Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 54

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 54
í einni kynningunni var fjallað um þörf á menntun kennara til að sinna þessari kennslu og breytingar á námskrá til þess að undirbúa hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar með nægilega þekkingu, leikni og viðhorf til að takast á við siðferðileg vandamál, sem mæta hjúkrunar- fræðingum á hverjum tíma. Sem lokaorð er gripið niður í enn eina kynningu: Siðferðilegar ákvarðanir hafa mestmegnis verið teknar af einstaklingum á grund- velli innsæis eða almennrar skyn- semi. En slíkar ákvarðanir þurf að byggja á rökhugsun og umræðu. María Finnsdóttir Christine Reimann verðlaunahafi Dame Nita Barrow frá Barbados- eyjum í Vestur-Indíum var sæmd Christine Reimann verðlaununum sem eru e.k. Nóbelsverðlaun innan hjúkrunar. Fyrst voru þau veitt 1985 og hlaut þau Virginia Hender- son. Dame Nita Barrow er sendi- herra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum og hún á sér glæstan feril sem forystukona í heilbrigðis- málum bæði innan Sþ og víðar. Á þinginu flutti hún ræðu þar sem hún sagði að tvö meginvanda- mál einkenndu stöðu hjúkrunar- fræðinga í heiminum núna þ.e. lé- leg laun og að þeir væru ekki viður- kenndir sem „profession“. Það sem hún tilgreindi sem það mikilvæg- asta til að breyta vörn í sókn var að hjúkrunarfræðingar eiga að fara að taka meiri þátt í ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Hjúkrunarfræðingar eiga að verða pólitískt virkir og taka þátt í mótun heilbrigðisstefnu bæði í sínu heimalandi og á alþjóða- vettvangi. Hún ræddi um það hversu mikilvægri heilbrigðisþjón- ustu væri misskipt meðal fólks. Þriðja heims löndin hafa farið út í óarðbærar framkvæmdir og steypt sér út í skuldafen fyrir vikið. Fjár- hagslegir örðugleikar af völdum þess birtast m.a. í niðurskurði á fjárveitingum heilbrigðisþjónustu í löndunum. Hún ræddi umhverfismál sem hjúkrunarfræðingar verða að láta sig skipta vegna þess að þau hafa svo mikil áhrif á heilsufar fólks. Notaði hún gróðurhúsaáhrif sem dæmi. Hún sagði að hjúkrunarfræðing- ar verði að sýna getu sína og kunn- áttu og láta til sín taka. Sigurhelga Pálsdóttir Litið til náms og menntunar hjúkrunarfrœðinga í dagrenningu þegar litið var framan í nýjan dag í Seoul var vfir- leitt mistur yfir fjallstindunum í fjarska. Og það var mistur yfir nýrri dagrenningu hjúkrunar á alþjóða- þingi hjúkrunarfræðinga þar sem litið var fram á veginn og horft til heiðríkju nýrra daga í hjúkrun á 21. öldinni undir yfirskriftinni Nursing - A new tomorrow. Á fyrsta allsherjarfundi þingsins höfðu fjórir mætir menn, þau Baro- ness Caroline Cox, Bretlandi, Paul Gross, Ástralíu, Adtokunbo Lucus, Nígeríu, og Ginette Rodger, Kanada, framsögu um framtíð hjúkrunar á þeirri öld sem í hönd fer. Hver um sig reifaði hina margvís- legu innri og ytri áhrifaþætti er ráðið gætu framtíðarstöðu hjúkr- unar og hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins og þjóðfélags- ins í heild. Annars vegar var lögð áhersla á ýmsa þjóðfélagslega þætti er réðu stefnumörkun og áhersluþáttum í heilbrigðiskerfi hinna mismunandi landa og hins vegar á vægi örrar þekkingar og tækniþróunar í heilsu- gæslu og meðferð sjúkra. Og það var spurt hver hefur verið, hver er og hver skyldi vera hlutur hjúkr- unar í slíkum breytingum og fram- þróun? Ennfremur var spurt hvernig eru hjúkrunarfræðingar í stakk búnir til að vera eða verða gjaldgengir í umbrotum nýrra tíma? Munu hjúkrunarfræðingar vera í stakk búnir til þess að beina þróun innan heilbrigðisþjónustu hverrar þjóðar inn á brautir sem eru heilla- vænlegar fyrir þjóðfélagið og skjól- stæðinga hjúkrunar? Þáttur náms og menntunar í að sníða hjúkrunarfræðingum stakk við hæfi, kom beint eða óbeint fram í máli framsögumanna. í öllu falli kom það skýrt fram að hjúkrunar- fræðingar morgundagsins þurfa að standa á styrkum faglegum grunni. Baroness Caroline Cox lagði áherslu á að menntun hjúkrunar- fræðinga þyrfti að vera markmiðs- bundin þ.e.a.s. þyrfti að taka mið af þeim kröfum sem faglegur starfs- vettvangur hjúkrunarfræðinnar gerir (work backwards from the demands of professional practice). Kjarni hjúkrunar þyrfti að standa af sér tímans tönn, hann væri óháður tíma, en kjarni hjúkrunar fæli í sér nánd við skjólstæðing, oft allan sólarhringinn þar sem séð væri fyrir eða litið til með við- kvæmum persónulegum þörfum einstaklingsins. Nánd - viðkvæm persónuleg umhyggja sköpuðu hjúkrunarfræðingum sérstöðu sem faglegur stuðningsaðili sjúklings eða skjólstæðings. Hjúkrunar- fræðingum bæri að viðhalda og þróa þá undirstöðuþekkingu og leikni sem felst í kjarna hjúkrunar, jafnframt því að tileinka sér og þróa innan hjúkrunar hraðvaxandi þekkingu innan lífeðlisfræði, sálar- fræði og lyfjafræði. Nánd við skjól- stæðinginn setur hjúkrunarfræð- ingum ábyrgð á herðar og gerir þeim kleift að meta áhrif sem stefnumörkun í heilbrigðismálum hefur á einstaklinginn, fjölskyld- una, sjúklinginn og samfélagið. Caroline Cox vísaði til fræðigreina sem nauðsynlegt væri að kunna skil á til þess að meta á árangursríkan hátt slík áhrif og taka ábyrga afstöðu til rannsókna er réðu stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu, ekki hvað síst m.t.t. siðferðislegra afleiðinga fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Paul Gross fylgdi Baroness Cox á eftir með því að kalla hjúkrunar- fræðinga með framhaldsnám í hag- fræði til liðs við hjúkrunarstéttina. Dr. Gross beindi sjónum manna að hagfræðilegum grunni stefnumót- andi ákvarðana í heilbrigðiskefinu 48 HJÚKRUN Mu - 65. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.