Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 6
lóíflojur
'Slktt&r
yöfvafrumur
Blóðflögur hafa sest í œðaþelssárið. Slétlar vöðvafrumur sjást skríða
í gegnum op i elaslika inn i innlag œðarinnar.
Fullmótuð meinsemd. í innlagi hafa safnasl sléttar vöðvafrumur
sem myndað hafa bandvefssameindir. Einnig hleðst upp fita,
aðallega kólesteról.
líkamans eru þau að orkufram-
leiðslan eykst, andardráttur verður
hraðari, hjartað slær örar, blóð-
þrýstingur hækkar og vöðvar
spennast.
Stundum hefur mönnum verið
skipt í tvo flokka, svokallaða A-
menn og B-menn. Samkvæmt
þeirri skiptingu einkennast A-
menn af því að þeir eru með mörg
járn í eldinum og finnst tímanum
illa varið til slökunar. Þeir eru
framagjarnir og ætla sér meira en
hægt er að koma í verk. B-menn
eru aftur á móti taldir vera afslapp-
aðir og lífsglaðir einstaklingar.
Bráð kransæðastífla (acute
myocardial infart)
Um 50% sjúklinga sem deyja eftir
bráða kransæðastíflu gera það á
fyrstu klukkustundunum eftir áfall-
ið. Orsökin er yfirleitt lífshættu-
legar hjartsláttartruflanir svo sem
ventricular tachycardia og ventri-
cular fibrillation. Mikilvægt er að
þessir sjúklingar komist sem fyrst á
sjúkrahús og fái rétta meðferð.
Greining á bráðrí kransœðastíflu
1) Aðdragandi/saga.
2) Klínísk einkenni
a. Brjóstverkur fyrir miðju
brjósti, stundum hvert yfir
brjóstið, með leiðni upp í
háls og kjálka. Einnig leiðni
út í handleggi og fingur-
góma.
b. Ógleði og uppköst, kaldur
sviti og fölvi.
c. Máttleysi/þróttleysi og yfir-
liðstilfinning.
d. Hjartsláttartruflanir (arr-
hythmiur) s.s. hægataktur
(bradycardia), hraðataktur
(tachycardia), supraventri-
cular extrasystolur (SVES)
og ventricular extrasystolur
(VES).
e. Hár eða lár blóðþrýstingur.
f. Andþyngsli, mæði, hækk-
aður bláæðaþrýstingur.
3) Hjartaafrit (EKG).
Helstu breytingar sem verða á
EKG við bráða kransæðastíflu-
a. ST-breytingar (ST-hækkanir
eða lækkanir) eru venjulega
fyrstu breytingarnar sem
verða á EKG eftir bráða
kransæðastíflu.
b. Q-takka breytingar eru sér-
tækar fyrir kransæðastíflu og
koma oftast nokkrum klukku-
4 HJÚKRUN - 65. árgangur