Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 41
Dœmi um sundurliðun
Gjörgœsla barna: Undirbúningur fyrir komu -stig gjörgæslu - einangrun - flutningur frá stofu Dagsetning Staðfest
Flokkun: a. Acut stig slysa - eitranir “ “ heilahininubólgu “ “ v. krainpa “ “ v. status asthmaticus “ “ v. barkabólgu “ “ v. sykursýki
Allir nýburar (yngri en 6 vikna) b. Post. op. eftirlit nýbura (yngri en 6 vikna)
Post. op. eftirlit allra aldurshópa eftir langar svæfingar og stærri aðgerðir c. Öll börn sem metin eru til nákvæmrar observationar
Tafla 1
Þegar slík sundurliðun er gerð má
segja, að deildin hafi mótað staðal
eða stefnu varðandi hvaða börn
skuli vera í eftirliti í gjörgæslu.
Umsjón með aðlögunartímabili
þarf að vera í höndum ákveðins
aðila, sem síðan deilir handleiðslu
til annarra á deildinni.
Kennsluaðferðir er einstaklings-
fræðsla, sjálfsnám, þátttaka í nám-
skeiðum o.fl. Frœðsluefni hefur
smám saman verið að þróast með
þarfir deildarinnar í huga. En mik-
ið af fræðsluefni hefur verið unnið
af starfsmönnum deildarinnar.
I lok aðlögunartímabils á starfs-
maður: 1. að hafa unnið sjálfstætt
tjá sig um tímabilið og meta það,
fá endurmat, 3. tjá sig um hvatn-
ingu í starfi, þátttöku í breyting-
um, sérhæfingu (óskir) og símennt-
un.
Reynsla okkar af skipulögðu
aðlögunartímabili hefur verið
mjög vel viðunandi, en alltaf má
sjá veikleika í framkvæmd. Ýmsar
leiðir er hægt að fara við skipu-
lagningu, þótt ákveðin grundvall-
aratriði séu ríkjandi. Ég vil vera
svo bjartsýn að segja að næsta
skref verði að fá skipulagt aðlög-
unartímabil viðurkennt sem þátt í
ákveðinni sérhæfingu innan barna-
hjúkrunar.
Heimildaskrá
1. Alda Halldórsdóttir, Auður Ragnars-
dóttir, Sigrún Þóroddsdóttir: Starfsfer-
ilsskrá barnadeildar Landakotsspítala,
1986.
2. Busk Arnold: Admin. av sygeplejen,
1981.
3. Fiore Anne, Mass. Gen. Hospital, Dep-
artmentofNursing, 1982.
4. Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir:
Hjúkrun, 2. tbl. 1979.
5. Huang Sheila H. o.fl.: Contr. Ind.
Orient., Nurs. Management, 1984.
6. Skogan Jack. O. o.fl.: Thimely Topics,
The Journal of Contin. Educ. in Nurs.,
1985.
Greinarhöfundur er hjúkrunarráðgjafi
við barnadeild Landakotsspítala
Hettusótt
Farsóttanefnd hefur mælt með því að á árinu 1988 verði tekin upp
bólusetning gegn hettusótt, aðallega vegna þess að sjúkdómurinn
hefur oft í för með sér alvarleg fylgikvilla (sjá töflu 1).
Tafla 1: Fylgikvillar hettusóttar 1982-1986 (Landspítalinn)
Meningitis 072,1 ................... 9 sjúklingar
Encephalitis 072,2 ................. 4 sjúklingar Allirmeð
Pancreatitis 072,3 ................. 5 sjúklingar meningitis
Aðrar complic. 072,8 ............... 2 sjúklingar
Bóluefni við hettusótt gefur ekki eins góða ónæmisvörn og t.d.
bóluefni gegn rauðhundum og mislingum en árangur bólusetn-
ingar í Bandaríkjunum og í nágrannalöndunum er mjög góður. Svo
er ráð fyrir gert að 2ja og 12 ára börnum verði boðin bólusetning,
þeim að kostnaðarlausu. Lyfjaverslun ríkisins hefur bóluefni á
lager. Læknar eru beðnir um að senda pantanir til Lyfjaverslunar
ríkisins sem fyrst.
Á hinum Norðurlöndunum er notað þrígilt bóluefni þ.e. MMR (gegn
rauðhundum, hettusóttog mislingum) sem hefur reynst vel. í heild
mun þetta vera ódýrari kostur. Vegna vísindagildis rauðhunda-
verkefnis sem nú er í gangi er talið æskilegt að nota fyrst um sinn
eingilt bóluefni gegn hettusótt en Lyfjaverslun ríkisins mun þó jafn-
framt hafa þrígilt bóluefni á boðstólum fyrir þá sem þess óska.
Landlæknir
HJÚKRUN Vfe-64. árgangur 35