Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 55

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 55
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir HAGELIN MAGNUSSON SUNDELIN BARNHÁLSO VÁRD Liber Ritkynning Anna Eyjólfsdóttir, heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð sendi okkur bókina „Barnhálso- várd“ eftir: Elisabet Hagelin, heilsugæsluhjúkrunarfræðing, Mar- garetha Magnusson, barnahjúkr- unarfræðing og Claes Sundelin, barnalækni sem Liber Láromedel Stockholm hefur gefið út. Bókin fjallar um heilsuvernd barna í Svíþjóð og er hugsuð sem undirstöðurit fyrir kennslu í þeirri grein meðal nema í læknisfræði og hjúkrunarfræði. Einnig er hún notuð sem handbók í starfi á heilsugæslustöðvum. Bókin kostar 260 sænskar krónur. Barnið okkar fæddist með skarð í vör og/eða góm Om þessar mundir er að koma út bœklingur sem heitir Barnið okkar fceddist með skarð í vör og/eða góm. Útgefendur eru: Ríkisspítalar, Landlœknisembættið og Hjúkrun- arfélag íslands. Fyrir um sjö árum barst mér í hendur norskur bæklingur um börn fædd með skarð í vör og klof- inn góm. Sem móðir barns er þannig fædd- ist, fannst mér hér vera saman komnar upplýsingar, fræðsla og uppörvun til allra foreldra, er standa í sömu sporum og ég. Framtíð þessara barna getur svo sannarlega verið björt þó svo að við fæðingu sé ekki allt eins og það ætti að vera. Þegar ég lít til baka finnst mér næsta ótrúlegt að barn mitt hafi fæðst með slíkt lýti. í dag sé ég stóran skóladreng með sínar vænt- ingar til lífsins. Hann hefur þurft að reyna ýmislegt en ekkert óvið- ráðanlegt, staðráðinn í að allt muni fara vel. Það er von mín að þessi bæklingur megi verða foreldrum uppörvun og þau börn, sem vaxin eru úr grasi og fæddust með þennan fæðingar- galla, skilji þýðingu þess að á slíkri fræðslu er þörf. Það er einnig til- gangur með útgáfu þessa bæklings að hann sé til á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og nýtist heil- brigðisstéttum sem vinna með börn. Mig langar að þakka Árna Björns- syni, sérfræðingi í lýtalækningum, fyrir mjög góðar undirtektir og skilning á mikilvægi þessa litla rits, svo og Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra Landspítal- ans. Útgefendum er einnig þakk- að, að þessi litli en að mínu mati þýðingarmikli bæklingur lítur dagsins ljós. Bæklinginn má fá á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands. Rósa Einarsdóttir Góðar fréttir frá Bandaríkjunum Hjúkrunarfræðingar í Maryland, Bandaríkjunum hafa fengið viðurkennt ákveðið hlutfall milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga við Liberty Medical Center í Baltimore. Þar segir að í almennri hjúkrun eigi að vera einn hjúkrunarfræðingur á átta sjúklinga og í gjörgæslu-, slysa- eða bráðahjúkrun eigi að vera einn hjúkrunarfræðingur á tvo sjúklinga. Þessi samningur er talinn vera sá fyrsti í Banda- ríkjunum. Úr American Journal of Nursing, júlí 1987. NÝI HJÚKRUNARSKÓLINN Eirikigata 34 101 Reykjavík • í.land Simi 62-11-95 Tilkynning frá Nýja hjúkrunarskólanum Ákveðið hefur verið að eftirfar- andi nám hefjist í skólanum haustið 1988, ef nægjanleg þátt- taka fæst: Nám í hjúkrunarstjórnun Nám í geðhjúkrun Jafnframt er ákveðið að nám í skurð- og svæfingahjúkrun hefj- ist um áramótin 1988-1989, ef nægjanleg þátttaka fæst. Námsskrár munu liggja fyrir mánuði áður en nám hefst og þá mun skólinn svara fyrir- spurnum þar að lútandi. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu skólans að Eiríksgötu 34, suðurdyr, sími 6211 95. HJÚKRUN VÍ«-64. árgangur49

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.