Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 49

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 49
Hjónin Guðrún Dóra Guðmannsdóttir ogséra Magnús Björn Björnsson. Sigurbjörn Einarsson biskup og kona hans Magnea Porkelsdóttir. sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“. Einkunnarorð KFH eru: „Pað fara fleiri á sjúkrahús í heiminum í dag en í kirkjur, og þegar kirkjum er lokað eru sjúkrahúsin enn opin“. KFH er ekki söfnuður, heldur samfélag þeirra, sem vinna á heil- brigðisstofnunum og játa trú á Drottinn Jesúm og vilja vinna að þessu stórkostlega verkefni að „gera nýja lærissveina“ og þannig mæta þessari djúpstæðu þörf mannsins á samfélagi við Guð um tíma og eilífð. í stuttu máli fer starfsemi í KFH á Islandi fram á eftirfarandi hátt: Bœnastarf ~ Vikulegar bænastundir inni á mörgum heilbrigðisstofnunum og elliheimilum landsins. - Mánaðarlegur bænadagur, þar sem beðið er fyrir fjölmörgum ein- staklingum og málefnum. - Alþjóðlegir bænadagar á vegum samtakanna, þar sem tekin eru fyrir ákveðin bænaefni, og félagar um alla veröld biðja fyrir sömu málefnum. - Bænafulltrúar KFH á íslandi. Þeir hafa það hlutverk að kenna um bænina og hvetja til hinna ýmsu bænaverkefna. - Mánaðarlegir útbreiðslufundir, öllum opnir. Fundarstaður er safnaðarheimili Laugarneskirkju. Eru þetta fræðslufundir og trúar- lega uppbyggilegir fundir. Útgáfustarfsem i - Bænabæklingur, sem dreift hefur verið á allar heilbrigðis- stofnanir landsins og til allra presta. - Kynningarbæklingur. - Tímarit, tvö tölublöð komið út til þessa. - Félagsbréf, sem kemur út 3svar- 4 sinnum á ári. Öllu hefur þessu verið dreift ókeypis. Kynningar- og frœðslufundir hafa verið inni á fjölmörgum sjúkra- húsum og elliheimilum víða um land. Aðventuhátíðir, eru haldnar ár hvert inni á nokkrum sjúkrahúsum og elliheimilum á höfuðborgar- svæðinu. íbúð, hefur félagið tekið á leigu sem er starfsstöð KFH. Kemur hún í góðar þarfir til smáfundar- halda, - og er nú skrifstofa og vinnuaðstaða starfsmanna okkar. Biblíulestrar eru vikulega í íbúð- inni og öllum opnir. Starfsmenn. - Sigríður Halldórs- dóttir, B.S. hjúkrunarfræðingur var HJÚKRUN '/fe-64. árgangur43

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.