Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 42
Þóra Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur
Kynning á
bráðamóttöku
Landspítalans
f»ann 1. október 1987 tók til starfa
ný deild við Landspítalann, bráða-
móttaka. Deildin er til húsa í kjall-
ara tengiálmu, þar sem tannlækna-
deild var áður og snýr því vel við
innkeyrslu sjúkrabíla frá Eiríks-
götu.
Starfsemi deildarinnar er marg-
þætt, en eins og nafnið bendir til
þá er aðaltilgangur hennar að ann-
ast móttöku á bráðveiku fólki
bæði börnum og fullorðnum. Þó
deildin sé ekki stór að flatarmáli er
hún vel útbúin til að annast mót-
töku bráðveikra skjólstæðinga.
Deildin skiptist í 3 skoðunarher-
bergi, endurlífgunarherbergi, 2
herbergi með 5 rúmum í hvoru,
þar sem aðstaða er góð til að
athuga og fylgjast með skjólstæð-
ingum meðan beðið er eftir niður-
stöðum rannsókna og afstaða
tekin til hvort viðkomandi leggst
inn á sjúkradeild eða útskrifast
samdægurs eða daginn eftir.
Við deildina eru starfandi 11
hjúkrunarfræðingar í samtals 7,2
stöðugildum. 5 sjúkraliðar í 4,6
stöðugildum, 2 deildarritarar og 1
starfstúlka í hálfu starfi. Deildar-
stjóri er Gyða Baldursdóttir.
Fyrstu 3 mánuðina komu 1344
skjólstæðingar á bráðamóttökuna.
Þeir skiptust þannig eftir deildum:
Börn 732
Lyflæknisdeild 411
Handlæknisdeild 201
Um 22,5% barna þurftu innlögn á
barnadeild, en 73% fullorðinna.
Þannig að 27% fullorðinna gat því
farið heim aftur eftir skoðun á
bráðamóttöku og fóru því aldrei
inn á sjúkradeildir. Þetta hlutfall
er mun hærra en búist var við í
fyrstu.
Það er alltaf mikið álag fyrir ein-
stakling að leggjast inn brátt á
sjúkrahús. Það er eðlilegt að ein-
staklingurinn sé kvíðinn og finni
fyrir streitueinkennum. Þegar
hjúkrun á bráðamóttöku er skipu-
lögð er mikilvægt að hjúkrunar-
fræðingar séu meðvitaðir um þessi
áhrif. Einstaklingshæfð hjúkrun
er viðhöfð á bráðamóttökunni,
þ.e. sá hjúkrunarfræðingur sem
tekur á móti skjólstæðingi fylgir
honum eftir, aflar upplýsinga um
almennt heilsufar og aðdraganda
komu, metur hjúkrunarþörf og
veitir viðeigandi hjúkrun.
36 HJÚKRUN Víw — 64. árgangur