Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 48

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 48
Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur Kristilegt félag heilbrigðisstétta 10 ára Kristilegt félag heilbrigðisstétta var stofnað 16. jan. 1978. Við minntumst þess á hátíðarfundi í Laugarneskirkju 18. jan. s.l. 10 ár er ekki mjög hár aldur, en nógu hár til að hafa öðlast tölu- verða reynslu og mótast að þó nokkru leyti. Þegar við lítum yfir farinn veg, sjáum við fyrst og fremst trúfesti Guðs. Hann var aldrei fjarri. Og því getur KFH tekið undir með Davíð konungi: „Það veit ég, að Guð liðsinnir mér. Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans... Guði treysti ég og ótt- ast eigi, hvað geta menn gjört mér? Á mér hvíla, ó Guð, heit við þig, ég vil gjalda þér þakkarfórnir af því að þú hefur frelsað sál mína frá dauða og fætur mína frá hrös- un, svo að ég megi ganga frammi fyrir Guði í ljósi lífsins“. Sálm. 56: 10-14. 1952 var lítið félag stofnað hér á landi, sem kallað var kristilegt félag hjúkrunarkvenna. Það átti upptök sín í því, að nokkrir hjúkr- unarnemar byrjuðu að koma saman til bænastunda með þá þrá í hjarta að verða hæfari vottar Jesú Krists inni á heilbrigðisstofnun- um. Ef þær gátu fundið smáat- hvarf inni á sjúkrahúsunum til stuttrar bænastundar, gerðu þær það, annars hittust þær heima hjá hvor annarri til biblíulesturs og sambænastundar. Einu sinni til tvisvar á ári efndu þær til svokall- aðra útbreiðslufunda, þar sem samstarfsfólki þeirra á sjúkra- húsum var boðið að koma og öðr- um sem áhuga höfðu. Margt fleira gerðu þær til að efla og útbreiða hinn kristna vitnisburð. Fyrsti for- maður þessa félags var Áslaug Margrél Hróbjartsdóttir Johnsen, hjúkrunarfræðingur og seinna kristniboði. Áslaug er látin. Maður hennar var Jóhannes Ólafsson, kristniboðslæknir. 1977 kom maður að nafni Francis Grim hingað til íslands, ásamt þeldökkum samstarfsmanni sín- um, Godfrey O’neal. Þeir komu til að heimsækja kristilegt félag hjúkrunarkvenna, og hafði Francis komið til íslands tvívegis áður, sömu erinda. Hann ræddi mikið við stjórn félagsins og hvatti hana til að færa út kvíarnar, þannig að allt starfsfólk sjúkrahúsa og heil- brigðisstofnana gæti orðið þátt- takendur í þessu mikilvæga starfi. Formaður félagsins þá var Ingunn Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði, ritari var Þórey Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur og gjaldkeri, Esther Gunnarsson hjúkrunarfræðingur, Margrét Hró- bjartsdóttir var varaformaður. Stjórn félagsins tók þetta til alvar- legrar athugunar og skipuð var nefnd sem vinna átti sérstaklega í málinu. Hana skipuðu hjúkrunar- fræðingarnir María Finnsdóttir, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, og Mar- grét Hróbjartsdóttir. Árangurinn varð sá, að á aðalfundi félagsins var samþykkt að stofna nýtt félag og skyldi það heita: Kristilegt félag heilbrigðisstétta. Francis Grim er stofnandi sam- taka, sem heita á ensku, Interna- tional Hospital Christian Fellow- ship. Þau samtök sáu dagsins ljós í S-Afríku fyrir rúmlega 50 árum síðan og hafa breiðst út til meira en 100 þjóðlanda heims. Francis og bróðir hans sátu við dánarbeð föður þeirra og sáu þá glöggt þörf sjúklinganna fyrir andlega og trú- arlega aðstoð, en jafnframt að henni var ekki mætt sem skyldi. Vaknaði þá hjá Francis þessi löngun að koma starfsfólki sjúkra- húsa til hjálpar, svo það gæti betur aðstoðað sjúklinga sína. Hugsjón hans var og er að sameina kristið trúað fólk í heilbrigðisstéttum, hvetja það og kenna því að ná til sjúklinga sinna og samstarfsfólks með fagnaðarerindið um Jesúm Krist og á þann hátt mæta trúar- legum og andlegum þörfum þeirra. Grundvöllurinn og hvatinn að stofnun samtakanna eru orð Jesú, sem oft hafa verið nefnd kristniboðsskipunin og standa m.a. í Matteusarguðspjalli 28:18- 20: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lœrisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, 42 HJÚKRUN V&8-64. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.