Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 44
Stefanía Sigurjónsdottir Menntunarmál Nefnd á nefnd ofan Pegar ég heyrði um eftirfar- andi tillögu, sem var sam- þykkt á síðasta fulltrúafundi Hjúkrunarfélags Islands í júní 1987: Fulltrúafundur HFÍ 21. og 22. maí 1987 felur félags- stjórn að skipa nefnd til að fara yfir álit nefndar sem menntamálaráðherra skip- aði „til að gera tillögur að fyrirkomulagi framhalds- endur- og símenntunar hjúkrunarfrœðinga og Ijós- mœðra“, frá mars ’87. Nefndin átti að skila niður- stöðum eins fljótt og auðið var og átti félagsstjórn að kynna þcerfyrir menntamála- ráðherra. Pá fannst mér eins og okkur miðaði ekki áfram, þegar skipa þyrfti nefnd til að fara yfir tillögur annarrar nefnd- ar. Ég taldi þörf á að draga saman, í stórum dráttum, það helsta, sem gert hefur verið í menntunarmálum okkar s. I. tíu ár eða um það bil. Pó ekki vœri um tæm- andi upplýsingar að ræða. Ef til vill hafa hjúkrunarfræð- ingar ekki gert sér grein fyrir þeirri miklu vinnu, sem fram hefur farið á þessum vett- vangi. Skýringin gœti verið sú að uppskeran hafi ekki orðið eins mikil og til var sáð. Við söfnun upplýsinga naut ég aðstoðar Svanlaugar Arna- dóttur. Frá stofnun Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, árið 1919, hafa menntunarmál verið efst á baugi. Merkur áfangi í sögu hjúkrunar- mála á íslandi var stofnun Hjúkr- unarskóla íslands árið 1931. Áður höfðu íslenskar hjúkrunarkonur sótt nám sitt á erlenda grund. Hjúkrunarskóli íslands reyndi ávallt að aðlaga sig kröfum hvers tíma og endurskoða hjúkrunar- fræðimenntun í ljósi þess. Frá árinu 1977 hefur það verið yfirlýst stefna félagsins að öllu hjúkrunarfræðinámi skuli sem fyrst komið á háskólastig. Til fróðleiks má benda á að 30. nóvember 1942 skrifaði Vilmund- ur Jónsson, landlæknir, í Hjúkr- unarkvennablaðið, „að hjúkrunar- stéttin eigi að setja sér það mark í framtíðinni að hjúkrunarfræði verð viðurkennd háskólanáms- grein til B.A.-prófs.“ f febrúar 1974 skipaði mennta- málaráðuneytið nefnd til að endurskoða gildandi löggjöf um hjúkrunarfræðinám í landinu. Formaður nefndarinnar var skóla- stjóri Hjúkrunarskóla íslands, Þorbjörg Jónsdóttir. Nefndin skil- aði áliti í júlí 1976. í drögum þessum var gert ráð fyrir: - Að inngönguskilyrði í Hjúkrun- arskóla íslands væri lokapróf úr menntaskóla, fjölbrautaskóla eða hliðstæð menntun. - Að stefnt sé að því að grunnnám í hjúkrunarfræði fari á háskóla- stig innan 5 ára frá gildistöku laganna. - Ennfremur að samræmt verði allt hjúkrunarfræðinám í land- inu með ákveðnum aðlögunar- tíma.3) Nefndin hafði þá í huga að haustið 1973 tók námsbraut í hjúkrunar- fræði til starfa við Háskóla ís- lands. Drögin að „frumvarpi til laga um hjúkrunarskóla“ voru aldrei lögð fram en höfðu umtalsverð áhrif á stefnumótun og þróun undirbún- ingsnáms fyrir hjúkrunarfræði- nám og hjúkrunarfræðinámið sjálft. Á fulltrúafundi HFÍ 3. og 4. apríl 1978 var samþykkt áskorun á menntamálaráðuneytið að ráðinn yrði þá þegar hjúkrunarfræðingur til starfa við menntamálaráðu- neytið, er sæi um samræmingu á 38 HJÚKRUN lA»- 64. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.