúrulækningastefnunni
við hlutverk Öskubusku í ævintýr-
inu. Hann segir að sá dagur sé í
nánd að náttúrulækningastefnan
verði hafin til vegs og virðingar
eins og Öskubuska. Við skulum
vona að sá dagur sé ekki langt
undan.
Heimildir:
Jónas Kristjánsson: Nýjar leiðir. Tímarit
Náttúrulækningafélags íslands, 4. tbl.
1946.
Völdan, Júlía: Syre ogbase balancen, 1969.
Völdan, Júlía: Rákost og krœft, 1986.
Greinarhöfundur er hjúkrunarfor-
stjóri við Heilsuhœlið í Hveragerði.
Bólusetning gegn lifrarbólguveiru
- Hepatitis B (HB)
Farsóttanefnd mælir meö aö eftirtaldir áhættuhópar fái bólusetningu gegn
Hepatitis B (HB) veiru meö „recombinant DNA bóluefni" meö vísan til 1. grein-
ar, 6-12 töluliðs laga nr. 38/1978 um ónæmisaðgerðir.
Eftirtaldir aöilar fái bólusetningu sér aö kostnaðarlausu:
1. Sjúklingar meö dreyrasýki, sem þurla meðferð meö storkuþáttum.
2. Sjúklingar, sem þurfa á blóðskilun aö halda, svo og starfsfólk, sem
starfar lengi viö hana.
3. Nýfædd bör mæöra, sem vitað er að hafi virkan HB viö fæðinguna.
4. Makar, kjörforeldrar og systkini þeirra, sem hafa virkan HB.
5. Þeir, sem af slysni stinga sig á nálum, sem ekki er hægt aö afsanna aö
hafi komist í snertingu viö HBsAg jákvætt blóö í tengslum við starf á heil-
brigöisstofnunum.
6. Starfsfólk á heilbrigðisstofnunum, sem aö staöaldri handleikur blóö eða
vefi úr mönnum.
7. Starfsfólk á skurðdeildum og slysadeildum, flutningsmenn sjúkra og
sýna úr sjúklingum ásamt starfsfólki þvottahúsa sjúkrastofnana.
Áætla má aö 600-700 einstaklingar falli í þessa hópa. Stofnkostnaður viö
grunnbólusetningu er því um 2-2,5 milljónir. Síöan veröa þaö mun færri ein-
staklingar sem þurfa á slíkri bólusetningu aö halda.
Eftirtöldum hópum veröi boðin bólusetning á eigin kostnaö:
8. Hommum, sem ekki hafa mótefni gegn HB-veiru.
9. Fíkniefnaneytendum sem sprauta sig og hafa ekki mótefni gegn HM-
veiru.
10. Starfsfólki á vegum fyrirtækja og hjálparstofnana, sem starfa lengri tíma,
þar sem HB-veiran er landlæg.
11. Tannlæknum.
Þá mælir farsóttanefnd meö aö feröamönnum sem leggja leiö sína til landa,
þar sem HB-veirusýking er landlæg og dvelji þar lengri tíma, veröi boöin bólu-
setning á eigin kostnaö.
Landlæknir
HJÚKRUN !&i-64. árgangur 33