Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 49

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 49
Sigþrúður Ingimundardóttir, for- maður og Pálína Sigurjónsdóttir, varaformaður fundinn. Vel hafði verið staðið að undirbúningi fund- arins og öll fundagögn borist aðild- arfélögunum með góðum fyrirvara. Formaður ICN tímabilið 1985- 1989 Nelly Garzon frá Kólombíu flutti skýrslu stjórnar ásamt fram- kvæmdastjóra ICN, Constance Holl- eran. Mikil gróska hefur verið í öllu starfi ICN á tímabilinu og formaður ferðast víða til aðildarlandanna. Málaflokkar eru margir má þar m.a. nefna þróunaraðstoð við hin ýmsu aðildarfélög ICN. Þetta verk- efni hefur verið forgangsverkefni s.l. fjögur ár. Áætlunin er tvíþætt: Annars vegar að hjálpa hjúkrunar- fræðingum í Afríku til að takast á við hin ýmsu heilbrigðisvandamál í sínu landi, Hins vegar að gefa þeim möguleika á meiri menntun og að öðlast annað sjónarmið með náms- ferðum til Evrópu. Starfshópur undir styrkri stjórn Kirsten Stallknecht, formanns danska hjúkrunarfélagsins hefur unnið ötullega að þessum málum á tíma- bilinu. Innan vébanda ICN er starfandi nefnd „Professional Services Com- mitee“ þar er fjallað um fag- og félagsleg málefni, einnig vinnur nefndin náið með hinum ýmsu aðil- um. Má þar nefna Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina (WHO), en verkefni hennar „Heilbrigði öllum til handa árið 2000“ hefur verið eitt af aðalverkefnum ICN síðan 1978 að Alma Ata yfirlýsingin var gefin út. Af öðrum aðilum sem nefndin starfar með má nefna, Alþjóða Rauða krossinn, Sameinuðu þjóð- irnar og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Á fulltrúafundinum voru sam- þykktar margar ályktarnir: Daudarefsing Noregur lagði fram ályktun um dauðarefsingu, þar kom fram að dauðarefsing stríddi gegn öllum grundvallaratriðum hjúkrunar, að vernda líf, lina þjáningar og efla heilbrigði. Gegn kjamorkustríði og vopnabúnaði Ástralía lagði fram ýtarlega ályktun um þetta yfirgripsmikla málefni. Þar kom fram að ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi, yrði enginn möguleiki á því að veita þá hjúkrun sem nauðsynleg væri þeim er myndu lifa. Því yrðu hjúkrunar- fræðingar að vinna að því að kjarn- orkustríð brytist ekki út. ICN var falið að útbúa kennslugögn er tækju mið af því að gera hjúkrunar- fræðinga sér meira meðvitaða um málið. Ályktun um hjúkrunarfrœðinga Stjórn ICN lagði fram ályktun þar sem hvatt er til þess að aðildrlöndin beiti sér fyrir því að gera átak í að halda hjúkrunarfræðingum innan starfsins. Þetta verði gert í sam- vinnu við yfirvöld og litið verði á í því sambandi, starfsaðstöðu hjúkr- unrfræðinga, menntun og launa- kjör. Eyðni - Krabbamein - III meðferð á börnum England lagði fram ályktun um það að öll aðildarlöndin beittu áhrifa- mætti sínum gegn sjúkdómnum eyðni og að allar upplýsingar um þennan vágest væru aðgengilegar fyrir fólk. Jafnframt lagði breska hjúkrunarfélagið fram ályktanir um mikilvægi forvarnarstarfs gagn- vart krabbameini. 111 meðferð á börnum hefur mikið verið rædd innan stjórnar ICN. í ályktun frá breska hjúkrun- arfélaginu kom fram að nauðsyn- legt væri að útbúa reglur um hlut- verk hjúkrunarfræðinga í því sam- bandi. Reykingar Kanada lagði fram ályktun þar sem hvatt er til þess að hjúkrunarfræð- ingar gangi á undan með góðu for- dæmi gagnvart reykingum. Greiðslukerfi innan heilbrigðisþjónustunnar Bandaríkin lögðu fram ýtarlega greinagerð um „Analysis of health care payment systems based on prospective payment and diag- nosis-related groups (DRGs),“ sem var samþykkt. Þar kom fram að mikilvægt væri fyrir hjúkrunar- fræðinga að halda vöku sinni og vera með í uppbyggingunni frá byrjun. Enska hefur verið opinbert mál innan ICN, þar sem flestir tala það mál. Öll gögn eru þó einnig á frönsku og spænsku. Á fundinum var þýtt jöfnum höndum á málin þrjú ásamt japönsku. Mikil um- ræða varð um það á fundinum hvernig standa skyldi að samþykkt frá því fyrir tveimur árum þannig að frönsku og spænsku yrði gert jafnt undir höfði eins og enskunni. Þetta þýðir í reynd það að allir eru jafnhæfir til að gefa kost á sér í stjórn og vinnunefndir ICN. Regl- an hefur verið sú að einungis þeir sem skildu og töluðu ensku væru gjaldgengir þar sem enska er töluð þar. Danmörk var með móttillögu og rökstuddi mál sitt á þeim for- sendum að mikil auka fjárútlát myndu verða, þar sem túlka þyrfti allt sem sagt væri á t.d. stjórnar- fundum. Norðurlöndin studdu til- lögu Danmerkur, en Norðurlöndin borga samviskusamlega fyrir hvern sinn félagsmann til ICN, meira en mörg lönd gera. Aukin fjárbyrgði á ICN vegna tungumálaörðugleika kæmi ekki fram á neinu öðru en hækkun félagsgjalda og það kæmi hart niður á okkur hér í norðrinu. Tillagan var felld og frá og með 1993 verða enska - franska - spænska opinber mál innan ICN. Stjórn ICN tímabilið 1989-1993 skipa: Forseti Dr. Mo-Im Kim frá Kóreu. 1. varaforseti Trevor Clay frá Englandi. 2. varforseti Martha Quivey frá Noregi. 3. varaforseti Merel Hanson frá Jamaica. Aðrir stjórnarmenn eru: Dr. Amelia Mangay-Maglacas frá Fil- ippseyjum, Inger Ohlsson frá Svíþjóð, Dr. Margretta Styles frá HJÚKRUN - 65. árgangur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.