Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 75

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 75
hundum með RA/27/3 stofni meðal næmra kvenna á aldrinum 12-45 ára fil að hindra meðfædda rauða hunda. Við mat á ónæmi kvenna á barneignaraldri sem framkvæmt var 1983 kom í ljós að 2,1% þeirra sem voru á aldrinum 14-20 ára og 3,4% þeirra sem voru á aldrinum 21-35 ára voru næmar fyrir rauðum hundum.18) Þessum bólusetningum var ekki ætlað að útrýma rauðum hundum úr íslensku samfélagi. Þeim var ætlað að ná til þeirra kvenna sem ekki fengu náttúrulegt ónæmi gegn sjúkdómnum og hindra þannig meðfædda rauða hunda. Vandinn við þessa áætlun er hins vegar sá að aldrei hefur náðst til allra ónæmra kvenna á barneignar- aldri og alltaf eru einhverjir ein- staklingar sem ekki svara bólusetn- ingu. Þannig má búast við að á meðan rauðir hundar halda áfram að ganga í faröldrum geti sjúkdóm- urinn náð til næmra barnshafandi kvenna. Árið 1985 gekk tiltölulega lítill faraldur á íslandi sem olli því að 4 fóstureyðingar voru fram- kvæmdar meðal næmra kvenna sem fengu sjúkdóminn (Landlæknir, heilbrigðisskýrslur). Þar sem gera verður ráð fyrir að slíkt muni endurtaka sig í framtíðinni þegar faraldrar ganga yfir hefur land- læknir mælt með því að almennar bólusetningar verði hafnar við 18 mánaða aldur sem síðan verði endurteknar við 12-14 ára aldur. •lafnframt þessu verði haldið áfram bólusetningu eftir mótefnamælingu gegn rauðum hundum hjá 12-14 ára stúlkum. Miklu skiptir að ending ónæmis gegn rauðum hundum eftir bólu- setningu sé góð. Vitneskja sem nú er fyrir hendi bendir til að mótefni gegn rauðum hundum eftir bólu- setningu endist a.m.k. í 1-2 ára- tugi.19’20) Engu að síður er mikil- vægt að fylgjast vel með langtíma ónæmisástandi einstaklinga gegn rauðum hundum eftir að almenn bólusetning er hafin með hinu þrí- gilda bóluefni. Astœða notkunar þrígilds bóluefnis: Ástæða notkunar þrígilds bóluefnis gegn mislingum, hettusótt og rauð- um hundum er sú að lílega er unnt að útrýma með hagkvæmum hætti þessum sjúkdómum. Einungis þarf að skipta á bóluefninu gegn misling- um og þrígilda bóluefninu þegar bólusett er við 18 mánaða aldur. Þá er lagt til að bólusetning með þrí- gilda bóluefninu verði endurtekin við 12 ára aldur. Það er gert til að ná til þeirra barna sem ekki náðist að bólusetja við 18 mánaða aldur og til þess að örva enn frekar ónæmis- svörun þeirra sem bólusett voru í fyrra skiptið og hindra þannig að þessir sjúkdómar færist yfir á eldri aldurshópa.2I) Reynslan hérlendis18* eins og í Bretlandi22,23,24) sýnir að bólusetn- ing gegn rauðum hundum sem bein- ist eingöngu að næmum 12 ára stúlk- um og konum á barneignaraldri nær ekki til allra næmra kvenna. Þessi aðferð nægir því ekki til að hindra meðfædda rauða hunda og fóstureyðingar meðal næmra kvenna sem sýkjast í meðgöngu á meðan að rauðu hunda faraldrar geisa í samfélaginu. Útrýming á rauðum hundum er þannig enn ein öryggisráðstöfunin til að fyrirbyggja meðfædda rauða hunda og notkun þrígilds bóluefnis er hagkvæm aðferð til að ná því markmiði.25,26) Það eykur mjög á möguleika út- rýmingar á þessum sjúkdómum að bólusetning með þrígilda bóluefn- inu er nú hafin í öllum nágranna- löndum okkar og Norður Ameríku og er að hefjast í gjörvallri Vestur Evrópu. Ástæða er til að benda á að heila- bólga af völdum mislinga, hettu- sóttar og rauðra hunda hefur horfið meðal finnskra barna eftir að bólu- setning með þrígilda bóluefninu hófst þar í landi 1982.27) Samsetning og notkun: Þrígilda bóluefnið sem er á mark- aðnum hérlendis nefnist „Virivac" (Statens Bakteriologiska Labora- torium, Stokkhólmi). Bóluefnið inniheldur veiklaða veirustofna: Mislingaveiran er af Enders Ed- monston B stofni, hettusóttaveiran er af Jeryl-Lynn stofni og rauðu hunda veiran er af RA27/3 stofni. Bóluefnið er þurrfrosið og er afgreitt með aukaglasi með leysi- efni. Bóluefnið á að geyma í kæli- skáp við 2-8°C þannig að ljós kom- ist ekki að. Eftir að búið er að leysa bóluefnið upp skal nota það sem fyrst en að öðrum kosti geyma það uppleyst í kæli við 2-8°C þannig að ljós komist ekki að og skal nota það innan 8 klukkustunda. Skammtur- inn er 0.5 ml sem gefinn er djúpt undir húð helst á úthlið upphand- leggs. Frábendingar: Börn með ómeðhöndlaða illkynja sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi meðferð eða geislameðferð. Ein- kennalausir eða einkennalitlir HIV smitaðir einstaklingar þola bólu- setninguna vel. Börn sem fengið hafa bólusetn- ingu með öðru lifandi bóluefni þremur vikum áður eða skemur. Börn sem hafa ofnæmi fyrir neó- mýcíni, kanamýcíni eða sögu um anafýlaxis af hvaða ástæðu sem er. Börn með bráða smitsjúkdóma þegar bólusetning er ráðgerð. Sé bóluefnið gefið kynþroska konum á að koma í veg fyrir þungun í 3 mánuði eftir gjöf þess. Bóluefnið skal ekki gefa innan þriggja mánaða frá immunoglobul- ingjöf. Ofnæmi fyrir eggjum (úrtikaría, öndunarerfiðleikar, lost). Aukaverkanir: Nákvæm rannsókn, sem var tví- blind og borin saman við sýndar- bóluefni (placebó), sýndi að tíðni aukaverkana var lág eða 0,5- 4,0% .28) Helstu aukaverkanir voru staðbundinn roði, hiti, óróleiki, slappleiki, útbrot, hvarmabólga og liðverkir. Hins vegar voru kvef, hósti, ógleði og uppköst algengari meðal þeirra sem fengu bólusetn- ingarlíki. Gæti það gefið til kynna HJÚKRUN Mw - 65. árgangur 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.