Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 47
Fastráðinn verði sérstakur
stjórnandi deildarinnar við
námsbraut í hjúkrunarfræði.
Innan deildarinnar fari fram
annars vegar framhaldsnám og
hins vegar endurmenntun.
2.1 FRAMHALDSNÁM:
2.1.1 Framhaldsnám er leiði til
sérhœfingar.
Skipulagt verði framhaldsnám
er leiði til sérhæfingar. í þetta
nám geti hjúkrunarfræðingar,
sem hafa hjúkrunarleyfi hér á
landi innritast. Námskrá taki til
bóklegs náms og starfsþjálfun-
ar. Bóklegt nám verði byggt
upp á samfelldum námskeið-
um, en starfsþjálfun byggi á
ákveðnum námstækifærum/við-
fangsefnum og handleiðslu
samkvæmt námsmarkmiðum.
Ljósmæðranáminu stjórni sér-
stakur námsstjóri.
Hjúkrunarfræðingar frá Hjúkr-
unarskóla íslands geta tekið
ljósmæðranámið á 18 mánuð-
um, en hjúkrunarfræðingar
með B.S. prófgetatekiðnámið
á 15 mánuðum, þar sem hluti af
hjúkrunarnáminu í Háskóla
íslands samræmist námskrá
Ljósmæðraskólans (t.d. kennslu-
fræði, stjórnunarfræði, heilsu-
gæsla, rannsóknir o.fl.). Inn í
námstímanum er allur verk-
námstíminn.
Ljósmæðranáminu ljúki með
viðurkenningu og réttindum til
að sækja um ljósmóðurleyfi.
2.1.2 Nám er leiði til M. S. gráðu.
í framtíðinni verði stefnt að
framhaldsnámi í hjúkrunar-
fræði er leiði til M.S. gráðu
(a.m.k. hlutanámi). Hugsan-
legt er að nýta hin formlegu
samskipti sem eru milli Há-
skóla íslands og háskólanna í
Minnesota og Iowa. Við þá há-
skóla er bæði framhalds- og
doktorsnám í hjúkrunar- og
ljósmóðurfræði og eru mögu-
leikar á því að fá sendikennara
þaðan til að kenna einstök
námskeið í framhaldsnámi,
sem stytt gætu námstíma hjúkr-
unarfræðinga í masters námi
erlendis.
2.2. Endurmenntun.
Skipulögð verði námskeið um
afmörkuð efni og nýjungar er
taki til viðbótar- og viðhalds-
menntunar, s.s. námskeið er
taki til undirstöðugreina í
hjúkrunarfræði, námskeið í
sérhæfðum greinum innan
hjúkrunar- og ljósmóðurfræði,
námskeið í hliðargreinum
hjúkrunar t.d. stjórnun og
kennslufræði.
3. Stofnuð verði 6 manna mennta-
nefnd hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra, er verði námsbraut
í hjúkrunarfræði til ráðgjafar
varðandi framhalds- og endur-
menntun. í nefndinni eiga sæti
einn fulltrúi frá eftirtöldum
aðilum; námsbraut í hjúkrun-
arfræði, Hjúkrunarfélagi ís-
lands, Ljósmæðrafélagi ís-
lands, Félagi Háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga, hjúkr-
unarstjórnun sjúkrahúsa og
hjúkrunarstjórnun heilsugæslu-
stöðva.
Nefndin gerði könnun á viðhorf-
um hjúkrunarstjórnenda, sem
höfð var til hliðsjónar við gerð
þessara tillagna. Þessum tillögum
fylgdi greinargerð og rökstuðning-
ur, sem ekki eru gerð skil hér.4)
Nefndin, sem fulltrúafundur 1987
samþykkti að skipa, var ætlað að
fara yfir tillögur síðasttöldu nefnd-
arinnar. (Tillögur um nýskipan
framhalds- og endurmenntunar
hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.
Mars 1987).
Þegar þetta er ritað hefur nefndin
ekki skilað niðurstöðum. Ég tel að
auðvelt sé að taka ákvarðanir út
frá öllu því efni, sem þegar liggur
fyrir um menntunarmál okkar og
að ekki þurfi fleiri nefndir til
athugana og álitsgerða. Nú er
komið að framkvæmdaþættinum,
en málið snýst um peninga. Við
verðum að þrýsta á fjárveitinga-
valdið til að koma þessu máli í
höfn.
Heimildir
1. Ársskýrsla Hjúkrunarfélags íslands
1978 Tímarit Hjúkrunarfélags íslands 2.
tbl. 1979, bls. 24.
2. Álitsgerð hjúkrunarfræðinga í starfs-
hópi, sem skipaður var í febrúar 1981.
Um flutning hjúkrunarfrœðináms af
framhaldsskólastigi í Háskóla íslands.
Nóvember 1983.
3. Drög að frumvarpi til laga um hjúkrun-
arskóla. Tímarit Hjúkrunarfélags
íslands 4. tbl. 1976, bls. 137-139.
4. Nefndarálit. Tillögur um nýskipan
framhalds- og endurmenntunar hjúkr-
unarfræðingaogljósmœðra. Mars 1987.
5. Nefndarálit. Tillögur um hvernig gefa
megi þeim sem lokið hafa hjúkrunar-
prófi kostá viðbótarnámi til B.S.-prófs.
Mars 1983.
Fræðslustarf
Hjúkrunarfélags íslands
Eftirtalin námskeið verða haldin
á vegum Hjúkrunarfélags ís-
lands á vetri komanda.
1988
26.sept.-7.okt.
17.-28. október
7.-18. nóvember
21.nóv.-2. des.
1989
16. -27. janúar
6.-17.febrúar
27. febr.-10. mars
3.-14. apríl
17. -28. apríl
Hjúkrunaldraðra
Stjórnun
Handlæknis- lyf-
læknis- oggjör-
gæsluhjúkrun
Þroskasálarfræði
Rannsóknar-
aðferðir
Kennslufræði
Stjórnun II
Geðhjúkrun
Samtalstækni
Vakin skal athygli á að dagsetn-
ing námskeiðanna getur breyst.
HJÚKRUN '/f«-64. árgangur41